Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 14

Eining - 01.01.1957, Blaðsíða 14
14 EININ G Samkvæmt yfirliti Prófessors Kotschnigs virðist það augljóst, að uppeldismál ýmissa þjóða, og ekki sízt sumra hinna voldugustu, hafi lent í tvenns konar ógöngum. Annars vegar er fullkomið stefnuleysi, þar sem ekki er að tala um neitt fast ákveðið markmið, eða jafnvel mælikvarða fyrir breytni, og hins vegar logheitar öfgastefnur, sem telja allar leiðir leyfilegar að vissu marki, sem þó er ekki í samræmi við hina fegurstu hugsjón menningarinnar. Þar er uppeldið fyrst og fremst ekki til að gera menn fróða og góða, vel upplýsta og menntaða menn, heldur handhæg verkfæri til vissra fram- kvæmda með aðeins eitt fyrir auga. „Þá,“ segir próf. Kotschnig, „er það mikið æski- legra, að menn séu ólæsir, en að þeim sé breytt í múg logheitra og hálfmenntaðra manna, sem stöðugt ógna ró og reglu í mannfélaginu, sökum áhrifanæmi þeirra og hins sameiginlega ofsa.“ Hann gerir allýtarlegan samanburð á stefnuleysi Ameríku manna, fyrir stríðið, og járnaga uppeldismálanna, sem mótaði æskulýðinn í Þýzkalandi. Þegar svo próf, Kotschnig tekur að ræða, hvað gera þurfi, segir hann: í Uppeldið og vandamálin. „Það verður því augljóst, af öllu því, sem gerzt hefur undanfarið, að uppeldið og skólamenntunin á sinn drjúga þátt í hörm- ungarástandi heimsins . . . Það sem fyrst og fremst þarf að gera, er að bjarga frá fullkominni útrýmingu af völdum eyðileggj- andi afstæðisskoðana, sem ranglega kallast vísindi, þeim hugsjónum og lífsreglum, sem hafa sýnt og sannað á öllum öldum mátt sinn til menningarsköpunar. í sinni einföld- ustu mynd eru þessar lífsreglur fyrst og fremst þær, að einstaklings frelsi sé nauð- synlegt siðmenntuðu mannfélagi og máttur siðmenningarinnar sé þar mestur, sem ein- staklingarnir skilja slíka ábyrgð sína gagn- vart heildinni. Þetta er lífæð vestrænnar siðmenningar. Hinir miklu heimspekingar, allt frá dögum Aristótels til Kants, héldu á lofti ágæti einstaklingsins og rétti hans til frjálsræðis, en viðurkenndu umfram það hollustu einstaklingsins gagnvart heild- inni, sem eigi að varðveita menningararf kynslóðanna og vernda einstaklingsréttinn. Höfundar austrænnar trúarstefnu, allt frá dögum spámanna Gyðinga til daga Krists, og svo síðar siðbótarmennirnir, svo sem Calvin og Knox — þótt stundum skorti þar umburðarlyndi — lögðu samt trúarlegan grundvöll fyrir þessa tvíþættu hugsjón: hver einasti maður var barn Guðs, rétthár að vissu marki, og þar af leiðandi, allir sem Guðs börn, ábyrgir hver fyrir öðr- um . . . Þótt ekki sé hægt að tala um neina full- komnun, er þó augljóst, að hvar sem þessi hugsjón hefur haldið velli, þar hefur mann- bætandi siðmenning dafnað og blómgast. . . Listir og vísindi þróuðust vel í þjóðveldi Aþenuborgar,, en Sparta með harðstjórn sinni fæddi ekki af sér einn einasta mikinn listamann né framúrskarandi heimspeking á 900 árum. Á þeim tíma er lög Rómverja vernduðu og viðurkenndu einstaklingsrétt- inn, blómgaðist hjá þeim þróttmikil sið- menning. Og þannig hefur það jafnan ver- ið. Þýzkaland framleiddi sín mestu skáld og hugsuði einmitt á tímum þeirrar póli- tísku ólgu, sem miðaði að sem mestu frjáls- ræði.“ Flestum mun vera það kunnugt, að gegn kúgun einræðisherranna, svo sem Hitlers, stóðu fastast menn, sem byggðu lífsskoðun sína á þeirri kristilegu trú, sem metur gildi einstaklingsins mikils og hann verðugan mikils frjálsræðis, einnig nokkrir gagn- menntaðir vísindamenn. „Framhaldsskóla- kennarar," segir Kotschnig, „voru með þeim allra fyrstu til að gleypa lífsskoðun Hitlers, öngul, sökku og færi. Menntun þeirra hafði gert þá að bókmenntalegum iðnaðarmönnum, og engu meira.“ Það er öll slík hálfmenntun, sem er svik- ull og lélegur grundvöllur undir því þjóð- skipulagi, sem byggist á viturlegri iöggjöf og menningarþroska þegnanna, en ekki á harðstjórn einræðisherrans. Þá vitnar prófessorinn í The Times Edu- cational Supplement, 11. apríl 1942, sem segir, að „engar smáskammta aðgerðir dugi nú til þess að bæta úr þörf heimsins, held- ur verði að fara fram strax og hiklaust róttæk endurskipun uppeldismálakerfisins, hvað sem það svo kosti af peningum og erfiði.