Eining - 01.01.1957, Page 7

Eining - 01.01.1957, Page 7
EINING 7 Elzta templarahús landsins 70 ára Getur það talizt merkisviðburður, þótt samkomuhús sé 70 ára? Það fer allt eftir því, hverjir komu húsinu upp og hvernig, til hvers það var byggt og að hvaða gagni það hefur komið. Stúkan Morgunstjarnan var stofnuð í Hafnarfirði 2. ágúst 1885. Tæpu hálfu öðru ári síðar, eða 17. desember 1886, var templarahúsið í Hafnarfirði vígt, fvrsta fundarhús templara á Is- landi. Þá voru aðeins um 400 manns í Hafnarfirði. Var Morgunstjarnan svo stórhuga, að hún reisti hús, er rúmaði alla bæjarbúa. Fundarsalurinn, sem er hinn vistlegasti, sýnir sig enn í dag. Þegar byggingarnefndin hafði reiknað, hvað allur efniviður til hússins mundi kosta, reyndist það vera 900 krónur. Vinnan skyldi að mestu leyti verða sjálf- boðavinna. Peningagjafir tóku nú að berast. Tveir menn voru stórtækastir, gáfu sínar 50 kr. hvor, en það mun hafa jafngilt góðum mánaðarlaunum árið 1956. I sambandi við vígslu hússins var matarveizla, kostaði maturinn 1 krónu. Auglýst var, að þeir félagar, sem ekki hefðu ráð á að greiða þessa einu krónu, gætu fengið hana lánaða, svo ekki hafa peningaráð manna um þessar mundir verið mikil, en slíkur söfnuður gat reist sér musteri. Þegar svo stúkan Danielsher var stofnuð í Hafnarfirði, 1888 varð hún meðeigandi hússins og hafa þessar syst- urstúkur séð um allan húsbúskapinn fram á þenna dag. Um 50 ára skeið var þetta templarahús næstum einasta eða einasta samkomuhús bæjarins. Þar voru allir fundir stúknanna og þar fór fram öll önnur félagsstarfsemi þeirra, marg- þætt fræðslu- og skemmtistarf. Þar voru skemmtisamkomur bæjarbúa, pólitískir fundir, leiksýningar og yfirleitt allar samkomur bæjarmanna. Og um áratugi var hús þetta einnig fundarstaður bæj- arstjórnarinnar. Sigríður Sæland og Kristinn Magnús- son. Margt var í þessum erindum og ávörpum vel sagt, og góðu málefni rétt- látlega borið vitni. Milli ræðanna var sungið, þar á meðal ljóð eftir Stein- grím Thorsteinsson, en það var ort og sungið við vígslu hússins fyrir 70 árum, og afmælisljóð eftir Jón B. Pétursson í Hafnarfirði. Að fundi loknum var gestum boðið upp á myndarlegar veitingar, meira að segja flatbrauð og hangikét. Mun eitt- hvað hafa verið rætt undir borðum, en frá því kann undirritaður ekki að segja, sem þá var horfinn heimleiðis. Templarar í Hafnarfirði eiga góð og hugþekk minningalönd. Þeirra verk er mikið um rúm 70 ár. Á verðinum hafa þeir aldrei sofnað, en oft borið merkið hátt. 70 ára húsið þeirra vitnar um mik- ið starfsþrek og stórhug á þeim árum, er ryðja varð braut og vinna bug á margvíslegiim erfiðleikum. Vonandi kynnir unga kynslóðin sér söguna og finnur þá hvöt hjá sér til þess að verða engir ættlerar. Pétur Sigurðsson. ------—ooOoo--------- fouravav test Fjórþæftft samvizku- pról Þessi 70 ára afmælisfundur hússins, 17. des. sl., var hátíðlegur, fjölsóttur og ágætur. Salurinn fallega skreyttur og lýstur mörgum kertaljósum, og gott var þar inni að vera. Þar ríkti góður andi. Guðjón Magnússon, æðstitemplari Morgunstjörnunnar, stjórnaði fundi. Gísli Sigurgeirsson rakti nokkuð sögu hússins og voru nokkrar fundargerðir frá fyrri tímum lesnar samhliða erindi