Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 4

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 4
4 EINING Jón Engilberlsson, trésmiSameistari. Jón Engilberftsson Eining telur sig hafa gilda ástæðu til að birta mynd af þessum sómamanni. Trúfesti og grandvarleiki í allri sambúð við menn, eru þeir mannkostir, sem betur prýða hvern mann en flest ann- að. Jón Engilbertson er einmitt slíkur maður. Blaðinu var ekki kunnugt um það í fyrra, að hann átti þá áttræðis- afmæli 8. janúar. Þeir eru taldir hetjur, sem jafnan standa þar sem aðrir falla. Jón var mjög ánægður þegar við hér á árunum vorum að byggja upp sem blómlegast stúkustarf í Grindavík. Þá var maðurinn, sem öllum þótti vænt um, Sigvaldi Kaldalóns, 1 fylkingarbrjósti þar og í stúkunni voru ungir og efnileg- ir kraftar. Allt það fríða og fjölmenna lið er nú dreift, og má heita, að Jón Engilbertsson sé sú hetjan, sem einn stendur eftir, alltaf jafn-óbifanlega trú- fastur við málstaðinn. Kemur þessi eiginleiki hans í ljós einnig í viðskiptum við blaðið. Aldrei þarf Eining að minna hann á að greiða gjald sitt. Hér skal þess þó getið um leið, að blaðið á marga góða viðskiptamenn, og væru allir slík- ir, væri ekki erfitt að starfa að félags- málum. Þeir sem bregðast beygja bök okkar samherjanna verst. Ævisögu Jóns Engilbertssonar kann ég ekki að rekja. Hann er fæddur 8. janúar árið 1875 að Gíslakoti undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans, Herdís Jónsdóttir og Engilbert Gíslason, voru bæði Eyfellingar. Fjögurra ára missti Jón móður sína og fór þá til vanda- lausra, eitt og tvö ár í senn. 1884 flutt- ist hann til Grindavíkur. Faðir hans var þá kominn þangað til systur sinnar á Hrauni, er var orðin ekkja. Árið 1905 kvæntist Jón Gróu Eiríksdóttir frá Skjaldakoti á Vatnsleysuströnd. Þau reistu sér hús nálagt Hrauni og kölluðu heimilið Sunnuhvol. Börn þeirra eru sex, þrír synir og þrjár dætur, allt dug- andi fólk. Ein dóttirin er erlendis, gift í Kaupmannahöfn. Synir hans tveir eða allir eru trésmiðir eins og faðir þeirra. Jón var trésmíðameistari, en hætti þeim störfum er hann var 75 ára. Þótt Jón sé nú kominn á níræðisald- ur, er áhuginn hinn sami og áður á bindindismálinu. Bindindismaður hefur hann jafnan verið og aldrei kvikað, en alltaf reiðubúinn til þess að fylla hóp- inn, bíður þess nú enn einu sinni að sjá stúku rísa upp í Grindavík. Vilja sveit- ungar hans láta þann draum hans ræt- ast? Jón er þeim þar góð fyrirmynd. P. S. Sftúkulífið á Akureyri Stúkurnar á Akureyri birtu ávarp í blöðunum þar rétt eftir nýjárið og hétu á templara að fjölmenna á afmælisfund ,,Isafoldar“ 10. janúar. Þeir tóku vel undir það. Fundurinn var einn hinn fjöl- mennasti templarafundur, sem haldinn hefur verið á Akureyri. Sextán nýjir félagar gengu inn í stúkurnar á fundin- um. Alls voru 130 félagar mættir. Þótti fundurinn takast forkunnarvel. Skóla- nemendur hafa margir gengið í flokk með templurum á þessum vetri. Æ.t. ,,IsafoIdar“ er nú br. Jón Krist- insson og ,,Brynju“ br. Ólafur Daníels- son. — Það er hressandi að fá svona fréttir af stúkustarfinu með nýju ári. — Við vonum, að það spái góðu. Molbúasaga