“ Ennfremur er vitnað í rit, Tlie Future in Education, eftir sir Richard Livingstone, sem hefur mál sitt á þessari spurningu: „Hví erum við ómenntuð (uneducated) þjóð, og hvernig getum við orðið menntuð og upplýst þjóð ?“ „Hann harmar það,“ segir Kotschnig, „að mestur hluti ensku þjóðarinnar komizt aldrei fram úr fyrstu sporunum á braut þekkingarinnar. Á máli, sem sæmir hin- um lærðustu skólamönnum, lýsir hann fá- fræði manna í sögu, bókmenntum, við- skiptamálum, og öllu, er lúti að stjórnmál- um. Hann er ekki mótfallin því að hækka skólaskyldualdur til 18 ára, ef ekki sé stund- að aðeins bóklegt nám, heldur einnig hag- nýtt, verklegt. En þrátt fyrir það, efast hann um, að Englendingar geti á þennan hátt orðið menntuð þjóð. Hin mikilvægasta lífsreynsla fellur mönnum ekki í skaut und- ir 18 ára aldri.“ Hér kemur að setningu, sem vert er að nema staðar við. Mönnum er að verða það Ijósara með hverjum deginum, að það er ekki aðeins börn og æskumenn, sem þurfa að stunda nám, heldur og fullorðið fólk, á einhvern hátt, og að jafnvel það hafi náms- ins mest not, sökum vaxandi lífsreynslu. Einu sinni var kirkjan að nokkru leyti framhaldsskóli flestra fullorðinna manna. Þar hlýddi það seint og snemma á áminn- ingar, heilræði og siðaboð, hvað svo sem sagt verður um ræðumennsku prestanna. Nú er þessu ekki lengur þannig farið, og hvað hefur svo tekið við? Bókstaflega ekk- ert, nema það, sem peningagræðgi býður mönnum, svo sem æsandi kvikmyndir, sög- ur og skemmtanir og alls konar nautnir. Getur sálarþroski manna og menning dafn- að í slíku? Ekki sá þi-oski, sem er hald- góður grundvöllur undir lýðtfrjálst þjóð- skipulag. „Sál Ameríku er að vakna,“ segir Kotsc- hnig, „og seilist nú margur í hinar hald- góðu lífsreglur, sem gálaus kynslóð varp- aði frá sér. En þetta er aðeins byrjun. Margir skvampa enn í grunnum vötnum og halda sig vera að leggja taum við hafið sjálft.“ Áiengismál erlendis Það er vandfarið með frelsið. Svíar hafa fengið frelsi í áfengismálum, og þeir hafa sannarlega notað það, og not- að það sér til stórskammar og skaða. Eigi þjóðir að geta búið við fullkomið frelsi í einu og öðru, verða þær að eiga til þá kjölfestu, er siðgæðisþroski veitir, já, mikill siðgæðisþroski, en nú lifum við á tímum lausungar, vellystinga og heimtufrekju, en lítillar sjálfsafneitunar. Slík kynslóð þolir illa lausan tauminn. Ölvun við akstur bannfœrist Uppi eru nú ráðagerðir hjá kaþólsku kirkjunni um það, hvað gera skuli til varnar glannahætti og ölvun við akstur. Talað er um að bannfæra hina seku, setja þá af sakramentunum og banna þeim kirkjusókn. Þeir, sem slíka refs- ingu eiga að verðskulda, eru fyrst og fremst þeir, sem eru ölvaðir við akstur eða aka án ökuskírteinis. Austurlandaþjóðir róttœkar Indland og Pakistan vinna að því að koma á algeru áfengisbanni. Ceylon hefur útilokað alla áfengisneyzlu og áfengisveitingar í sambandi við veizlur og alla þjónustu hins opinbera. Augljóst er, að þessar þjóðir skilja, hvílíkt þjóð- armein áfengisneyzlan er, og hyggjast því að beita róttækum aðgerðum. íþróttir og ófengisneyzla I Noregi er til stofnun sem heitir Statens Ungdoms- og Idrettskontor. Það er eiginlega æskulýðs- og íþrótta- ráð ríkisins. Skrifstofustjórinn þar Rolf Hofmo, átaldi harðlega þá óþarfa eyðslu á fé íþróttastarfseminnar, sem áfengis- veitingar hefðu í för með sér í sam- kvæmum félaganna. Hann sagði, að áfengisveitingarnar í þessum veizlum íþróttamanna væru ,,skandale“. ,,Það verður að binda endi á þessa háðung áfengisveitinganna — „alkoholterror- en“ — í þessum samkvæmum“, sagði hann. „Þúsundir ungra kvenna og karla venjast áfengisneyzlunni í þessum sam- kvæmum íþróttamanna“. Skrifstofustjórinn nefnir svo eina veizlu árið 1954. Veizlugestir voru 500 og kostnaðurinn var 30 þúsundir noskra króna. Hann segir, að leiðtogar íþrótta- starfseminnar kvarti um peningaskort, en svo sé fénu varið á svo óviðeigandi hátt. Upplýsingar þessar gaf skrifstofu- Hér skal nú láta numið staðar og ekki fleira tínt til úr þessari merkilegu og ágætu bók, þótt þar sé af miklu að taka. En hún er mikið og gott íhugunarefni öllum, sem eitthvað láta sig skipta uppeldi og menn- ingu þjóða, og velfarnað manna yfirleitt. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.