Austurland


Austurland - 20.12.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 20.12.1985, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR, 20. DESEMBER 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bj'arnason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ostjórn í efnahagsmálum magnast í dag munu fjárlög fyrir árið 1986 sennilega verða endanlega afgreidd á Alþingi. Þar er um að ræða fyrstu fjárlög íhaldsfor- ingjans Þorsteins Pálssonar, en hann kastaði fyrir róða sem kunnugt er fjárlagafrumvarpi Alberts Guðmundssonar, sem trúlega hefir þó ekki verið eins vitlaust né hrollvekjandi og það plagg, sem nú hefir verið keyrt í gegnum þingið og gert að fjárlögum. Fjárlögin benda ekki til neinnar stefnubreytingar í skyn- semisátt, eins og látið hefir verið í veðri vaka. Þau benda ekki til markvissari stjórnar á efnahagsmálum þjóðarinnar. Þau sýna ekki, að aðhalds verði gætt í ríkisútgjöldum. Þau sýna ekki, að dregið verði úr erlendum lántökum eða þær nær stöðvaðar og þau hafa ekki inni að halda uppfyllingu á einu helsta gylliloforði íhaldsins - lækkun beinna skatta. Þessi nýju fjárlög staðfesta þvert á móti, að sömu stefnu verður haldið í efnahagsmálum og verið hefir og allir vita, að leitt hefir sífellt til aukinnar þenslu og verðbólgu og hefir einkennst af óstjórn öðru fremur, eins og tilvifjanakenndar aukafjárveitingar eftir duttlungum fjármálaráðherra bera einna ljósastan vott um. Ekkert bendir til, að á þessu verði nein breyting önnur en sú, að á næsta ári mun þessi óstjórn ráðast af duttlungum Þorsteins Pálssonar í stað Alberts Guðmundssonar. Halli á fjárlögum þessa árs mun nema yfir tveimur milljörð- um króna, kannski allt að tveimur og hálfum milljarði, en það er þreföldun á þeim halla, sem gert var ráð fyrir. Slík er óstjórnin. Aðhald í ríkisútgjöldum hefir verið eitt af vinsælli slagorðum íhaldsins. Raunin er hins vegar sú, að ríkisútgjöld hafa stór- hækkað ár frá ári og á næsta ári munu þau verða tveimur og hálfum milljarði hærri en árið 1984 og er sú hækkun miðuð við raungildi. Um leið og ríkisútgjöld hækka svona stórkost- lega í heild, lækka framlög til verklegra framkvæmda - þar er niðurskurðinum beitt, en hins vegar ekki í eyðsluþáttunum. Erlendar lántökur áttu að minnka, ef einhver hefði tekið mark á máli þeirra stjórnarsinna. Raunin er hins vegar sú, að á næsta ári verða nýjar erlendar lántökur 3.7 milljarðar kr. eða 800 millj. kr. umfram afborganir erlendra lána, en marg- yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar er, að erlendar lántökur nemi eigi hærri upphæð en afborganir eldri erlendra lána. í þessum efnum er óstjórnin söm við sig. Eitt helsta og hástemmdasta loforð íhaldsins hefir verið af- nám beinna skatta, þ. e. tekjuskattsins. í haust var loforðið komið í það, að á næsta ári yrðu heildartekjuskattar almenn- ings lækkaðir um 400 millj. kr. Hverjar eru svo efndirnar? Þær eru auðvitað engar. Öll gefin loforð í þessum efnum reynast svik ein. í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir neinni lækkun tekjuskatts. Þorsteinn Pálsson mun því leggja hann á íslenskt launafólk á næsta ári með sama þunga og verið hefir. B. S. Seyðisfjörður: Fullorðinsfræðsla I 36. tölublaði AUSTUR- LANDS var greint lítillega frá gangi mála í Seyðisfjarðarskóla við upphaf 105. starfsárs hans. Þar féll því miður niður að greina frá fullorðinsfræðslu. Skólinn sendi út bréf til bæjar- búa og birti tilkynningu síð- sumars í bæjarblaðinu þar sem bent var á möguleika á námi í 5 - 6 greinum. Var þar um kvöld- námskeið að ræða og að sitja sem óreglulegur nemandi í framhalds- deild skólans. Allir sem náð hafa 18 ára aldri eiga rétt á að fá að stunda framhaldsnám. Reyndin varð sú, að aðeins var nægjanleg þátttaka í einni grein, þýsku. Nú þegar þetta birtist hefur hins vegar tæplega helmingur nemenda í þýsku- náminu helst úr lestinni. Vinningar Dregið hefur verið í happ- drætti Kvennadeildar Slys- avarnafélagsins. Eftirtalin nr. hlutu vinning: 567 - 558 - 730 - 331 JOLA- DANS- LEIKUR hefst kl. 2400 á jóladagskvöld 25/i2 Bumbumar sjá um fjörið EGILSBÚÐ ARA- MÓTA- DISKÓ- TEK Fagnið nýju ári á diskóteki í Egilsbúð Húsið opnað kl. 2400 á gamlárskvöld Plötusnúður Pétur Hallgrímsson EGILSBÚÐ Undanfarin ár hefur víða um landið verið reynt að gefa full- orðnum kost á að auka þekk- ingu sína og sennilega er sá þátt- ur einhver jákvæðasta þróunin í skólamálum okkar. Flestir sem kennt hafa fullorðnum ljúka upp einum rómi um, að þangað komi menn, sem viti hvað þeir vilja og takist á við verkefnin af áhuga, en ekki af þeim skiln- ingsvana lífsleiða, sem alltof oft virðist bera á í skyldunáminu. En því miður brestur stundum úthaldið hjá þeim fullorðnu eins og hér varð raunin á, en sú saga er vel þekkt víðar að. Seyðisfjarðarskóli mun á vor- önn bjóða upp á námskeið í nokkrum greinum bæði bókleg- um og verklegum á sama grund- velli og fyrr. J. J. I S. G. NESKAUPSTAÐUR Kjörfundur vegna atkvæðagreiðslu um heimild til opnunar áfengisútsölu í Neskaupstað fer fram laugardaginn 28. desember nk. í barnaskólanum og hefst kl. 1000 og lýkur kl. 2000 Kjörstjórn Atvinna Starfsmenn vantar á sjúkradeild Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað frá áramótum Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri S 97-7403 og 97-7466 Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Nýkomið Mikið úrval af loftljósum, veggljósum, borðlömpum, standlömpum og kösturum Litaðar perur, inniseríur, útiseríur Black & Decker rafmagnshandverkfæri Opið í jólaösinni kl. 9-22 Sveinn Ó. Elíasson Raftækjavinnustofa — Verslun Urðarteigi 15S 7660 & 7720 Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.