Síðast liðið sumar kom ritstjóri Einingar á fornar slóðir Molbúanna. Það er fallegt land. Eitt sinn þurftu Molbúarnir að grafa brunn. Þegar verkinu var lokið, vissu þeir ekkert hvað þeir ættu að gera við alla mold- ina, sem kom upp úr brunninum. Loks kom einn þeirra með snjallræði. „Við gröfum aðra holu“, sagði liann, „og látum moldina í hana“. Þetta þótti Molbúunum snjallræði, en svo varð einn þeirra mjög hugsi og sagði loks: „Já, en hvað eigum við að gera við moldina, sem kemur upp úr þeirri holu?“ -—- Nú vandaðist málið. Þá kom einn þeirra allt í einu með heilræðið, sem leysti allan vanda. „Við gröfum svo stóra holu“, sagði hann, „að við komum moldinni úr hinum báðum niður í hana“. Framför „Hvernig kunnið þið við nýju kennslu- konuna?“ spurði einhver börnin. „Hún er miklu betri en sú, sem við höfð- um áður“, svöruðu börnin, „því að, þegar við syngjum, spilar hún á hljóðfærið með aðeins einum fingri, en hin notaði báðar hendurnar“. Hembygden. Nýárssólin Oft finnum við mennirnir sárt til þess, að eiga ekkert tungumál, engin orð er lýst geti því dásamlegasta, er við sjáum og reynum. Síðasti dagur ársins 1956 var mildur og yndislegur hér um slóðir, og fyrsti dagur ársins 1957 var fagur og dýrð- legur. Veðurspáin rættist ekki. Frá glugganum í vinnuherbergi mínu sést allur Reykjanesfjallgarðurinn, aust- an frá Hengli og út til hafs. Þar er oft yndislega fögur fjallasýn. Við hana bætast svo spegilsléttir vogar með und- ursamlegri endurspeglun sólsskins eða mánaskins. Það fór saman, nýjárssólin var að renna hægt og guðdómlega upp yfir fjallgarðinn, er dómkirkjukórinn, og við öll hin, vorum að syngja: ,,/ sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín“. Slíkum stundum fá engin orð lýst. Það er aðeins hægt að njóta þeirra og þá er tilbeiðsla sálarinnar sönnust og dýpst. Að loknum söngnum hófst ræða biskups landsins, rökföst, þróttmikil og trúarstyrkjandi. Litla herbergið mitt varð að helgidómi, nýárssólin skreytti það yndislega. Andspænis glugganum er veggurinn bókahylla, frá gólfi til lofts og milli veggja. Sólin varpaði svo fögr- um ljóma á marglita kyli bókanna, að það var næstum sem fengju þær líf, og margar þeirra boða fögnuðinn mesta. — Þessi hátíðarstund hlýtur að geta enzt allt árið. Hvílík dýrð, þegar nýjárssólin hóf sig í guðdómlegri tign yfir fjallgarðinn. Allt var kyrrt og rótt, aðeins hinn guð- innblásni nýjárssöngur: Hvað boðar ný- árs blessuð sól? Já, hvað boðar hún? Það er okkur allt hulið, en það er allt í hendi hins eilífa vísdóms og kærleika, og þótt svo fari, að hún boði þjáningar og kross, samh'iða blessun Guðs, þá vitum við, að allt verður þeim til góðs, sem Guð elskar og Guð elska. I þeirri trú er létt að stíga fyrstu sporin inn í hið nýja ár, og þá verður það okkur gott og gleðilegt ár. Pétur Sigurðsson. Gjafir og greiðsla til blaðsins Hjörtur Guðmundsson, kennari, 100 kr., Sveinbjörn Jónsson, Snorrastöð- um, Hnappadalssýslu, 100 kr., Jónas V. Sigurjónss., Skeifilsstöðum, Skagaf., 50 kr., Hlöðver Hlöðversson, Björgum, Ljósavatnshr., 50 kr., Auðbergur Bene- diktsson, Eskifirði, 100 kr.,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.