Austurland


Austurland - 20.12.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 20.12.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupslad, 20. desember 1985. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi NÝÁRSORLOF AÐ HÓTEL ESJU ® 7119 Gleðilegt nýár SPARISJÓÐUR | NORÐFJARÐAR " SPARISJÓÐUR HEIMILANNA Sparisjóður Norðfjarðar Pistilinn skrifaði Snorri Sturluson vísnahom Austurlands Einar H. Guðjónsson á Seyðisfirði á vísurnar í horninu í dag og þurfa þær ekki mikilla skýringa við. Þessi mun vera ort í tilefni loka kvennaáratugarins í haust, en þá voru sett þvingunarlög á kvennastétt. Tíu ára tryggðabönd trosna munu eigi, þó að karlar kreisti vönd á kvenréttindadegi. Og um örlögin og fleiri lög er þessi hringhenda. Örlög stinga, ergja skap, ólög þvinga dóma. Orkar slyngra aurasnap út í fingurgóma. Um frjálshyggjuna og krossfara hennar segir Einar. Frjálshyggjunni er fátt um megn - fagnar jafnan málmi rauðum. Kappar hefja krossferð gegn kommúnisma og Stalín dauðum. Frambjóðendur nefnir Einar H. Guðjónsson þessa vísu. Þeir eru að tölta til og frá á tæpum rökum stikla. Fjarlægð gerir fjöllin blá og foringjana mikla. Ekki mun þá meira kveðið á þessu ári, en Vísnahornið heitir á vini sína að senda stökur um hátíðirnar. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. B. S. Frá Taflfélagi Norðfjarðar , , f meistaraflokki urðu efstir og Skakmot TN jafnir með 9 vinninga, Eiríkur Skákmóti TN er nýlokið, þátt- Karlsson og Hólmgrímur takendur voru 28 og tefldu í þrem- Heiðreksson, þeir munu tefla ur flokkum. Úrslit urðu þessi: einvígi um efsta sætið. Flokkur 7-10 ára: Vinningar „Þórdís gekk til mála við Egil frænda sinn. Var þá mest gaman Egils að ræða við hana. Og er hún hitti hann, þá spurði hún. „Er það satt frændi, er þú vill til þings ríða? Vildi ég að þú segðir mér, hvað væri í ráðagerð þinni“. „Ég skal segja þér,“ kvað hann, „hvað ég hefi hugsað. Ég ætla að hafa til þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungur gaf mér, er hvort tveggja er full af ensku silfri. Ætla ég að láta bera kisturnar til Lögbergs, þá er þar er fjölmennast. Síðan ætla ég að sá silfrinu, og þykir mér undarlegt, ef allir skipta vel sín á milli. Ætla ég, að þar mundi vera þá hrund- ingar eða pústrar eða bærist að um síðir, að allur þingheimur berðist." Þórdís segir: „Þetta þyk- ir mér þjóðráð og mun uppi, með- an landið er byggt.““ Grímur tengdamaður. Egils Skalla-Grímssonar aftók þessa hugmynd karlsins. Enginn Grímur, í ríkisstjórn íslands, varð til þess að aftra því, að ríkissjóður íslands kæmi þeim hrundingum og pústrum af stað, sem glymja í eyr- um og augum hvenær sem fjöl- miðlar koma nærri manni. Millj- ónum króna af lausafé lands- manna er eytt í það að hafa betur í baráttunni um silfrið. En til hvers? Hér er verið að láta reyna á lögmálið um framboð og eftir- spurn. Þvíhærri vextir, sem eru í boði, því meiri fjármunir. Erlend- is mundi þetta þýða, að fjármunir streymdu þangað, sem hæstu vext- ir væru í boði, en á íslandi er bara verið að keppa um silfrið úr þess- um tveimur kistum. Inn í landið kemur ekki króna. Hvað kemur til að ríkissjóður íslands eyðir milljónum króna í samkeppni við innlánsstofnanir um sparifé landsmanna? Eru þeir Albert og Þorsteinn að herma Reaganstjórnina, sem hef- ur auglýst svo eftir fjármunum vegna halla á fjárlögum, að dollaralántakar um allan heim eru að kikna undan vöxtum og þar á meðal íslenska þjóðin? Átti nú að sýna okkur, þó ekki væri nema eina góða hlið á frjálshyggjunni? Til hvers er silfrið notað? Sparifé rennur aðallega eftir tveimur rásum í þjóðfélagi okkar. Aðra rásina köllum við eyðslurás, hina nefnum við velturás. Eyðslurásina líta bankamenn homauga. Peningar sem fara í þá rás hverfa