hans. Ölafur Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri, flutti minni reglunnar. Þar næst fluttu ávörp Brynleifur Tobiasson, stór- templar, Guðmundur Gissurarson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, frú Athugið meðfylgjandi mynd. Viljum við allir hafa slíkan prófstein standandi á skrifborðinu okkar? Hvað segja kaup- sýslumenn og stjórnmálamenn um þetta? Og svo við allir hinir? Fyrir 20 árum samdi ungur kaup- sýslumaður í Chicago þetta, sem ein- hver kallaði ,,hið stytzta siðalögmál, sem nokkru sinni hefur verið skráð“. Hann samdi þessar fjórar samvizku- prófsetningar fyrst og fremst handa sér sjálfum, en svo gerðist það fyrir nokkru, að 29 menn í Rótarí-klúb voru saman komnir í 15 þúsund manna bæ í Flórida, Bandaríkjunum, og ræddu þá, hvort ekki væri ástæða til að koma þessu litla plaggi á framfæri sem víðast. Þeir höfðu frétt það, að annar Rótarí-klúbb- ur hafði sent það til allra þingmanna í Flórída. Þetta þarf svo ekki að orðlengja hér. Þeir hófust handa um útbreiðslu á þessu einfalda og stutta siðalögmáli, og nú er það ýmist á skrifborðum eða skrifstofu- þiljum fjölda manna víðs vegar um heim, og minnir daglega á sig. Samvizkuspurningarnar fjórar eru þess- ar: 1. Er þetta sannleikurinn ? 2. Er þetta réttlátt gagnvart öllum hlutaðeigendum ? 3. Eflir það góðvild og vináttu ? 4. Reynist það hagkvæmt þeim, sem hlut eiga að máli. Fjöldi kaupsýslumanna, löggjafa, stjórnmálamanna og manna í margs konar öðrum mikilvægum stöðum, horf- ist nú daglega í augu við þessar rann- sakandi samvizkuspurningar víðs vegar um heim. Enginn getur sagt um það, hvernig þeim er svarað eða hve miklu góðu þær eru búnar að koma til vegar, en fyrirtæki unga mannsins, Herberts J. Taylor, í Chicago, er nú orðið tveggja milljóna dollara fyrirtæki, og hann þakkar það fyrst og fremst hollustu við þessar fjórar lífsreglur. Árið 1933 var hans litla fyrirtæki skuldugt og illa statt. Þá hugleiddi hann mjög, hvaða ráð mundu gefast bezt, varðandi viðskipta- menn, starfsmenn, hluthafa og keppi- nauta. Upp úr þeim hugleiðingum varð til þetta fjórþætta samvizkupróf, sem hefur gefizt honum vel. Herbert J. Tayl- or var varaforseti alþjóðasambands Rótarímanna árið 1945, en aðalforseti sambandsins var hann árið 1950, er það hélt 50 ára afmælishátíð sína. Kunnugt er mér um einn mann, að minnsta kosti, hér á landi, sem á þenna litla snotra hlut, sem á eru letraðar hin- ar fjórar setningar samvizkuprófsins. Maður þessi er séra Óskar J. Þorláks- son, dómkirkjuprestur. Myndin sýnir, hvernig hluturinn er gerður og ætlaður til að standa á borði, en í annari gerð mun plaggið hafa fengið einhverja út- breiðslu meðal Rótarímanna á íslandi. Væri það ekki mikið happ allra þjóða, ef allir stjórnmálamenn, þing- menn, kaupsýslumenn, ritstjórar, og svo allir hinir, vildu spyrja sjálfa sig þess- um fjórum spurningum, áður en þeir afréðu eða segðu eitt og annað: er þetta sannleikurinn? Er þetta réttlátt gagnvart öllum hlutaðeigendum? Eflir það góð- vild og vináttu? Reynist það hagkvæmt öllum, sem hlut eiga að máli? Samvizkan mundi gefa greið svör og kæmi þá til kasta drengskaparins að hlýða rödd hennar, sem er vissulega rödd Guðs í sál mannsins. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.