Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 12

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 12
12 EINING XXI. 'inn dag snemma, áður en birta tók, vaknaði Hrafn- hildur við það, að Pétur var að vekja Hákon. Hann sagðist ætla í kaupstaðinn að ná í ýmislegt, er heimilið vanhagaði um. Hákon litli flýtti sér í fötin, en Hrafnhildur fór ofan til þess að hita þeim morg- undrykk og hafa það til er með þurfti til fararinnar. Þegar hún kom út, leizt henni illa á veðrið. Henni þótti þjóta svo leiðinlega í fjöllunum og skuggalegt vera yfir að líta. Hún gekk því til manns síns og spurði hann, hvort ekki mætti fresta þessari för. Hann brást önugur við og taldi sig ekki þurfa að sækja vit til hennar varðandi veður, þótt hann þyrfti að bregða sér bæjarleið. Fleira fór þeim ekki á milli, en hún bjó þá til fararinnar og þeir lögðu af stað, er birta tók. Veður var dágott fram eftir degi, en um miðdagsleytið tóku að skella á skarpir byljir og rauk þá hér og þar á firðinum, og innan stundar var allur fjörðurinn orðinn hvítur sem mjöll. Henni varð nú ekki rótt, en Gísli í Gerði, sem kominn var þessa stundina að Hrauni, hughreysti hana og taldi enga hættu á, að þeir hefðu verið lagðir af stað aftur heimleiðis, því að það hvessti alltaf miklu fljótar hinum megin fjarðarins, þegar vindstaðan væri þessi, og það væri þá nýtt, ef hann hefði verið búinn að afljúka er- indum sínum í kaupstaðnum svo fljótt. Hann sagði og, að Pétur þekkti allt of vel, hvernig væri að komast hérna inn á milli oddanna í þessu veðri, til þess að hann hefði lagt af stað. Hrafnhildur gat samt með engu mó'ti hrundið kvíðanum frá sér. Hún fór ekki frá glugganum, en horfði stöðugt út á sjóinn. Allt í einu kallaði hún upp yfir sig: Gísli, Gísli, svo sannarlega held ég að það sé bátur þarna yfir á firðinum". Gísli gekk að glugganum, en gat ekki komið auga á neinn bát, enda rauk þá mjög. ,,Sko, þarna", sagði Hrafnhildur með ákefð", og nú virtist Gísla hann sjá einhvern dökkan depil því sem næst á miðjum firðinum. Og depillinn færðist nær og nær. Stundum lyftist hann hátt, en hvarf þess á milli niður í öldudalina. Hrafnhildur var yfir sig komin af hræðslu. Gísli reyndi að sansa hana og sagði, að hún gæti óhrædd treyst Pétri sem sjómanni. Þegar hann kæmi nær og sæi, hvernig hér væri, mundi hann hverfa frá. Hinum megin fjarð- arins væri vík, sem ágætt væri að lenda í. Gísli trúði reynd- ar ekki sjálfum sér. Hann vissi, að Pétur var hinn mesti gapi á sjó, er hann var undir áhrifum áfengis. Báturinn nálgaðist nú óðum. Gísli hugsaði: ef hann leggur á sundið, þá drepur hann sig. Hann sagðist ætla að ganga niður að sjónum, því að þaðan sæist betur til ferða þeirra og gæti hann þá ef til vill orðið að liði, ef þeir skyldu lenda. Hrafnhildur starði á bátinn, sem nálgaðist óðum. Allt í einu hljóðaði hún upp yfir sig: ,,0, Guð minn, Guð minn, þeir leggja á sundið. Hún gekk frá glugganum, lokaði aug- unum, stóð niðurlút og hreyfingarlaus, náföl í hljóðri bæn. Börnin horfðu undrandi á mömmu sína. Þau gengu út að glugganum, og fyrr en varði sagði Pétur litli: ,,hæ, nú var gott að Gísli var fljótur á sér, annars hefði pabbi stungist beint á höfuðið í sjóinn. Hrafnhildur sneri sér við og sá að þeir voru lentir. Þeir stóðu þar báðir, Pétur og Hákon, á klöppinni hjá Gísla. Hún tók börnin hvert af öðru og kyssti þau, rétt eins og það væri þeim að þakka, að svo vel hafði farið. Svo hljóp hún út á móti þeim, tók Hákon litla í fang sér og kastaði sér um háls- inn á Pétri, þótt hann væri alklæddur rennvotum sjóklæðum. Þegar Gísli kom heim og fór að segja konu sinni fréttirnar, var það tvennt, sem hann undraðist mest: hve Pétur gat hald- ið vel um stýrið á bátnum, og hve Hrafnhildur gat verið hon- um góð, hvernig svo sem hann