og sjást ekki aftur. Til þess að átta sig á hvað átt er við, hugsum við okkur mann, sem kemur í banka og biður um lán. Peningana ætlar hann að nota til að greiða rafmagnsreikninginn, ferð til útlanda, matarúttekt mán- aðarins, svo að eitthvað sé nefnt. í þessa rás fer einnig það fé, sem ríkissjóður nær sér úr kistunum. í velturásina fer það fé, sem er á hreyfingu í atvinnulífinu. Prjónastofan kaupir garn og lopa, fataverksmiðjan efni í fötin, heild- salinn greiðir innfluttar vörur og tolla. Bakarinn innleysir hveitið. Þessir fjármunir eru á sífelldri hreyfingu og eru lífsspursmál hvers þjóðfélags. Þetta ætti að nægja til þess, að hver og einn geti áttað sig á mis- muninum á eyðslufé og veltufé. Hvernig verður silfrið til? Sparifé verður til á ýmsa vegu. Menn spara, neita sér um sjálfsögð lífsþægindi, sýna ráðdeildarsemi. Menn hitta naglann á höfuð í at- vinnurekstri, sem er þó orðið mjög fátítt, nema einstaka tegundum við- skipta. Arfur frá foreldrum og ætt- ingjum. Eignir seldar, sem urðu til meðan krónan var óverðtryggð, svo að eitthvað sé nefnt. Tekjur sparifjáreigenda margra hverra eru ekki aðeins hærri en tekjur af venjulegri vinnu, heldur eru þær reglubundnar, sama hvernig viðrar, hvort vaxtaneyt- andi er heilbrigður eða liggur í rúminu, sama hvort hann er ungur og ærslafullur eða gamall og grár, hvort hann ferðast álfanna á milli eða gerist landshornaflækingur, þá fylgja tekjurnar honum. Ekki er óeðlilegt að spurt sé: „Hver er sá guð, sem gefur ykkur slíka sældardaga?" Ekki stendur á svarinu. „Það er vinnan. Við lif- umávinnu, sem áður varunnin." Enda þótt afrakstur eigin vinnu njóti mestrar samúðar manns, dettur engum í hug að véfengja eignarrétt mannsins á arfinum, enda er ekki ætlunin að gera at- hugasemd við þann eignarrétt. Það er svarið og skilningurinn á svarinu: „Við lifum á afurðum vinnu, sem áður var unnin," sem þarf skýringar við. Vaxtapening- urinn, sem eignamaðurinn á, er ávísun á lifandi vinnu, ekki vinnu dauðra manna. Hann fer og kaup- ir sér ný föt, nýtt grænmeti, brauð, dagblöð, kjöt og fisk. Allt er þetta framleiðsla lifandi vinnu. Hvers eðlis vextir eru, hafa menn leyft sér að skrifa um heilar bækur. Það er ekki óeðlilegt, að þeir sem eru að kikna undan vaxtabyrði, geri sér ljóst, að öfl í þjóðflélaginu umgangast silfrið eins og eitthvert leikfang, sem á að sanna viðskiptalögmál, sem þeir nefna frjálshyggju. Þeir sem aðhyllast frjálshyggjuna, kallast sérhyggjumenn í sama skilningi og foli er hluti af stóði. Sérhy ggj umenn, sem gefa sig að stjórnmálum, þyrftu því að temja sér mikinn sjálfsaga. Fljótt mega allir sjá, að það sem hentar þeim persónulega, hefur öfug áhrif í þjóðfélaginu, samanber baráttuna um silfrið. Afleiðingar sviptinganna og vaxtauppboðsins eru skelfilegar: I fyrsta lagi: Sparifé, sem hefði lent í velturásina, fór í eyðslu. I öðru lagi: Bankarnir hafa nrinna til að lána í framleiðsluna. í þriðja lagi: Vextir eru hærri en ella. I fjórða lagi: Gjaldþrota fyrir- tækjum fjölgar. I funmta lagi: Veltufjámeytend- ur hafa þurft aö leita á náðir okrara. I sjötta lagi: Einstaklingar hafa skv. heimild nýtt sér erlend lán til skamms tíma. Þórdís segir: „Þetta þykir mér þjóðráð og mun uppi, meðan landið er byggt.“ ASK 1. Halldór Sveinsson 11 Vi 2. Jóhann Sveinsson 11 3. Magnús Ásgeirsson 9Vi Flokkur 11 - 13 ára: Vinningar 1. Daníel Arason 12Vi 2. Þorsteinn Jóhannsson 12 3. Marteinn Hilmarsson 11 Jólahraðskákmót TN Hið árlega jólahraðskákmót TN fer fram í Framhaldsskólan- um mánudaginn 30. desember nk. og hefst kl. 20. E. M. S. Hefurþú nálgast happanumerið þitt? Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202ákr. 5.000; 234aukavinningarákr.20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.