Eining - 01.06.1956, Síða 5

Eining - 01.06.1956, Síða 5
EINING 5 Bréf frá iðnaðarmanni Þetta bréf er í síðasta árgangi Hlínar. Skrifað til ritstjórans, Hall- dóru Bjarnadóttur, en höfundur bréfsins er Sveinbjörn Jónsson, forstjóri ofnasraiðjunnar í Reykja- vík. Með samþykki höfundarins og viss um góðvild ritstjórans, leyfir Eining sér að birta bréfið. „Kæra Halldóra. Þú baðst mig að skrifa í Hlín um eitt- hvert áhugamál mitt. En ég er orðinn frábitinn því að skrifa í blöð. Finnst það muni lítið gagn gera. — Hlín þín mun þó lesin tímarita mest. — Ég ætla að vita, hvort mér tekst svo vel, að þú viljir láta prenta eftirfarandi hug- leiðingar. Fyrir fjöldamörgum árum gerði ég það fyrir þig, að aka í kalsaveðri á mótorhjóli frá Akureyri austur að Laug- um í Reykjadal og flytja þar erindi á þingi norðlenzkra kvenna um eldhús- búnað. Þetta var þegar ég teiknaði og byggði hús á Akureyri. Ég man þrennt frá þessu ferðalagi. Hvað þú tókst mér innilega vel, er ég kom kaldur og sundurhristur af litla mótorhjólinu mínu. — Hvað erindið var lélegt og lítið undirbúið. — Og svo það, að frú Sigrún Blöndal á Hallorms- stað þakkaði fyrir erindið. Ég hafði heyrt talað um frú Blöndal sem eina af vitrustu konum þjóðarinnar, og því mun það hafa orðið mér tilfinn- anleg ráðning, að frúin beindi því til hinna yngri kvenna, er salin sátu, að þótt þægindin, sem ég hafði verið að segja frá, væru athyglisverð að ýmsu leyti, væru þau mjög hættuleg, þau gætu gert menn hreint og beint að verri manneskjum. Og frú Blöndal rökstuddi þetta með þeim þunga, sem ég síðar kynntist. — Allir hlustuðu, og mér hnykkti við. Ég hafði talið það göfugt verk að bæta húsakynni manna, létta störf hús- freyjanna og fjölga frístundum þeirra. Athugasemdinni gat ég því einu svar- að, til athugunar þeim ungu konum, sem þarna hlustuðu, að vel gæti verið, að ég væri verri maður en afi minn, en ég fengi ekki skilið, að það væri af því, að hann hefði alla ævi orðið að sækja vatnið út í bæjarlækinn á Hnjúki í Svarfaðardal, en ég hefði átta vatns- hana á nýbýli okkar hjónanna að Knarr- arbergi í Kaupangssveit. Við frú Blöndal urðum góðir kunn- ingjar eftir þetta, og oft hef ég um þessa kenningu hennar hugsað síðan. Sérstaklega nú síðari árin. Allir sjá, hvílík geysileg bylting hef- ur orðið í híbýla- og heimilistækni á íslandi síðustu fjóra áratugina. Mæður okkar ólust upp við lýsislampaljós, bjuggu sinn manndómsbúskap við olíu- lampa, en þurfa nú, síðustu árin, ekki annað en þrýsta á hnapp til þess að rafljós lýsi í hvern krók og kima. Og segja má, að allt sé eftir þessu. En eru ungu mæðurnar betri mann- eskjur en mæður okkar og ömmur voru, sem áttu í stritinu og fátæktinni? Eru þær óeigingjarnari, hjálpfúsari, trygg- ari, hógværari, árvakrari, bænheitari? Ég efast um það. — Hvað heldur þú? Og erum við betri menn, sem höfum rafknúnar vélar til allra smíða, en feð- ur okkar og afar, sem surfu við skrúf- stykkið daginn langan, söguðu með klósög, hefluðu með strikheflum, hömr- uðu járn og drógu fýsibelginn? — Er- um við glaðari, hraustari, fórnfúsari, orðheldnari, ættræknari? — Ég held ekki. Frú Blöndal hafði líklega rétt fyrir sér. Tæknin og þægindin eru hættu- leg manndóminum •— hinum sönnu dyggðum. Þú veizt, að ég hætti að byggja hús. Mér var það eiginlega ofvaxið, og fannst það auk þess vanþakklátt starf. Á at- vinnuleysisárunum hélt ég, að ennþá nauðsynlegra væri að stofna til auk- innar atvinnu í landinu, fannst, að at- vinnuleysi væri enn þyngra böl en léleg húsakynni. Ég hef átt við ýmislegt síðan, eins og þú þekkir til. Flestu hefur verið vel tekið: Stálvöskunum, eldhúsborðunum þó einna bezt. Við höfum reynt að gera þau eftir hvers manns óskum, en oftast þurft nokkurn afgreiðslufrest. Eitt sinn, sem oftar, komu til mín hefðarhjón að panta vaskaborð. Frúin þurfti að fá það fljótt, og sló okkur óspart gullhamra. ,,Þakka yður fyrir, frú, en verðið þið, húsfreyjurnar, betri manneskjur með því að fá þessi góðu, en ódýru vaskaborð í eldhúsin ykkar?