Austurland


Austurland - 20.12.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 20.12.1985, Blaðsíða 1
Austurland Leikfangamarkaður Lif andi blóm Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 20. desember 1985. 47. tölublað. Eskifjarðarkirkja 85 ára Vígslubiskup í rœðustól. Sunnudaginn 17. nóvember sl. var hátíð á Eskifirði, þegar minnst var að 85 ár eru nú liðin frá því að kirkjuhús safnaðarins var reist og vígt. Bygging Eskifjarðarkirkju hófst síðla hausts 1898 og var hún vígð af sr. Jóhanni Lúther Sveinbjarnarsyni 15. sunnudag eftir þrenningarhátíð, þ. e. 23. septem- ber árið 1900. Hún er timburhús og var byggð eftir teikningu dansks verkfræð- ings, Brincks að nafni, en byggingar- lagið mun vera norskt. Áður höfðu Eskfirðingar átt kirkju- sókn að Hólmum, en með bréfi lands- höfðingja 30. nóvember árið 1899 var hinni fornu Hólmasókn skipt og Eski- Utskrift stúdenta úr ME Stúdentaútskrift úr Mennta- skólanum á Egilsstöðum, hin níunda í röðinni, fer fram í Eg- ilsstaðakirkju laugardaginn 21. des. nk. og hefst kl. 14. Þá verða stúdentar, brautskráðir frá Menntaskólanum á Egilsstöð- um, orðnir 180 talsins úr öllum fjórðungum, þótt þorri þeirra eða um 80% sé af Austurlandi. Á yfirstandandi önn hafa lið- lega 260 einstaklingar stundað nám við skólann: 203 í dag- skóla, 39 í öldungadeild og rúm- lega 20 utanskóla. Hið svo- nefnda opna kerfi hefur verið þróað áfram við almennan stuðning kennara og nemenda. Með því gefst nemendum tæki- færi til að njóta einstaklings- bundinnar aðstoðar kennara og geta leitað meira til þeirra kennara, sem þeir telja sig þurfa hjálp frá en með hinu hefð- bundna fyrirkomulagi. Vonir standa til þess, að á næsta ári hefjist bygging kennsluhúss, en með tilkomu þess batnar öll að- staða til skólahalds til mikilla muna. Eftirtaldir nemendur munu útskrifast: Árni Jónsson, Vallahreppi, Fljótsdalshéraði, Björgúlfur Hávarðsson, Stöðvarfirði, Steinar Svavarsson, Gerðum, Garði, Georg Pálsson, Reyðarfirði, Hafdís Svansdóttir, Breiðdalsvík, Halldóra Ó. Sveinsdóttir, Eskifirði, Heiðrún Óladóttir, Þórshöfn, Langanesi, Margrét B. Sigurjónsdóttir, Egilsstöðum, Sigfús Guttormsson, Fellahreppi, Fljótsdalshéraði, Una B. Bjarnadóttir, Fljótsdal, Fljótsdalshéraði, Vigfús M. Vigfússon, Reyðarfirði, Þórhildur H. Þorleifsdóttir, Fáskrúðsfirði. Vinir og velunnarar skólans eru boðnir til útskriftarinnar og í kaffiveitingar í Menntaskólanum að henni lokinni. Fréttatilkynning. fjarðarsókn lögfest og skyldi önnur kirkja vera þar. Síðan hefur presturinn setið á Eskifirði. Afmælishátíðin hófst með barnasam- komu í kirkjunni, þar sem saman voru komin börn frá báðum söfnuðum prestakallsins, þ. e. Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarsöfnuðum. Var kirkjan þétt setin þrátt fyrir hávaðarok þá um 1 II JK MÆf fln *Æl f' h rf nHb ¦¦ tÉt im&. " -+§- C 1 . í i <I|íí**<w*íí' ;r I ¦y >«*?