Eining - 01.06.1956, Qupperneq 8

Eining - 01.06.1956, Qupperneq 8
8 EINING Á öllum stöðurn, er flokkurinn söng, í Norðurálfu, var upp- selt fyrirfram, en það var víðs vegar um allt England, Hol- land, Danmörku, Svissland, Þýzkaland og Frakkland. Alls staðar voru móttökurnar konunglegar. I öllum ritdómum var mjög dáðst að hæfni og styrkleik kórsins. Öllu betri landkynningu hafa víst Bandaríkin varla fengið í Norður- álfu. Einn merkasti viðburður kórsins var að syngja fyrir flóttamenn í Þýzkalandi. Áheyrendur voru 2000, þetta var í Vestur-Berlín. Svipurinn á þessu þjakaða fólki tók að breyt- ast eftir því sem leið á sönginn og sex aukalög varð kórinn að syngja, og óskað var eftir meiru. Hvað eftir annað var beðið um sálminn: ,,Komið, komið, Guðs börn góðu“, þar sem endurtekningin ,,A11 is well“ — öllu óhætt, er endur- tekinn með mikilli áherzlu. Þrisvar var sálmurinn endurtek- inn, en þá vildi kórinn ekki syngja meira. Þar var þá ekkert auga þurrt. ,,Þetta var ekki aðeins hljómlist“, sagði Berlín Tele- graf, „heldur einnig brú byggð úr mannssálum“. Hjartaöflin eru máttugustu öflin. Enginn reikningshaus getur komið því til Ieiðar sem hjartaöflin til lausnar mann- kyni. I musteri Mormóna í Salt Lake City eru sæti handa 7000 manna. Þar syngur þessi vinsæli og frægi flokkur í útvarp hvern sunnudagsmorgunn. Hlustendur eru, eins og áður sagt, tugir milljóna. Bréf streyma frá fólki hvaðanæfa, frá hermönnum, föngum, sjúklingum og allra stétta mönn- um, hverrar trúar sem þeir eru. Þakkað er fyrir uppörfun og ánægju. ,,Yðar dásamlegi kór“, skrifaði kona ein í Californíu, ,,hefur orðið til þess að bjarga lífi mínu“. Hún segir svo frá því, að hún hafi vakað alla nóttina og þótzt sannfærð um, að maður sinn væri sér ótrúr. Hún hafði afráðið sjálfs- morð. Settist að morgni í bíl sinn og ætlaði að aka að hengi- flugi einu og kasta sér þar fram af. Af tilviljun og vana opnaði hún útvarpstæki sitt í bílnum, og þá ómaði hvellum rómi sálmurinn: ,,Our God will never us forsake, and soon we’ll have this tale to tell — All is well — All is well“. Aldrei Guð oss yfirgefur, um það vitni líf hvers manns. Öllu borgið, öllu borgið er í vísdóms gæzlu hans. Frúin ók til hliðar á veginum, stöðvaði bílinn og hlust- aði. Að söngnum loknum flutti einhver stutt ávarp um fyrirgefningu. Hún segist ekki vita, hve lengi hún hafi setið þarna kyrr, en svo sneri hún heimleiðis. Söngurinn hafði bjargað lífi hennar. ,,Ég vann aftur ást manns míns“, segir hún, ,,og ég fæ þetta aldrei fullþakkað“. Enginn skyldi halda, að flokkur þessi syngi aðeins Mor- móna söngva. Nei, úr miklu er að velja af eftirlætissálmum og ljóðum þjóðanna, og þegar þau eru sungin, fer þar jafnan saman þrenns konar list — þrinnaður voldugur þáttur, vígður til að lyfta sálum manna í hærra veldi, það er list orðsins í bundnu máli, list hljóðfæraleiksins og söng- listin. Þetta þrennt myndar volduga líftaug, sem enn er of lítið notuð í daglegu lífi manna, í fjölskyldulífinu, félags- lífinu og hvarvetna. Syngjandi menn eru sigrandi menn og þeim standa jafnan opnar víðar dyr og verkmiklar. Marg- víslegt björgunarverk hefur sönglistin unnið um dagana. — Guði séu þakkir fyrir allt, sem göfgar sálir