Eining - 01.01.1957, Side 5

Eining - 01.01.1957, Side 5
EINING 5 Þgáningar Ungverja Mig nístir kvöl hið innra, þótt kjör mín séu góð, því krossfest hafa fávitar varnarlausa þjóð. Þótt dapurt væri áður og dimmt á mörgum stað, þá dimmdi mjög í heimi við níðingsverkið það. Arum saman kvalin og kúguð þjóðin var, og krossinn dauðaþunga á herðum sínum bar. Að vera sviftur frelsi er sárast mannlegt böl, þá seinast heldur kjósa menn dauðans bitru kvöl. Inn í bera kviku skar hlekksins harða stál, í hjarta fangans logaði vítiskvala bál. Hann vonlaus átök gerði, að brjóta fjöturs band, en bundin öll var þjóðin og kúgað fólk og land. Þar endurtók sig Júdasar argi svikakoss, á eftir grimma hervaldsins misþyrming og kross. Frá heimsins frjálsu þjóðum var hjálp ei mikil veitt, þær hímdu upp við krossinn og gerðu ekki neitt. Það heyrðist bænarandvarp og sárast kvalakvein, þó kom þar ekki neinn til að græða fangans mein. I rándýrsklónum engdi sig aðfram komin þióð, þótt allur heimur vissi, að þar rann saklaust blóð. Við áttum von á jólum með kirkjuklukkna hljóm, er kalla mundu þjóðir í Drottins helgidóm, en barnamorð sín Heródes hóf þá enn á ný, og heiminn fyllti skelfing með grimmdarverki því. I skugga slíkra gerða við höldum heilög jól. Til himins stíga bænir að Drottins náðarstól, að hjúkri nýja árið, sem heimi bráðum skín, og huggi þjóð, sem grætur nú föllnu börnin sín. 21. desember 1956. Pétur Sigurðsson. Ársþing landssambandsins Ársþing Landssambandsins gegn áfengisbölinu stóð dagana 24. og 25. nóv. sl. Þingið sátu 50 fulltrúar frá 22 félaga samböndum, en 25 félagasam- bönd eru í landssambandinu. Formað- ur þess, Magnús Jónsson, alþm., setti þingið og gerði grein fyrir störfum sambandsins á liðnu ári og því helzta, sem gerzt hafði í áfengis- og bindindis- málum þjóðarinnar á þessu tímabili. Þingið samþykkti ýmsar tillögur til varnar og útrýmingar áfengisneyzlunni, svo sem um vandað uppeldi æsku- manna, þátt heimilanna í því, og einnig skólanna, um bætt skemmtanalíf og aukna frístundavinnu unglinga, að framfylgt verði lögum um bindindis- fræðslu í skólum landsins og áfengis- lögin endurskoðuð. Drykkjumönnum verði séð fyrir hælisvist. Fagnaðarefni er það, að samtökum fjölgar og þau eflast gegn áfengisböl- inu, en eitt þykir Einingu vanta á sam- þykktir þings landssambandsins, eins og á samþykktir kvennasamtaka þjóð- arinnar, að komið sé nálægt aðalatrið- inu, það er, að fjarlægja sjálfa sjúk- dómsorsökina. Það eitt er nægilega raunhæft og líka hið eðlilegasta og skynsamlegast. Flest mein er reynt að lækna með því fyrst og fremst að fjar- lægja orsökina. Allar aðrar samþykktir eru venjulega áferðarfallegar, en iafnan skortir mjög á, að þeim sé framfylgt svo að marki verulega spor. Kosin var stjórn sambandsins til næstu tveggja ára. Fráfarandi formað- ur, Magnús Jónsson, alþingismaður skoraðist eindreg'ið undan endurkosn- ingu. Stjórnin hefur skipt með sér verk- um, og er hún þannig skipuð: Björn Magnússon, prófessor, form., Kristinn Stefánsson, Fríkirkjuprestur, varaformaður, Stefán Runólfsson, raf- virkjameistari, ritari, Axel Jónsson, sundlaugavörður, gjaldkeri, Aðalbjörg Sigurðardóttir’ frú; Guðbjartur Ólafs- son, forseti Slysavarnafélags íslands, Karl Karlsson, vatnssölumaður. Varamenn í stjórn eru: Árelíus Níelsson, sóknarprestur, Arn- heiður Jónsdóttir, kennari, Ásgeir Sig- urgeirsson, kennari,Sigurgeir Alberts- son, trésmíðameistari, Óskar Pétursson, verkstjóri. --------ooOoo-------- Haustþing Umdœmisstúku Suðurlands Var haldið sunnudaginn 25. nóvember 1956, í templarahúsinu Fríkirkjuvegur 11 í Reykjavík. Þingið var fjölmennt og ríkti mikill áhugi þingfulltrúa á því, að finna einhver ráð til úrbóta liinu ömurlega ástandi í áfengismál- um þjóðarinnar. Helztu samþykktar tillögur þingsins voru þessar: Áskorun til Alþingis um að samþykkja nú á þessu þingi ný bifreiða- og umferðarlög, er taki tillit til sjónarmiða, er fram koma í frumvarpi Skúla Guðmundssonar. Áskorun til Stórstúkunnar um að beita sér fyrir því að afnumdar verði vínveit- ingar í opinberum veizlum. Áskorun til bæjarstjórnar Reykjavíkur um að hætta áfengisveitingum í veizlum og samkomum á vegum bæjarins. Áskorun til íslenzku flugfélaganna um að hætta áfengisveitingum og áfengissölu í flugvélum sínum. Áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp Sigurvins Einarssonar um breyt- ingu á áfengislögunum. Áskorun til Ungmennafélags íslands um að taka upp aftur á stefnuskrá sína bindind- isheit. Áskorun til fræðslumálastjórnarinnar að skipa sérstakan námsstjóra til þess að skipu- leggja bindindisfræðslu í skólum og sjá um, að hún verði framkvæmd lögum samkvæmt á viðunandi hátt. --------ooOoo-----—— Bindindismálafundur í Keflavík í samstarfi við stúkuna Vík í Keflavík og skólastjóra gagnfræðaskólans á staðnum, hafði Umdæmisstúka Suðurlands kvöldvöku fyrir nemendur skólans miðvikudaginn 21. nóvember sl. Kvöldvakan fór frain í Ung- mennafélagshúsinu. Hermann Eiríksson, æðstitemplar stúk- unnar Vík, setti samkomuna, bauð gesti velkomna og lýsti tilgangi kvöldvökunnar, sem var bindindisfræðsla, samfara nokkr- um skemmtiatriðum. Ræður og ávörp fluttu: Þorsteinn J. Sigurðsson, umdæmistemplar, Sigurður Guð- mundsson, Gísli Sigurgeirsson og Páll Kolbeins. Hann var og fundarstjóri. Maríus Ólafsson las frumsamin kvæði, Sigríður Hannesdóttir söng gamanvísur, en 11 ára Reykvíkingur, Emil Th. Guðjónsson skemmti með hljómlist. Skólastjórinn, Rögnvaldur Sæmundsson, þakkaði ágæta fræðslu og skemmtiatriðin. Tilheyrendur voru um 200 ungmenni á aldrinum 12—16 ára, og lofa gestir mjög prúða framkomu þeirra og góða athygli. Þetla hefur áreiðanlega verið notalegt kvöld. Ritstjóri Einingar veit af eigin reynslu, að gott er að heimsækja skólana og spjalla við ungu kynslóðina.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.