Eining - 01.06.1956, Blaðsíða 3

Eining - 01.06.1956, Blaðsíða 3
EINING 3 deilda hafa verið stofnaðar ungmenna- stúkur, sem ætlaðar eru æskufólki á aldrinum 14—20 ára. Þrjár slíkar stúkur starfa nú hér í bæ. Leiðtogar þeirra eru sr. Arelíus Níelsson, sr. Jakob Jónsson og Þorvarður Ornólfsson, kenn- ari. Gera menn sér góðar vonir um árangur af starfi þessara nýju félags- deilda. Hátíðahöld á 70 ára afmœlinu. Hinn 9. maí var Unglingareglunnar minnst í blöðum víðsvegar um landið, svo og í útvarpi. Hátíðarfundir voru haldnir víðsvegar, bæði þann dag og 10. maí. Þá voru og haldnar minning- arguðsþjónustur á nokkrum stöðum. Hér í Reykjavík var afmælisins minnst á þann hátt, að börnin söfnuð- ust saman við fundarhús sín kl. rúm- lega 10 árdegis, fylktu síðan Iiði og gengu í skrúðgöngu undir fánum sín- um, og íslenzkum fánum, til dómkirkj- unnar. Þar hófst hátíðarguðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Óskar J. Þorláksson messaði og dómkirkjukórinn annaðist söng. Kirkjan var þéttsetin, niðri, af börnum og unglingum, margt uppi. Kl. 2 var settur hátíðarfundur í barna- stúkunni ,,Æskan“. Fundinn sátu um 180 manns. Meðal þeirra var annar af tveimur núlifandi stofnfélögum Æsk- unnar, frú Jarþrúður Bjarnadóttir. Hinn félaginn frú Efemia Waage, gat ekki mætt. Fundurinn var hátíðlegur mjög og fór hið bezta fram. Kl. 18,30 á uppstigningardag var út- varpað viðtali um málefni unglingaregl- unnar. Hinrik A. Ottósson, fréttamaður útvarpsins, ræddi við stórgæzlumann, nokkra fyrrverandi stórgæzlum. o. fl. Var þar skýrt frá sögu og starfi ungl- ingareglunnar. Þótti það fróðlegt, þeim sem hlýddu, en hlustendur munu hafa verið fáir, þar sem þetta var á óvenju- legum viðtalstíma. Sunnudaginn 13. maí, kl. 13,15 var hátíðarsamkoma í Austurbæjarbíó fyr- ir unglingareglufélaga í Reykjavík og gesti þeirra. Var þar margt til skemmt- unar, t. d. kórsöngur, 2 sjónleikir, upp- lestur, hljóðfæraleikur, þjóðdansar o. fl. Börnin önnuðust öll skemmtiatriði. Ávarp flutti Kristinn Gíslason, kennari, þinggæzlumaður ungtemplara í Rvík. Síðast á dagskránni var falleg skraut- sýning, er séra Árelíus Níelsson hafði samið fyrir þetta tækifæri. Húsið var fullskipað. — Loks sáu ungtemplarar um barnatíma útvarpsins á annan í hvítasunnu. Á þessum tímamótum ber að þakka unglingareglunni vel unnin störf síðastl. 70 ár. Jafnframt er það ósk allra vel- unnara hennar, að starf hennar megi blessast og blómgast í framtíðinni, til heilla öldnum og óbornum. 25. maí 1956. Ingimar Jóhannesson. Það sem Eva las I ofurlitlu dönsku blaði, sem heitir, Unge kræfter, er grein, sem heitir, Og Eva lœste. Hver var þessi Eva? Var það hún, sem vísað var burt úr Paradís, og er hún að hefja inngöngu þangað aftur? Lestur hennar bendir til þess. Nú hefst hann: ,,Ný veröld, heimur sælla kynslóða. Þannig skal það vera og öðruvísi ekki. Sá mikli dagur kemur, og er ekki langt undan. Þá mun þetta gerast: Á miðju hafinu safnast þau saman, öll herskip heimsins, og í för með þeim skipafloti undir hvítum fána. . . . Herskipunum verður sökkt á hafsbotn niður. Fólkið á hinum skipunum mun hefja fagnaðar- óp, og samtímis mun íbúum jarðarinnar tilkynnt, að stundin sé komin, stund hins eilífa heimsfriðar. í öllum löndum munu menn draga í hauga fallbyssur og öll hernaðartæki og bera eld að, en hvíti fáninn mun blakta við hún. Þannig verður það: Landamæra-að- greining skal engin vera, og maðurinn, hvaða húðlit sem henn ber, getur farið frjáls ferða sinna hvert á jörðu, er hann