okkar. Óvenjulegur félagsskapur um bindindismál Eining hefur áður sagt frá samtök- um manna í Bandaríkjunum, er heita: American Business Men’s Research Foundation. Mætti íslenzka nafnið eitt- hvað á þessa leið: Rannsóknarstofnun kaupsýslumanna og iðjuhölda í Ame- ríku. Þessir karlar gefa út snoturt og fróðlegt tímarit um bindindi og áfeng- ismál. í stjórninni eru sex forstjórar ýmissa fyrirtækja, en auk þeirra 18 formenn hér og þar í ríkjunum. Þeir eru lögfræðingar, iðjuhöldar, uppeldis- fræðingar, tryggingarforstjórar, banka- menn og annarra stétta. Tímaritið heitir: ,,The Foundation Says“. Á síðasta ársfundi þessara samtaka voru meðal annarra tveir merkir vís- indamenn, er hafa haft mikil afskipti af áfengismálunum. Sagt er í frásögn af fundinum, að annar þeirra, dr. Frederick Lemere, hafi meðhöndlað fleiri áfengissjúklinga en nokkur annar maður í landinu. Hann flutti merka ræðu á fundinum. Hinn vísindamaður- inn var dr. Andrew C. Ivy, sérfróður einnig á sviði áfengismálanna og er hann prófessor í Chicago, við háskóla ríkisins. Orð hans voru meðal annars á þessa leið: „Hvort sem okkur geðjast það vel eða illa, er það sannreynd, að við höld- um áfram að framleiða í landinu áfeng- issjúklinga. Þar er nú um ein milljón lífstíðar áfengissjúklinga, þrjár mill- jónir manna, sem ánetjaðir eru áfengis- neyzlunni, og ennfremur þrjár milljónir ofdrykkjumanna, sem eru undir áhrif- um áfengisins flesta eða alla daga. Þar sem nú tímabilið á milli þessarar algengu áfengisneyzlu, ofdrykkjunnar og áfengissýkinnar er venjulega að meðaltali um 10—12 ár, þá erum við að fjölga árlega ofdrykkjumönnum og áfengissjúklingum í landinu um 330 þúsundir“. Hvað myndum við segja, ef einhver menningarþjóð ræktaði einhvern ann- an sjúkdóm þanníg, að sjúklingunum fjölgaði um nokkuð á fjórða hundrað þúsund árlega? Vissulega er eitthvert brjálæði að verki, þar sem er áfengissalan. Önnur skýring er ekki til. Hin frjálsa áfengissala hefur sann- arlega ekki leyst neinn vanda, heldur þvert á móti aukið hann, og má nú t. d. benda á reynslu Svía. Varðandi Banda- ríkin sýna skýrslurnar, að verðir lag- anna tóku 22.913 leynibruggunartæki árið 1954. Það er 14,5% meira en árið áður. Þessi ólöglegu bruggunartæki, sem lögreglan tók 1954 gátu framleitt, ef þau hefðu verið nýtt til fulls, 406.711 gallónur á dag, það er hátt á aðra milljón lítra af sterkum drykkjum. Hin frjálsa áfengissala hefur því ekki út- rýmt leynibruggi né leynisölu. I tíma- bilinu 1946 til 1954 fjölgaði hinum ólöglegu bruggunartækjum, sem lög- reglan handsamaði, um 85 af hundr- aði, og íækkaði þó eftirlitsmönnum um 17 af hundraði. Það er aldrei hyggilegt að blekkja sjálfan sig. Eina leiðin til þess að út- rýma sjúkdómum, er að nema burt or- sök þeirra, og hið sama gildir um aieng- issýki og áfengisböl, orsökinni — söl- unni þarf að útrýma. Hver vill skrifa? Stúka í SvíþjóS, er heitir Vasteras á- formar bréfakvöld 2. október næstkomandi. Óskað er eftir bréfum frá sem flestum lönd- um og svar mun áreiðanlega koma. Eining hefur verið beðin að segja frá þessu. Utanáskrift bréfanna skal vera: Hit Borje Jansson, Gotgatan 17 B, Yasteras, Sverige.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.