Eining - 01.01.1957, Qupperneq 9

Eining - 01.01.1957, Qupperneq 9
EINING 9 ^Jrin hei L ClCjsCl (j\ Þegar konungurinn ríkir með réttlæti og höfð- ingjarnir stjórna með réttvísi, þá verður hver Joeirra sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum, sem vatns- lækir í öræfum, sem skuggi af stórum hamri í vatnslausu landi. Þá eru augu hinna sjáandi eigi afturlukt og þá hlusta eyru þeirra, sem heyrandi eru; hjörtu hinna gálausu læra hyggindi og tunga hinna mállausu talar liðugt og skýrt. Þá er heimsk- inginn eigi framar kallaður göfugmenni og hinn undirförli eigi sagður veglyndur . . . Vopn hins undirförla eru skaðvænleg. Hann hugsar upp pretti, til þess að koma hinum umkomulausa á kné með lygaræðum, og það jafnvel þótt hinn fátæki sanni rétt sinn. En göfugmennið hefur göfugleg áform og stendur stöðugur í því, sem göfuglegt er. — Jesaja 32, 1—8. Hver sú þjóð, sem ætti leiðtoga, löggjafa og uppalendur, sem allir stjórnuðust af réttlæti og réttvísi, hlyti að ganga braut farsældar og fram- fara. f skjóli réttlátra leiðtoga unir hver þjóð hag sínum vel. Þá læra jafnvel hinir gálausu hyggindi. Fordæmið er máttugast til góðs og ills. Er ekki þessi ritningarkafli tímabært umhugsun- arefni ? Hvað um vopn hins undirförla, sem reyn- ir að koma hinum umkomulausu á kné með lyga- ræðum? — Bezt að hafa fá orð um þetta, lesa það oftar og ígrunda sem vandlegast. Rás viðburð- anna gefur tilefnið. samkeppni seinna hluta vetrar 1955—1956 meðal 12 ára barna í landinu, og var ritgerðarefnið: ,,Er það hyggilegt að vera bindindismaður, og hversu vegna?“ Onnuðust náms- stjórarnir samkeppni þessa, hver í sínu umdæmi. Bárust rit- gerðir frá skólum í öllum fjórðungum landsins, og mátti þátt- taka teljast allgóð, en úr Reykjavík komu svör aðeins úr ein- um skóla. — Er þetta í fyrsta skipti, sem slík samkeppni fer fram hér á landi. Enn fremur var samið kennslukver um áfengi og tóbak handa 12 ára börnum í landinu, að tilhlutun BÍK, og gaf áfengisvarnaráð það út á árinu og var sent í skól- ana síðastliðið haust. Handbók kennara um áfengi og tóbak, er út kom í árslok 1955, var dreift milli allra kennara lands- ins og áfengisvarnanefnda á árinu. Ný reglugerð um bind- indisfræðslu var staðfest af menntamálaráðherra í júlímánuði, og er vonandi, að fræðsla fari nú senn vaxandi í skólum lands- ins um áfengi og áhrif þess. Afengisvarnaráð útbýtti einnig á árinu bæklingi um áfengismál eftir dr. Ivy, prófessor í Chicago, til skólastjóra og áfengisvarnanefnda. Hafði ráðið látið þýða hann og gefa út. Enn fremur lét áfengisvarnaráð dreifa bæklingum um áfengis- og bindindis-mál meðal skipshafna á farþegaskipum og allmörgum fiskiskipum. Á árinu 1956 voru formenn allra áfengisvarnanefnda skip- aðir til næstu fjögurra ára. Var það mikið verk fyrir áfengis- varnaráð að kynna sér málin, áður en það sendi meðmæli með formönnum til ráðherra. Bindindisfélag ökumanna (BFÖ) gekkst fyrir góðakstri í Reykjavík síðastliðið sumar við góðan orðstír og hafði glugga- sýningu í Reykjavík á myndum, er sýna áhrif áfengis í umferð- inni. Félagið stofnaði nokkrar deildir í bæjum og þorpum út um land, og fjölgaði félagsmönnum að verulegum mun á árinu. Samband bindindisfélaga í skólum hélt þing sitt seint í nóvembermánuði. Rit gegn tóbaksnautn var samið að tilhlut- un þess og sent í skólana, en áfengisvarnaráð gaf það út. Einnig gaf Sambandið út blað snemma á árinu til útbýtingar meðal félagsmanna sinna. Landssambandið gegn áfengisbölinu gaf út ávarp til þjóð- arinnar á árinu, og var það stjórn