¦». n / % 'k.. ' Guðspjallið sett á svið. Eskifjarðarkirkja. morguninn. Er hlýtt til þess að hugsa, hvað foreldrar eru ötulir við að aka börnum sínum til kirkju og einnig að eiga stund með þeim þar. Sóknarprestinum til halds og trausts var starfsfólk kirkjuskólanna í báðum sóknum: á Eskifirði þau Gunnar Auð- bergsson meðhjálpari, Sigríður Ingi- marsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir og frá Reyðarfirði þær: Álfheiður Hjalta- dóttir og Þuríður Guðlaugsdóttir. Þá aðstoðaði organisti Bústaðakirkju, Guðni Þ. Guðmundsson, við undirleik og vígslubiskupinn sr. Ólafur Skúlason talaði við börnin. Lauk hann máli sínu með því að segja við börnin, að þau skyldu bara sjá til, veðrið yrði gengið niður áður en hátíðarguðsþjónustan hæfist. En umfjöllunarefni stundarinn- ar var textinn: Jesús kyrrir vind ogsjó. Það var eins og við manninn mælt. í blíðviðri hófst hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Fjölmenni var við athöfnina. Kirkjukórar Eskifjarðar- og Reyðar- fjarðarsókna leiddu söng undir stjórn organistanna David Roscoe" og Mairi Robertson. Sóknarprestur þjónaði fyr- ir altari og sr. Ólafur Skúlason prédik- aði. Ennfremur flutti söngkvartett, þau Ingibjörg Marteinsdóttir, Einar Örn Einarsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Stefanía Valgeirsdóttir við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar, þrjú lög, þar á meðal „Amazing grace", sem á íslensku nefnist „Ég trúi á ljós". Að hátíðarguðsþjónustu lokinni var kírkjugestum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Valhöll. Var þar boðið upp á kaffiveitingar í boði sóknar- nefndar, kirkjufélagsins Geislans og kirkjukórsins. Hófst dagskráin með ávarpi varaformanns sóknarnefndar Magnúsar Péturssonar. Þá kom söng- kvartettinn mjög við sögu með léttum undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar. Var söngskráin fjölbreytt, ýmist ein- söngur, tvísöngur eða fjórradda. Gam- alkunn íslensk sönglög liðu um salinn í bland við mergjaðar vísur, létta aríu- kafla og dillandi djass. Þá var þrótt- mikill almennur söngur. Magnús Pétursson flutti ágrip af sögu kirkjunnar. Frú Anna Frímannsdóttir sóknarnefndarformaður á Reyðarfirði flutti hlýjar árnaðaróskir frá Reyðfirð- ingum. Þá ávarpaði sr. Ólafur Skúlason samkomuna og ítrekaði hamingjuóskir sínar til safnaðarins. Lokaatriði afmælissamkomunnar var það, að heiðruð var frú Guðbjörg Björnsdóttir, en hún hefur um fjörutíu ára skeið verið stólpi í starfi Eskifjarð- arkirkju bæði sem áhugasamur kórfé- lagi, sóknarnefndarmaður og félags- maður í kirkjufélaginu Geislanum. Var hún um árabil formaður Geislans. Voru Ljósm. Vilberg Guðnason. henni þökkuð mikil og góð störf í þágu kirkjunnar og sem þakklætisvottur gef- inn fallegur lampi, skreyttur af lista- konunni Kolfinnu Ketilsdóttur, sem bjó um árabil á Reyðarfirði. Það var mál manna, að hátíðin hefðí í alla staði tekist vel. Er það helst að þakka þeim mörgu, sem hönd lögðu á plóginn til þess að gera hátíðina sem mesta og gleðilegasta. Það er því eftir á að hyggja gleðilegt að finna anda ein- ingar og hjálpsemi, þegar hátíð fer í hönd sem og endranær. Framundan er stórt verkefni, sem er bygging safnaðarheimilis og hefur verið myndaður sjóður til þess að hreyfa því máli. Tímamót eru helst til þess fallin að minna á þau verkefni sem fyrir liggja og efla djörfung og dug til þess að láta ekki við svo búið standa. Söfnuðirnir við Eskifjörð og Reyðar- fjörð óska íbúum á Austurlandi gleði- legrar jólahátíðar, árs og friðar. D. B. Frá blaðinu Næsta blað kemur út fimmtu- daginn 9. janúar 1986. Pá hækkar lausasöluverð í kr. 30. Ritstj.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.