Eining - 01.06.1956, Síða 6

Eining - 01.06.1956, Síða 6
6 EINING EINING Mánaðarbla'ö um bindindis- og menningarmál. Ritsijóri og ábyrgðarmaður: Péiur Sigurösson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslancls og ríkinu. Afgreiðsla bess er á skrifstofu blaðsins, Suðurbraut 4, Kópavogi. Árgangurinn kostar 30 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur. Sími: 5956. Ilvað eigum við að tilhiðýa Mannkynssagan sannar ekki, að kynslóðir og þjóðir allra alda hafi getað komizt af án þess að tilbiðja eitthvað, og oft af miklum ákafa. Þarf ekki annað þessu til sönnunar en minna á sumar hinna ofsafengnu pólitísku heittrúarstefn- ur þessarar aldar. Voldug menningarþjóð gerði um skeið að mestu leyti óheppilega gerðan stjórnmálamann, Hitler að nafni, að átrúnaði sínum. Voldug þjóð, en auk þess mikill fjöldi manna víðs vegar um heim, gerði kúgara, sem hét Stalín, að átrúnaði sínum, en nú steypa hinir sömu menn honum dauðum í hin yztu myrkur fordæmingar og bera myndir þessa fyrrverandi dýrðlings þeirra á sorphauga. í hinni miklu, blóðidrifnu byltingu í Frakklandi báru menn leikkonu, og hefur verið á orði haft, ekki sem siðleg- asta, upp að eða upp á háaltarið í frúarkirkjunni í París og sögðu þjóðinni, að ef hún þyrfti að tilbiðja eitthvað, þá væri hér ímynd þess. Skynsemin ein skyldi upp frá þessu vera guð þjóðarinnar. Vopn voru gerð úr kirkjuklukkum og jafnvel biskupar og klerkar dönsuðu með æstum lýðn- um kringum bálin, þar sem brenndar voru guðsorðabækur og biblían. Nú skildi þjóðin lifa og leika sér, njóta lífsins, dansa óheft af öllum fjötrum, einnig fjötrum siðgæðis og guðstrúar. Allir vita hvernig fór. Napóleon kom til sögunnar og með honum allar styrjaldirnar, sem við hann eru kennd- ar. Þær leiddu til herskyldu í Norðurálfu. Herskyldan leiddi til vígbúnaðar kapphlaups. Það vígbúnaðar kapphlaup leiddi til heimsstyrjaldarinnar 1914 og sú styrjöld til hinnar næstu, hún svo til nasisma, fasisma og kommúnisma, byltinga, blóðsúthellinga á ný, hungursneyðar og drepsótta, og kór- óna þessa alls er svo skelfirinn mikli, atómsprengjan. — Sannarlega má segja hér, eins og endranær, uppskeran fer eftir því, hvernig sáð er. Þjóðirnar fálmuðu stöðugt eftir einhverju öðru, er þær gætu tilbeðið, en Guði, þessum Guði, er heimtar heiðarleik, hreinleik, réttlæti, kærleika og býður mönnum að slíðra sverð sín. Höfum við þá áttað okkur á vandamálinu? Hvað eig- um við að tilbiðja. Maðurinn er ekki sjálfum sér nógur, þótt einstöku menn þykist vera það, er það blekking. Eigi að ríkja vorlíf og gróður andlegs sumars í sálum manna og þeir vera vaxandi menn á þroskabraut mannkynsins, verða þeir að vera í hugarsambandi við eitthvað, sem er þeim máttkara og lyftir þeim yfir það sem heftir og fjötrar og togar jafnvel niður á við. Allt sem maðurinn getur rann- sakað, skoðað og skilið, verður í meðvitunarlífi hans minna en hann sjálfur, því að með þekkingunni verður hann eins konar herra þess. Ekkert af þessu getur því verið honum nægilegur aflgjafi til vorlífs sálarinnar og vaxandi mann- dóms. Honum hefur því ekki boðizt neitt betra, hvorki fyrr né síðar, en að trúa á og tilbiðja ósýnilegan, órannsakcm- legan og óskiljanlegan Guð, sem ,,býr í því ljósi, sem eng- inn maður hefur séð né getur séð“. Það sem á að geta sætt hvern mann við slíka guðsdýrkun er reynsla hans sjálfs, og hún verður sú, að því betur sem hann gefur sig á vald þessari guðshyggju, því