“ ,,Nei, en við verðum að fá þau samt“. Jæja, frú Blöndal hafði víst rétt fyrir sér. Nokkru síðar kom önnur frú í sömu erindum. — Vaskaborð fljótt, og spar- aði ekki fögur orð. Ég demdi yfir hana sömu spurningunni: ,,Jú, við verðum betri manneskjur, og svo lifum við leng- ur við betri heilsu“. Sko til, kannske var kenning frú Blöndal orðin röng. — Ég vildi að satt væri. En heimurinn lítur ekki út fyrir það. Ekki einu sinni þessi kæri, fomi, af- skekkti „Einbúi í Atlantshafi“, sem við byggjum. Hvernig er samlyndið hjá þjóðarkrílinu? Hvernig stjórnmálin? Hvernig viðskiptasiðferðið? Hvernig trúmennskan við dagleg störf? Þótt mér sé ljóst, að gott húsnæði og næg atvinna sé hverjum manni nauð- synlegt, þá hefur mér skilizt, að eitt er öllu nauðsynlegra — hið kristilega hugarfar. ,,Ef drottinn byggir ekki hús- ið, erfiða smiðirnir til ónýtis“. Fyrir stuttu átti ég tal um þetta mál við vin minn, háttsettan í kennimanna- stétt. Hann’ óttaðist, að mannskepnan færi sáralítið batnandi, þrátt fyrir alla tæknina, þægindin og aukin frítíma. ,,Störf og strit okkar tækninnar manna eru þá raunverulega þýðingar- laus, eða jafnvel til bölvunar?“ ,,Geta orðið það“, sagði kennimað- urinn. — ,,Þá er það ykkar, andans manna, sök. Ekki er hægt að ætlast til þess, að við sjáum fólkinu bæði fyrir auknum þægindum og hollu viðfangs- efni í síauknum frítíma. Sé það rétt, að tækni og bætt lífsskilyrði séu var- hugaverð, og geri menn jafnvel að verri mönnum, þurfið þið, andans menn, að starfa betur og stjórna í þjóðfélag- • U ínu . Við skildum sáttir, en ég held, báð- ir áhyggjufullir. Kenningu frú Sigrúnar Blöndal fyrir 30 árum, um áhrif þægindanna og tækninnar, ættu áreiðanlega sem flestir að hugleiða vandlega“. Þannig hugsar og talar þessi at- hafnamaður. Ritstjóri Einingar hefur átt því láni að fagna, að kynnast mörg- um atorku- og athafnamanni þjóðar- innar, á mörgum sviðum, við landbún- að, sjómennsku, iðnað og margþætt menntastörf, og hversu réttmæt, sem öll okkar bölsýni kann að vera, sem vissulega er ekki ástæðulaus, þá hef ég sannreynt, að mikill fjöldi ágætra manna í þjóðfélaginu hugsar eins og Sveinbjörn Jónsson, að eitt sé nauð- synlegast — ,,hið kristilega hugarfar“. Nútímamaðurinn er vafalaust að mörgu leyti á villugötum, en honum er það meira og minna ljóst, og í sínu innsta, þráir hann að víkja inn á hinn gullna veg farsældar og friðar, en þjóð- irnar eru enn í vondum álögum, sem erfðafylgjur hafa lagt á þær. Skortur- inn á heildarsiðgæði tefur fyrir sið- gæðisþroska einstaklingsins, þótt hann þrái að ná vaxtartakmarki hins strang- heiðarlega manns. Siðspilling samfé- lagsins spillir einstaklingunum, og sið- gæðisskortur einstaklingsins veikir heildina. Þetta er leiðinleg sjálfhelda, en leysist þó, ef nógu margir einstak- lingar áræða að vera salt þjóðfélagsins. ★ „Eitt sinn, er ég var staddur í Nýja Sjá- landi“, sagði maður nokkur, „var þar mikill landskjálfti“. „Varstu hrœddur?“ spurði annar. „Ekki svo mjög. Jörðin skalf miklu ineira en ég“.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.