Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 34

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 34
32 JÓLIN 1985. Mamma kinkar kolli. - Já, mér finnast flest lögin með Ellý vera sígild, segir hún. Svo verður pabbi dularfullur á svip og segir: - Manstu þetta? - Það getur vel verið, svarar mamma og brosir eins og sá, er býr yfir leyndarmáli. Stelpurnar líta hver á aðra og hlæja. Það leynir sér ekki, að þær eru að verða fullorðnar, þá hlæja menn að einhverju, sem er ekkert fyndið. Pabbi spilar líka harmonikku- plötur. Þær eru ágætar. Það er föst regla frá því plötuspilarinn kom, að pabbi stjórni honum óáreittur þetta kvöld. Það er sanngjarnt. Hann notar hann ekki mikið aðra daga. Pabbi er með glæran vökva í glasi og dreypir á því af og til. Það er hvítvín. Hann drekkur ekki mikið og verður ekki fullur, heldur segir hann brand- ara og er óvenju fyndinn. Hann býður mömmu í glas, en hún vill ekki, fær sér smá sopa úr glasinu hans pabba. Stelpunum finnst ég víst held- ur verkasmár, geri lítið annað en þvælast fyrir. Það er ekki rétt. Ég get margt, ef mér er sagt hvað það á að vera eða mér sýnt það. Ég get til dæmis rétt mömmu og stelpunum teikni- bólur eða títuprjóna, fest jóla- sveinamyndir á hillurnar í eld- húsinu, fest skraut á jólatréð, sett kerti í kertastjakana og margt fleira. Ég get raunar allt nema að festa upp loftskrautið. Þá er ég of stuttur í annan end- ann eins og pabbi skýrir það. Mamma stjórnar verkinu. Pabbi lætur sér það lynda. Hann vill þó láta ljós sitt skína, vill hafa skreytinguna einhvern veg- inn öðruvísi en verið hefur. Ég held, að flestar uppástungur hans séu ekki ýkja smekklegar. Ég hef lúmskan grun um, að flestar uppástungurnar séu meiningarlaust tuð. Hann vill til dæmis láta röð af íslenskum fán- um framan á kappana yfir stofu- gluggunum. - Nei, nei, það passar ekki. Það er engin þjóðhátíð, segir mamma. - Þjóðfáninn sómir sér vel, hvaða hátíð sem er, segir pabbi. - Mér finnst hann ekki passa sem jólaskreyting, segir mamma næsta ákveðin. - „Ráð þú Sleggja", segir pabbi þá og raular um ástina sína, sem á að setjast hjá honum. Já, hann á nóg með „Stúdíó 2“ eins og Ösp kallar plötuspilarann í kvöld. Afi kemur fram af og til og talar um, að mikið sé um dýrðir. - Er ekki „Húsið á þakinu" í kvöld? spyr hann svo. - Afi þó! Meinarðu ekki „Húsið á sléttunni“, segi ég. Afi hlær og segir, að það skipti ekki miklu máli, hvað þessir þættir heiti. - Því miður. Hvorugur þessi þáttur verður í kvöld. í stað þess syngur Svavar Lárusson „Svana í Seljadal", segir pabbi. - Þá vil ég heldur heyra í hon- um Guðmundi, segir afi. Fjósi mætir. Honum líst best á jólatréð, og glápir á það góða stund. Þá fer hann að læða lopp- unum í kúlurnar. - Látið ekki kattarkvikindið henda um koll jólatrénu eins og Kátu hér um árið, segir pabbi. Ég man ekki eftir þeim at- burði, en stelpurnar hafa sagt mér frá honum. Þá var ég ný- fæddur og bersköllóttur. En ég man vel eftir Kátu. Hún hvarf einn góðan veðurdag og ég saknaði hennar mikið. Að lokum er allt komið á sinn stað og þá er komið fram undir miðnætti. Stofan hefur líka heldur betur tekið stakkaskipt- um og angar af reykelsi og greni- lykt. Ég er syfjaður. Mamma hefur oft sagt mér að fara að sofa, en ég vil það ekki. Það er ómyndarlegt. - Serían! kallar mamma. - Það er eftir að hengja upp úti- seríuna. Auðvitað er það mamma, sem man eftir því. - Já, alveg rétt. Við stelpurn- ar sjáum um það, segir pabbi. Á meðan þau hengja útiser- íuna upp fyrir ofan svaladyrnar, syngur Haukur Morthens „Hvít jól“. Mér finnst það hátíðlegt. Pabbi og stelpurnar eru líka al- þakin hvítum, dúnléttum snjó- kornum, þegar þau koma inn. Þau minna á stjörnur. - Jólasnjórinn er kominn, segir pabbi, hristir höfuðið svo jóla- snjórinn fellur á stofuborðið, þar sem hann breytist í glærar perlur. Um leið syngur Haukur um „dúnmjúkan, hvítan jólasnjó". - Finnið þið ekki, að jólin eru komin, segir Alda. -Jú, vinamín. Auðvitað finn- um við það, segir mamma og lokar svaladyrunum. - Eitt er ógert enn, segir pabbi. - Eins og hvað? segjum við. - Það á eftir að skreyta fjár- húsin. Við brosum að pabba. - Við gerum það að minnsta kosti ekki í kvöld, segir mamma. Hún er Iágmælt og strýkur yfir ennið. Mér dettur í hug, að hún sé þreytt. - Kannski sleppum við því. Rollurnar fá í stað þess helmingi meira hey á jólanóttinni en venjulega, segir pabbi. - Þær verða örugglega ánægð- ari með það, segir mamma. Hún tekur undir handlegg pabba og segir: - En nú er best að koma sér í bólið. Oskum öllum Austfirðingum og öðrum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þökkum viðskiptin á árinu sem eraðlíða Viggó hf. Neskaupstað Þeir girtu bæjarlandið 1967 Sumarið 1967 var ákveðið að var fenginn ofan frá Hallorms- girða af bæjarland Neskaup- stað Guðjóni og mönnum hans staðarogvargirtréttfyririnnan til halds og trausts og var það Vindheim frá fjöru og upp í Baldur JónssonfráFreyshólum. kletta. Anton Lundberg, bæjar- verkstjóri,hafði fáum mönnum á að skipa til þessa verks, því að næg voru verkefnin hjá bæjarstarfsmönnum við gatna- gerð o. fl. Það varð því að samkomulagi milli Bjarna Þórðarsonar, bæjarstjóra og Guðjóns Mar- Myndirnar sem hér birtast tók Guðjón Marteinsson sumarið 1967 við Vindheim. Á annarri þeirra stendur Baldur Jónsson frá Freyshólum við Rússajepp- ann sinn, en á hinni eru girð- ingamennirnir, sem nú gegna hinum ýmsu störfum víðs vegar á landinu og hafa kannski eitt- teinssonar, verkstjóra í Síldar- vinnslunni, að Guðjón tæki að sér verkið ásamt vinnuflokki sínum. Þetta kom sér vel fyrir báða aðila, því að þetta var fyrsta síldarleysissumarið og verkefni í Síldarvinnslunni því miklu .minni en mönn höfðu vænst. Sérfróður girðingameistari hvað breyst síðan. Þeir eru talið f. v.: ísak Veigar Ólafsson, Úlfar Hermannsson, Haraldur Óskarsson, Ingi Kr. Stefánsson, Guðmundur Bjama- son, Baldur Jónsson, Ágúst Guð- röðarson, Ólafur Brandsson, Ög- mundur Helgason, Ámi Svein- bjömsson, Sigþór Sigurjónsson og Ægir Sigurðsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.