sannari, betri og hamingjusamari maður verður hann, einnig farsælli í hverja þjóðfélags- byggingu. Samkvæmt voldugu lögmáli hverfur sá hluti jarðar- innar, er við byggjum, ár hvert aftur til sólarinnar. Þetta er það sem gefur okkur vor, sumarfegurð og blíðu. Maður- inn þarf einnig að eiga sína sól, þá lífsins sól, er yljar hjarta hans, vekur þar vorlíf, gróanda, endurfæðingu, upprisu — nýtt líf. Til Guðs — þessarar lífsins sólar, þarf maðurinn að hverfa oft, ekki aðeins einu sinni á ævinni, heldur iðulega. Honum hættir svo til að þreytast, sljóvgast, verða kærulaus, hálfvolgur, latur og áhugalaus. Þá er hann óhæfur í hið œskilega félagslíf, þjóðfélag og mannfélag. Afturhvarfinu til Guðs á hverjum tíma, verður skynsemin og viljaþrekið að stjórna. Maðurinn verður að gera sér ljóst, að þetta er hans mesta lífsnauðsyn, eigi hann að geta lifað fagnandi, farsælu og dáðríku lífi. Viljaþrekið verður að gera honum kleift að stíga sporið. Maðurinn stjórnast ekki ávallt aí óhagganlegum lögmálum, líkt og ýmislegt í ríki náttúrunn- ar, nei, „Drottinn skapaði manninn beinan“, segir hið forna spekiorð, ,,en hann leitar margra bragða“, hann vill oftast komast hjá hinu mikilvægasta, en sóar heldur kröftunum á ,,smáu tökin“. Þess vegna hefur hann jafnan reynst of lítill karl til þess að skapa sinn óskaheim — gera ósk um guðs- ríki á jörðu að veruleik. Þessi vanmáttur mannsins, vilja- skortur og þrekleysi, var augljóst guðsmanninum sem bað: „Snú þú mér, Drottinn, svo ég snúi mér, því að þú, Drott- inn, ert minn Guð“. Hann biður Guð um hjálp til þess að geta snúið sér til hinnar miklu lífsins sólar, sem enduríæðir, gefur nýtt líf, blómlegt vorlíf í sálum manna og krýnir allt líf þeirra sigri og lífshamingju. Aðeins á þessum leiðum getur maðurinn verið vaxandi og batnandi maður, „hæfur til sérhvers góðs verks“. Þegar mennirnir á fyrstu öld kristninnar, samkvæmt fyrsta kapitula Rómverjabréfsins, „hirtu ekki um að varð- veita þekkinguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hug- arfari, svo að þeir gerðu það sem ekki er tilhlýðilegt, fylltir alls konar rangsleitni, vonzku, ágirnd, ilsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku; rógberar, bakmál- ugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekk- vísir, foreldrum óhlýðnir, óskynsamij", óáreiðanlegir, kær- leikslausir, miskunnarlausir“. Eigum við ekki að athuga vandlega þessa mannlýsingar- skrá og ganga úr skugga um, hvort unnt sé að heimfæra nokkuð af þessum löstum til okkar kynslóðar? En um þessa menn, er postulinn lýsir þannig, segir hann ennfremur: „Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar...... Þeir hafa umhverft sannleika Guðs í lýgi, og göfgað og dýrkað skepnuna í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu“. Þannig hefur þetta ávallt farið, að hætti menn að til- biðja hinn órannsakanlega, ósýnilega og óskiljanlega Guð, þá tilbiðja þeir skepnuna í einhverri mynd, annað hvort ein- hvern foringja eða eitthvað, sem jarðbundið eðli þeirra girnist, en slík braut hefur jafnan reynst mannkyninu hel- vegur, einnig, og það mjög áþreifanlega, á vorri öld. Allir kannast við þær ófarir mannkynsins. Við mættum því biðja: „Snú þú mér, Drottinn, svo að ég snúi mér“. Að hverfa sem oftast aftur til samlífsins við algæzkuna, er okkar mesta þörf og hið eina, sem gert getur okkur góða, sanna og stöðugt batnandi menn.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.