Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 3
EININ G 3 Til kaupenda blaðsins, frá ritsfjóranum Þegar ég á síðari hluta ársins 1956 hef verið að merkja spjald- skrá blaðsins, jafnóðum sem inn hafa komið árgjöld kaupendanna, og ég hef veitt athygli, hversu flestir kaupendurnir hafa nú hald- ið tryggð við blaðið á annan ára- tug, hef ég oft fundið hjá mér sterka löngun til þess að geta tek- ið í hönd þeirra og þakkað þeim innilega fyrir góð viðskipti. Þótt viðskipti séu ekki mikil, er engu síður ánægjulegt ef þau geta geng- ið vel. Ég á ákaflega erfitt með að umbera trassamennsku og vanskil, og kann þess vegna vel að meta góða skilsemi. í þessum efnum hafa næstum allir kaupendur blaðsins reynst ágætlega. Upp er nú runnið nýtt náðarár. Læt ég því blaðið flytja öllum kaupendum og lesendum þess hug- heilar óskir um farsæld og blessun Guðs á nýja árinu. Þakka gott samstarf, mörg uppörfandi bréf og allt gott á liðnum árum. Og svo eru það aðeins nokkur atriði mjög áríðandi. Fyrst af öllu bið ég kaupendur blaðsins, að gera viðvart, ef það kemur ekki reglubundið með góð- um skilum. Einstöku hafa kvartað undan vanskilum, en það er áríðandi að blaðið fái upplýsingar um þetta og geti grafizt fyrir um ástæðu. Þá er einnig nauðsynlegt að sjá um, að heimilisföng séu rétt og að tilkynna bústaöaskipti. Kæru kaupendur, gleymið þessu ekki. Margoft hef ég ítrekað það áður við viðskiptamenn blaðsins, að senda allan póst til þess eða rit- stjórans í pósthólf 982, Reykja- vík, en ekki út í Kópavog. Þetta mun nú verða auglýst framvegis í ritstjórnaropnu hvers tölublaðs. Ef einhverjir kaupendur eiga þess kost, að útvega blaðinu nýja kaupendur, þá er það því mestur greiði. Svo bið ég afsökunar á því, sem ábótavant hefur verið við útgáfu blaðsins. Þar er vafalaust ávalt um- burðarlyndis þörf, en með góðu samstarfi og vaxandi kaupenda- fjölda ætti blaðinu að geta farið eitthvað fram. Það á nú á þessu ári 15 ára afmæli. Gleðilegt nýár. Pétur Sigurðsson. Larsen-Ledeft: Globe- Troftfter Já, hvað er Globe-Trotter. Það er sá, sem leggur, ekki aðeins land undir fót heldur allan heiminn. Þetta orð er undirtitillinn á níunda bindi sjálfsævi- sögu Larsen-Ledets, er kom út hjá Gyldendal á 75 ára æfmæli þessa fá- gæta öldungs, sem er svo snjall rithöf- undur, að á 7. og 8. tug ævinnar skrif- ar hann þetta stórverk, 10 binda ævi- sögu, og mun óhætt að fullyrða, að ekki ein blaðsíða sé leiðinleg í öllu þessu verki. Öldungur þessi er dáður jafnt af samherjum sem andstæðingum, sökum snillimensku hans í meðferð máls í ræðu og riti, drengilegra baráttuað- ferða, hetjuhugs og víkingslundar. Sem tröllaukinn baráttumaður bind- indishreyfingarinnar er hann þekktur Stórtemplar Dana gefur Larsen-Ledet Ijósa- stjakann. um heim allan. Hann hefur löngum tvinnað saman gaman og alvöru, sótt sóknharður að marki og aldrei kvikað frá því. A 75 ára afmælisdaginn bárust hon- um skeyti hundruðum saman úr öllum álfum heimsins, og einnig gjafir. Komu kveðjurnar frá hástúkunni, stórstúku Svíþjóðar, stórstúku Noregs, landssam- bandi Noregs, stórstúku Englands, stór- stúku Þýzkalands, mörgum stúkum í Hollandi, Sviss og víðar að. Bæjarráð Árósaborgar sendi blóm og heillaóskir. Borgarstjórinn, sem gat ekki heimsótt Larsen-Ledet sjálfur, sökum lasleika, sendi fulltrúa sinn til þess að færa hon- um þakkir fyrir allt hans mikla starf, er verða mundi komandi kynslóðum til farsældar. Það er okkur hrósunarefni, sagði sendimaður, að hafa átt á meðal vor slíka andans hetju. Þar kom og forstjóri Berlingske Tidende, og svo voru það ýms blöð, ritstjórar, formenn blaðamannafélaga, rithöfundafélagsins og fleiri slík samtök, er sendu heilla- óskir. Jafnvel frá öðrum löndum komu sendimenn, og ekki má gleyma lands- sambandi bindindismanna í Danmörku og stórstúku Danmerkur. Stórtemplar Dana, Tage Andersen, færði afmælis- barninu silfur-ljósastjaka. Á hann er letrað orðið Fremskridtslys (framfara- Ijós), er skyldi minna á það fræðslu- og menningarstarf, sem Larsen-Ledet hefur unnið um langa ævi, því að ungur hóf hann starfið. Bindindismenn í Árósum efndu til veglegrar veizlu til heiðurs afmælisbarn- inu, og fluttu þar ýmsir mætir menn ávörp og ræður, en að síðustu þakkaði Larsen-Ledet alla auðsýnda vináttu og virðingu. — Þessa heimshornamanns (Globe-Trotter) mun lengi verða minnst, en enn hefur hann ekki sagt síðasta orðið. Sftolnfundur Stofnfundur félags áfengisvarna- nefnda í Árnessýslu var haldinn á Sel- fossi 8. desember 1956. Brynleifur Tobiasson áfengisvarna- ráðunautur setti fundinn og ávarpaði fundarmenn, en mættir voru 10 fulltrú- ar frá áfengisvarnanefndum í sýslunni. Sigmundur Sigurðsson, oddviti í Lang- holti, var kjörinn fundarstjóri, og Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, ritari. Nefnd sú, er starfað hafði að undir- búningi félagsstofnunar þessarar, lagði fram uppkast að lögum fyrir félagið. Hafði Jón Gunnlaugsson, læknir á Sel- fossi, framsögu. Nokkrar umræður urðu um uppkastið. Að því loknu voru lög félagsins samþykkt og stjórn þess kosin: Jón Gunnlaugsson læknir formaður, Þorsteinn Eiríksson ritari og Sigmund- ur Sigurðsson gjaldkeri. Kynnti þá áfengisvarnaráðunautur reglugerð um eftirlit með samkomum í Skagafjarðarsýslu, er staðfestvar síðast- liðið sumar, og benti á, að nauðsyn bæri til, að svipuð reglugerð yrði afgreidd fyrir Árnessýslu. Tóku fundarmenn undir það, og var stjórn hins nýja félags falið að beita áhrifum sínum á sýslu- nefnd Árnessýslu í þessu efni. Var mikill áhugi meðal fundarmanna á því að bæta samkvæmisbrag í sýslunni, og urðu talsverðar umræður um áfengisvarnir. — Skýrði áfengisvarnaráðunautur frá þeim félögum áfengisvarnanefnda, er þegar hafa verið stofnuð í landinu, og hlutverki þeirra, og annarri starfsemi áfengisvarnaráðs á árinu. — Eins og sáð er Þann mun skorta, sem óspart eyðir. Gálaus eyðsla til gjaldþrots leiðir.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.