Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 13

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 13
EINING 13 Þrœlar þurfa ekki leiðtoga Prófessor Kotschnig skrifar langt mál um skipulag skólamála í Bandaríkjunum og fer ekkert dult með galla þess. Árið 1900 voru þar 519251 nemandi í 6005 gagnfræðaskól- um. 1938 voru 7,420,702 nemendur í 24,259 gagnfræðaskólum, en í menntaskólum hafði nemendafjöldinn aukizt úr 168,000 árið 1900 í 1,350,905 árið 1937—8. Vöxturinn á þessu sviði hefur verið mik- ill, en það eru engan veginn gáfuðustu ungl- ingarnir, sem njóta þessarar skólamenntun- ar, börn fátæklinganna hafa orðið mjög út- undan. Þetta, segir próf. Kotschnig að loki mörgum manninum leiðina til framgangs og frama, þar sem menntun sé nú almennt orðin skilyrði fyrir slíku. En ekki er skóla- gangan einhlýt. Allt veltur á því, hvernig skólarnir eru, og hverjir stunda þar nám. í Penssylvaníu kom það í ljós, að af 4000 menntaskólanemendum, sem prófaðir voru í gagnfræðum, að loknu stúdentsprófi, voru 1000 ver að sér, en meðaltal þeirra ungl- inga, sem ekkert menntaskólanám höfðu stundað, og 3000 unglingar, sem ekki stund- uðu menntaskólanám báru til muna af þess- um 4000 menntaskólanemendum. Aðeins 10% af menntaskólanemendum í landinu voru frá fjölskyldum, sem hafa 1500 doll- ara árstekjur og minna. Fjárhagsspursmálið er allavega mikil- vægt. New York ríkið þarf ekki að verja nema 25% af tekjuskatti sínum til uppeld- ismála og getur þó lagt fram því er svarar 92 dollurum árlega á hvert barn. En Missis- sippi ríkið ver 79% af tekjuskattinum til uppeldismála, en samt verður það ekki nema 25 dollarar á hvert barn. Þetta hefur þær afleiðingar, að í fátækustu ríkjunum, eins og t.d. sumum suðurríkjanna, er mikili fjöldi manna ekki læs eða skrifandi, og þar elst alltaf upp mikill fjöldi slíkra unglinga. Þar er viðhaldið fátækt og menntunarleysi, og svo dreifist allt að því 40% þessa æsku- lýðs víðs vegar um önnur ríki landsins til mikilla óheilla fyrir atvinnu og félagslíf. í sambandi við þetta, bendir próf. Kotschnig á, að tími sé kominn til, að gefa æsku lands- ins jöfn skilyrði til menntunar, svo að slíkt verði að veruleika, en ekki aðeins falleg kenning, (bls.238). Með slíkum endurbótum yrði það ekki aðeins börn hinna betur stæðu manna, sem fengju tækifærin, heldur og gáfuð börn fá- tæklinganna. Gallar hins ríkjandi fyrir- komulags, segir próf. Kotschnig, hafa orð- ið augljósari með hverju árinu, þótt enn gangi um meðal manna nokkrir hugaróra- menn, hinir svo nefndu behavioristar (þeir sem trúa takmarkalaust á umhverfið), „sem ásamt Helvetíusi og öðrum skoðana- bræðrum hans trúa á kraftaverk uppeldis og umhverfis og að það eitt muni framleiða fullkomna menn í fullkomnum heimi. En sem betur fer, vegna æskulýðs Ameríku, eru þessir í minn hluta.“ Höfundur þessarar ágætu bókar, sem hér er sagt frá, er þeirrar skoðunar, að aðeins NiSurlag. sönn menntun, markviss göfgandi, geti tryggt frjálsu stjórnskipulagi tilveru og unnið bug á villimennsku styrjaldanna. Hann segir: „Stríð er heimskulegt, glæp- samlegt og dýrslegt, það er versta leiðin, þó stundum óhjákvæmileg eins og heiini nú er háttað, til þess að leysa alþjóðavandamál. Skólarnir brugðust gersamlega í því að benda uppvaxandi kynslóðum á eitthvað betra, að skapa bæði næman skilning og að- ferð til þess að koma til vegar betra fyrir- komulagi . . . Skólarnir brugðust því, að gefa kynslóðinni eitthvað í stað styrjald- anna, að vekja hana til meðvitundar um skyldur hennar og tækifæri, kveikja hjá henni þann áhuga og sannfæringarkraft, sem vakið gæti til starfa hið bezta fari hennar . . . En hér með er ekki allt sagt. Ræturnar að því losi og hirðuleysi, sem ríkt hefur meðal yngri kynslóðarinar, ná dýpra. Hún saug næringu sína úr þeirri upplausn og fullkomnum skorti, sem ríkti í landinu, á gildismati verðmæta, og gerði skólana óhæfa til þess að marka nokkuð ákveðna og skýra stefnu. Þannig urðu skólarnir jafnvel til þess að ve'ikja og eyðileggja hæfileika ungu kynslóðarinnar til þess að geta metið rétt gildi þess, sem velja skal, og skildu hana eftir berstrípaða í heimi rándýrsins, í stað þess að skapa mann í mynd einhverrar fastmótaðrar hugmyndar um siðmenntaðann mann. Þrátt fyrir allar þær breýtingar, sem orðið hafa í skólamálum Englendinga á síð- ari áratugum, hafa þeir þó aldrei misst sjónar