vill. Hráefni heimsins tilheyra öllum þjóðum og verður skipt eftir þörfum. Sjálfboðaliðar allra þjóða, æskumenn, fara víða um lönd og reisa bústaði kom- andi kynslóðum. Þeir munu breyta frumskógum heimsins í gróðurlendi, og eyðimerkurnar munu þeir rækta. Þar verða engar eyðimerkur framar......... Þannig verður það: Ekkert þjóða- hatur, engin þjóðernisrembingur, engir kúgarar né kúgaðir menn, hvaða kyn- stofni sem þeir tilheyra. Heimssam- bandið mun vaka yfir örlögum mann- Féll forsœtisráðherrann fyrir áfengispúkanum? Féll forsætisráðherrann fyrir áfcngis- púkanum? I einni af kosningaræðum sínum í París, minnti Mendes France, fyrrv’. forsætisráð- herra Frakka á, að liann hefði í stjórnartíð sinni hundið endi á borgarastyrjöldina í Indókína og Túnis, en að honum hefði ekki tekizt að sigra áfengisvaldhafann í Frakk- landi. Ef til vill hafi það verið sókn sín gegn honum, er olli falli lians. Áfengið á sök á helft allra slysa í Frakklandi, sagði Mendes France. Það ætti einnig sök á 15.000 geðveikistilfella í landinu árlega. Þrír fjórðu barna landsins fæddist annaðhvort van- gefin eða vansköpuð. Einnig á þessu ætti áfengið sök. Þannig Iýsir fyrrverandi forsætisráð- herra Frakka áfengismálum þeirra. Skyldu menn á íslandi, sem trúað liafa á „áfengis- menningu" Frakka, ekki taka að veiklast í trúnni líkt og dýrkendur Stalins á óskeikul- leika hans. kynsins, það verður í heiðri haft og það mun efla velsæld manna og létta allar birðar þeirra. Hinar miklu, óhugsan- legu vélar framtíðarinnar, verða ekki gerðar til að þrælka menn, heldur þeim til lausnar. Vísindi og listir blómgast og mannvit er þá metið öllum auðæfum meira. . . . Þá er dagurinn upp runn- inn, er menn finna aftur hina týndu Paradís, eftir vegvillur og kvalir ára- þúsunda. Jörðin verður Paradís farsælla kyn- slóða. Engin eymd og engin skortur er þar framar, en bróðurlegt samfélag er þá lífsstefna allra manna. Þannig verður það. Öðruvísi ekki“. Þetta las þessi Eva. Hvernig líst ykk- ur á lestur hennar? Eigum við ekki að þakka henni fyrir lesturinn? Draumórar, segir einhver. Já, en flestir miklir draumar manna rætast, og dýrðlegasti draumurinn mun vissu- lega rætast í fylling tímans. Trúin á slíkt mun vissulega styrkja okkur á pílagrímsgöngunni. ÞETTA SAGBI RÁÐHERRANN A 50 ára afmælishátíð samtaka bindindismanna í Kaupmannahöfn og Frederiksberg talaði verzlunarmálaráð- herra Dana. Meðal annars sagði frúin (ráðherrann), að bezt sæist á því, hvað bindindishreyfingin hefði áunnið, að áfengisneyzla þjóðarinnar væri nú helmingi minni en hún var fyrir 50 árum. Þá hefði dáið 226 manns í Kaup- mannahöfn á ári af áfengisneyzlusjúk- dómum, en nú; dæju þar engir af þess- um sjúkdómum. Þrátt fyrir það, að bindindishreyf- ingin í Danmörku er ekki eins sterk og í sumum nágrannalöndunum, hefur hún unnið þjóðinni ómetanlegt gagn. Hún hefur og átt mjög öfluga forsvarsmenn í landinu. Órækar skýrslur sanna, að áfengisneyzla Dana var um síðustu aldamót yfir 8 lítrar á mann árlega, af 100% áfengi, en komst árið 1917 alla leið niður í minna en 2 lítra, en hefur hækkað upp í rúma 3 síðan, og er það mest ölsullinu að kenna. Menn mega ekki leggja eyrun að fleipri þeirra manna, er reyna að telja öðrum trú um, að bindindisstarfsemin hafi litlu komið til leiðar. Slíkt eru mikil ósannindi, sögð af mikilli ósanngirni. ★ Flest lijón, er slíta samvistura, er fólk, sem eitt sinn fannst það ekki geta komizt nógu fljótt í hjónabandið.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.