breytti við hana. Kona hans brosti og sagði: ,,Já, þú hefur löngum dáðst mjög að Hrafnhildi, og líklega værir þú fyrir löngu hlaupinn til hennar, ef þú værir eins ástheitur og á fyrri árum þínum". ,,Það hefði nú komið að litlu haldi", svaraði Gísli glaðlega. „Hrafnhildur getur ekki elskað neinn, nema sinn eina Pétur, og það er ekki svo hætt við, Þóra mín, að þú missir út í veður og vind þann, sem þú hefur eitt sinn tekið að þér". Það hafði ávallt farið vel á með hjónunum í Gerði, og það ekkert síður, þótt ungarnir væru nú allir flognir úr hreiðrinu og þau bæði tekin að eldast. Þeim feðgunum á Hrauni varð ekkert meint af ferðalaginu. Pétur færði ekki stórt í búið, en vínföng hafði hann þeim mun meiri meðferðis, og dögum saman eftir heimkomuna vissi hann varla sitt rjúkandi ráð, en er loksins rann af hon- um, reið hann af stað að heiman á Sokka, sem var nú að verða illa fær til ferðalaga. Hrafnhildur settist þá niður að skrifa Jóni bróður sínum. Hún bað hann að taka Hákon litla, hann væri gott barn og vel gefinn, en ætti hann að alast upp framvegis á Hrauni, eins og heimilisástæðurnar þar væru, yrði hann víst aldrei að manni. Það er nú einu sinni svo hjá okkur í sveitinni, að vinnan verður að ganga fyrir öllu, reynd- ar hlífum við málleysingjunum fram að vissum aldri, til þess að þeir geti orðið nýtar skeppnur, en hið sama gildir ekki um afkvæmi okkar. Ég bið þig fyrir Hákon litla, því ég veit, að hér verður kröftum hans misboðið og menntun fær hann enga. Ef þú getur gert þetta fyrir mig, vil ég biðja þig að færa það í tal við manninn minn, þegar hann kemur suður í vor, en láta mín ekki getið. Svo vona ég að fá svar frá þér hið fyrsta. Manstu, Noni minn, hve oft við sungum og töluðum, er við vorum ung, um sveitasælu og sveitafrið. Ég efa heldur ekki, að allt þetta: fegurð, sæla og friður sé finnanlegt á milli fjall- anna okkar, en ég er hrædd um, að þeir sem í sveitinni búa, verði þessa oft lítt varir. Að matast, sofa og vinna, að vinna, sofa og borða er hið sama alla sex daga vikunnar, og sjöunda daginn reyna þeir, sem þess eiga kost, að hvíla sín Iúnu bein, hafa blátt áfram ekki sinnu á öðru, eru of þreyttir til að njóta fegurðar og sælunnar, þótt hún sé í boði". Það féllu nokkur tár niður á bréfið. Hrafnhildur flýtti sér að slá botninn í það og kveðja. Með næstu póstferð fékk hún svar frá bróður sínum. Hann kvaðst taka á móti Hákoni með mestu ánægju, hvenær sem væri, en helzt vildi hann, að hún kæmi sjálf með öll bömin, ættingjar hennar hefðu næg efni til þess að greiða fram úr öllu fyrir hana. Það væri mikill ábyrgðarhluti fyrir hana, að halda áfram að vera á Hrauni undir núverandi kringumstæð- um þar. Hún sat lengi með opið bréf bróður síns á hnjánum. Hún átti í sálarstríði. Hún hafði lofað Pétri því fyrr á árum, að fara aldrei á bak við hann með nein sameiginleg vandamál, en nú hlaut hún að gera þetta. Pétur mundi aldrei samþykkja að Hákon færi suður, ef hann kæmist að því, að hún ætti þar upptökin. Velferð drengsins varð að ganga fyrir öllu öðru. Heima fyrir vendist hann alls konar ófögnuði og hlífðarlaus- um þrældómi. Hún yrði því að þeygja. Eins og nú væri ástatt fyrir henni, væri hún heldur ekki til stórra átaka. Áður hefði það jafnan verið svo, er hún átti von á hinum börnunum sín- um, að hún fylltist fögnuði, en þá hefði hún enn átt trú á framtíðina, framtíð heimilisins og á hið fagra og góða, og einnig mátt sinn til að hlúa að því og færa ýmislegt til betri vegar, en nú var þetta lífsfjör þrotið, eða svo fannst henni þessa stundina. Var það ekki blóðugt misskunnarleysi að setja enn eina saklausa sál í heiminn, eins og hann blasti nú við henni. Hún grúfði andlit sitt í hendur sér og grét beisklega.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.