á því menningaráformi, sem alltaf hefur gefið nægilegt rúm arfteknum kristi- legum menningarverðmætum, með öllum þeirra áhrifum á siðferði og hegðun manna í félagslífinu. Frakkar hafa ríghaldið í hug- myndina um culture générale — almenna menntun, sem verða skyldi hvers einstaks manns fyrir hugsun og hlutdeild hans í hinum gríska og rómverska menningararfi. Bandaríkin hafa ekki neina slíka heildar- fyrirmynd. Trúarlífið er ekki lengur hið ráðandi afl. Trúfræðsla er ekki aðeins bönnuð í allflestum skólum í Ameríku, heldur amast og hinir „upplýstu" við hverri smávægilegustu skírskotun til trúmálanna. Til þess að gefa skólamennt- uninni eitthvert innihald, grúskum við í hinni ógrynnis framleiðslu annarsflokks rithöfunda, en höfum ekki dug til að kynna okkur fjallræðuna. Ekki hefur heldur heimsspekin tekið að sér hlutverk trúarinnar að þroska með mönnum ákveðið gildismat. Sökin er að nokkru leyti hjá heimsspekingnum sjálfum. Allt of margir þeirra hafa gefið sig á vald þeirri eyðileggjandi afstæðisskoðun, sem engan greinarmun gerir á illu og góðu, sönnu og ósönnu. Þeir geta því aðeins látið námsmönnum og verðandi kennurum í té eins konar truflandi hugsana- og hug- myndagraut, án þess að gera nokkra veru- lega tilraun til þess að meta og aðgreina hugarburð og haldgóð sannindi. Eða þá að þeir hafa hafnað í fánýtri fræðimennsku, sem setur hið stundlega ofar hinu vai'an- lega og gerir sér að góðu músarholuútsýn í staðinn fyrir langmiða yfirsýn, og er þá slíkt aðeins önnur hlið orsaka- og afstæðis sjónarmiðsins. Þar sem þannig hefur ekki verið að ræða um neinn augljósan tilgang mannlegrar til- veru, að fráteknu hinu stundlega athafna- lífi, sem auðveldlega ruglar saman gjald- miðli og verðmætum, hefur öll áherzlan ver- ið lögð á aðferðina en ekki tilganginn — leiðir enn ekki markmið. Þetta furðulega fyrirbæri hefur orðið sérlega skaðlegt á sviði uppeldismálanna og gert kennarana öllu fremur iðnaðarmenn en uppalara.“ Hér bætir höfundur við þeirri athuga- semd, að þessir kennarar, konur og karlar, séu að jafnaði mjög vel að sér í öllum grein- um uppeldisfræðinnar, þeim verði starsýnt á hina meðfæddu mannkosti barnsins, sem eigi að fá að þroskast sem mest án allra tálmana, en hafi þó lagt áherzluna fremur á hið neikvæða en jákvæða, að losa nem- andann við ónauðsynlegar hömlur, og hreinsað þannig allverulega til, án þess að gefa nemandanum nokkra ákveðna stefnu í mannfélaginu . . . Sá skilningur hefur verið barinn svo inn í okkur, að við ættum að hafa opinn hug fyrir öllu og engu, að það hefur lamað hæfileika okkar til að taka skýra afstöðu . . . Það er því engin furða, þótt æsku- menn Ameríku legðu dálítið hikandi út í herferð til bjargar siðmenningunni, sið- menningu, sem þeir sáu ekki hættu búna, og verra en það, skildu ekki í hverju var fólgin. Og ókunnugir sinni eigin sál, gerðu þeir sér ekki grein fyrir ægivaldi sálar- styrkleiks annarra þjóða. En þetta er nú óðum að breytast. Edward R. Murrow, vel þekktur útvarpsfyrirlesari í Ameríku, sagði nokkrum mánuðum fyrir árásina á Pearl Harbor, að vel gæti farið svo enn þá, að Japanar frelsuðu sál Ameríku manna.“ Stundum þarf að hnippa rækilega í menn til þess að þeir vakni. Prófessor Kotschnig fer ekki dult með það, að hann telur mjög velta á því, bæði um friðinn í heiminum og sambúð þjóða, einnig sigursæld þeirra í hernaði, hvernig uppeldismálum þeirra er skipað. Hann telur vafalaust sigursæld þýzka hersins því að þakka, meðal annars, hvers konar uppeldi Hitlersæskan hafði fengið. Um Rússa segir hann þetta: „Vera má að menn geri sér ekki fylli- lega ljóst, að hinn geysimikli viðnámsþrótt- ur rússneska hersins er óskiljanlegur nema með hliðsjón af uppeldislegum afrekum Rússa síðustu 20 árin. Menn geta líka efað, að skólamenntum Frakka hafi mistekizt að skapa þjóðareiningu, þá stefnufestu og snerpu, sem þurft hefði til að afstýra falli Frakklands. Sömuleiðis getur mönnum gleymst, að gefa uppeldismálum Englend- inga heiðurinn fyrir viðnámsþrótt þeirra og samheldni . . . Og síðast en ekki sízt geta menn lokað augunum fyrir því, að veilan í uppeldismálum Ameríku manna hafi átt sinn drjúga þátt í því, að þeir ekki aðeins brugðust friðnum milli heimsstyrjaldanna, heldur urðu líka að standa andspænis hinni síðari, óviðbúnir, bæði efnalega og siðferði- lega."

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.