Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 1

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 1
15. árg. Janúar 1957. 1. tbl. Kaþólski presturinn Theobald Matthew og eindæma afrek hans EHir WILFRID WINTERTON ;Ti Iangt skeið stóð óbrúað djúp milli mótmælenda og kaþólskra, sem ofsóknir, píningar og blóðs- úthellingar höfðu dýpkað og breikkað. En á rúmri öld hefur það verið eitt sérstakt málefni, sem brúað hefur djúpið og verið hollur sátta- semjari. Það er málefni þeirra manna, sem mestan áhuga hafa á því, að leysa mannkynið frá bölvun áfengisneyzlunnar. I baráttunni fyrir algeru bind- indi taka höndum saman sem bræður, bæði mótmælendur og kaþólskir, einnig menn, er ala í brjósti sér ýmsar aðrar ólíkar lífsskoðanir, og sanna þetta ýms alþjóðabindindisþing, t. d. hið síðasta í Istanbul. Einmitt nú eru liðin 100 ár frá því að uppi var kaþólski postulinn Theobald Mathew. Flestu fremur varð líf og starf hans til þess að draga úr ofsa trúarskoðananna og er nafn hans því blessað jafnt af mótmælendum sem kaþólskum. Hann var prestur í Cork á írlandi, varð fyrir sterkum áhrifum frá kvekaranum, William Martin, sem var ritari bindindis- félagsskapar á staðnum. Minnisvarði Mathews minnir fólkið í bænum og öllu landinu á herferð hans gegn áfengisneyzlunni, sem bar þann árangur að næstum sex milljónir manna undir- rituðu heit um algert bindindi og brutu af sér fjötra áfengis- drykkjunnar. Þá voru íbúar írlands 8,375,000, og af þeim höfðu 5,708,073 skráð sig sem bindindismenn, á aðeins sex árum. Á þessum tíma hafði áfengisneyzlan í landinu minkað úr 8,12 milljónum gallóna í rúmar 5 milljónir, og sparisjóðsfé manna hafði tvófaldast. um fimm ára skeið ferðaðist Faðir Mathew um allt írland aftur og fram, einnig víða í Englandi, og talaði þá oft á veg- um The United Kingdom Alliance. Alls staðar voru viðtök- urnar óvenjulegar. Til dæmis í Limerick. Frásögnin er á þessa leið: ,,Slíkur mannfjöldi hafði safnast saman á tveggja mílna löngum götukafla, að öll umferð stöðvaðist. Hvert hús og hvert herbergi var fullskipað, einnig kjallarar húsanna. 500 manns fékk húsaskjól í skrifstofum og verzlunarhúsum, en þá voru fimm þúsund eftir á götunni, sem hvergi komust inn á kaldri desembernóttu. Verð á mat og drykk þréfaldaðist. Morguninn eftir prédikaði Faðir Mathew, en síðari hluta dagsins tók hann á móti bindindisundirskriftum manna. Und- ir umsjón hermanna, er héldu öllu í röð og reglu, krupu 20 þúsundir manna niður á götunni til þess að láta þenna guðs- mann blessa yfir sér. Er þessir höfðu staðið upp, kom næsti hópur". Að síðustu höfðu 150,000 undirritað sitt bindindis- heit. Ekki má svo gleyma því, að flestir af þessum mannfjölda höfðu komið fótgangandi til Limerick. Eins og áður sagt, minkaði áfengisneyzla þjóðarinnar um töluvert meira en helming. Peningar streymdu til verzlana, er seldu nauðsynjavörur, í stað þess að lenda í höndum áfeng- issalans, knæpum var breytt í íbúðarhús, heimili voru búin húsgögnum og bankar skýrðu frá meti í spariféssöfnun. Skatt- ar af áfengisverzlun féllu um40%, en öll önnur skattgreiðsla flaug upp, og þannig varð starfsemi prestsins hinu opinbera góð tekjulind. Heilbrigðisástand fór batnandi, og hefði stjórn Englands leyft mönnum að loka algerlega áfengisverzlunum

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.