sambandsins og fulltrúa- ráð, sem að því stóðu. Vakti það mikla athygli og birtist í öllum blöðum landsins. Þrjú félagasambönd bættust við á árinu, svo að nú eru alls 25 landsfélög í Sambandinu. Það sendi erindreka til Skagafjarðar í haust, og ferðaðist hann milli þeirra félaga þar, sem aðild eiga að Landssambandinu. Tókst erindrekanum að stofna til bandalags milli þeirra, og kaus það héraðsnefnd, sem á að tryggja félaga- og samkvæm- ismenningu í héraðinu, í samvinnu við Félag áfengisvarna- nefnda. Hefur Landssambandið í hyggju að stofna til fleiri samtaka í landinu á nýbyrjuðu ári. — Sambandið hélt þing sitt í Reykjavík 24. og 25. nóvember og samþykkti margar tillögur í anda bindindishreyfingarinnar. — Skorað var á fræðslumálastjórnina að skipa sérstakan námsstjóra, er hafi það hlutverk að skipuleggja bindindisfræðslu í skólum og sjá um, að hún verði framkvæmd á viðunandi hátt. Þá lýsti þing- ið yfir þeim vilja sínum, að afnumdar yrði áfengisveitingar í opinberum veizlum. — Meðal ályktana þingsins var sú, að tímabært þætti að taka núgildandi áfengislöggjöf og fram- kvæmd hennar til endurskoðunar með hliðsjón af fenginni reynslu, og fal þingið stjórn sinni að hefja þá endurskoðun í samvinnu við áfengisvarnaráð. — Þess má geta, að Lands- sambandið hélt fund á árinu með fulltrúaráðinu, auk stjórn- arfunda, og greiddi með mörgu móti fyrir auknum skilningi á bindindismálinu meðal aðildardeilda sinna. Meira var ritað í íslenzk blöð á árinu en nokkru sinni fyrr um bindindis- og áfengismál. Frá 1. okt. 1955 til jafnlengdar 1956 voru ritaðar 654 greinar, en árið þar á undan voru þær alls 471. — Það er því ekki hægt að segja, að þessi mál séu þöguð í hel. Um þau er rætt manna meðal af miklum áhuga og ritað frá mörgum hliðum. Ber þessi mál hátt í þjóð- lífinu, og verður því eigi neitað, að æ fleiri viðurkenna rétt- mæti bindindis, sjá betur og betur, hvílíka mæðu og myrkur áfengið leiðir yfir þjóðirnar. Er næsta mikilsvert að fá ein- dregna viðurkenningu góðra og greindra manna í samræmi við kenningar bindindismanna. Það er fyrsta sporið í rétta átt. Þar næst er að láta viðurkenninguna gilda sem lífsreglu fyrir sjálfan sig. — Samvinna íslenzku bindindishreyfingarinnar við samherj- ana erlendis var óvenju mikil á liðnu ári. Fjórtán íslendingar mættu á norræna bindindisþinginu í Árósum, þar af tíu full- trúar frá sérstökum félögum og ríkisstjórninni. Svíar buðu heim stórgæzlumanni unglingastarfs til hátíðahalda í sam- bandi við afmæli sænsku unglingareglunnar, og var kona hans í för með honum. Fulltrúi mætti einnig frá Landssam- bandinu á þingi landssambands sænskra bindindismanna í aprílmánuði. Bindindisfélag ökumanna í Svíþjóð bauð Bind- indisfélagi ökumanna hér að senda fulltrúa á afmælishátíð félagsins í Stokkhólmi, og þá félag vort boðið. Loks mætti fulltrúi héðan á alþjóðabindindisþinginu í Istanbul í síðast- liðnum september. Flutti hann þar erindi um, hvernig löggjöf gæti komið í veg fyrir áfengisböl. Einnig flutti fulltrúi ríkis- stjórnarinnar á þinginu í Árósum erindi þar um áfengislög- gjöf, með sérstöku tilliti til Islands. A-A samtökin í Reykjavík héldu áfram starfsemi sinni á árinu og Bláa bandið. Síðastliðið haust, er liðið var ár frá stofnun drykkjumannaheimilisins (Blá bandsins) í Flóka- götu, gaf stjórn þess út yfirlit um árangurinn, og taldi hún hann allgóðan. Samvinna milli áfengisvarnaráðs og Stórstúku íslands var hin bezta á árinu, og yfirleitt má segja, að það taki til allra

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.