Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 1

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 1
15. árg. Reykjavík - Marz - 1957 3. tbl. Alþjóðahtiidinclisþiiigið í Istan hul Frásögn stórtemplars, IV. Á stjórnarárum Méndes Frances í Frakklandi 1954 var sett nefnd til þess að rannsaka áfengisbölið meðal þjóðar- innar og gefa skýrslu um það. Fram- kvæmdarstjóri nefndarinnar heitir Alain Barjot, og í nefndinni með honum eiga sæti læknar, prófessorar, þingmenn, iðjuhöldar og verkamannaleiðtogar. Barjot flutti erindi á þinginu í Istanbul um ástandið í Frakklandi. Það voru hryllilegar tölur, sem hann skýrði frá: Árið 1954 dóu 18000 manna í landinu af áfengissýki (alkoholisme), en í ófriðnum, þegar veruleg takmörkun var á sölu og veitingum áfengra drykkja, voru fórnarlömbin ekki nema 3—4000 á ári. Þannig verkuðu hömlurnar. — Áfengissýkin í Frakklandi gerir út af við helmingi fleiri nú en umferðaslysin þar og er skæðari en berklaveikin. Rannsóknir áfengismálanefndarinnar frönsku eiga að greiða götu nýrra ráð- stafana gegn áfengisvandamálinu. Nefndin leitar samvinnu meðal margra aðilja um áhrifamikla fræðslustarfsemi meðal þjóðarinnar. Hefir nefndin mikið fé til umráða í þessu skyni. Nær því fimm sinnum fleiri dóu af lifrarveiki í Frakklandi 1955 en 1946 og fjórtán sinnum fleiri voru settir á geðveikrahæli vegna áfengissýki 1955 og 1956 heldur en 1946. Á sama tíma tvöfaldaðist tala þeirra, er biðu bana af áfengissjúkdómum. — Það kom glöggt í ljós í erindi Barjot, að áfengissýkin í Frakklandi er engu öðru um að kenna en stöðugum drykkju- skap. Fræðslustarfsemin er að byrja að opna auga fólksins fyrir hættunni. Skoð- anakönnun í fyrra leiddi í ljós, að ýmsir Brynleifs Tobiassonar telja drykkjuskap of mikinn í landinu, en þeim skilst ekki, að nokkur hætta stafi af víndrykkju ! Fyrrnefnd áfengis- málanefnd hefir tekið auglýsingatækni í þjónustu sína. Auglýsingum um hættu af áfengisneyzlu er komið fyrir í almenn- ingsvögnum, neðanjarðarbrautum, í járnbrautarstöðvum og í járnbrautar- vögnum. Stuttfilmur eru og sýndar í kvikmyndahúsum. Horfurnar um árangur í baráttunni gegn áfengisneyzlunni í Frakklandi eru ekki vænlegar. ,,En lengra fram undan eygjum vér von“, sagði Barjot fram- kvæmdarstjóri, ,,þar sem færðar hafa verið sönnur á nokkra breytingu á drykkjuvenjum meðal æskulýðsins í landinu.“ Borgin. ,,Þú álfu vorrar yngsta land“, kvað Hannes Hafstein um ísland. Það má nú segja, að vér íslendingar erum ungling- arnir meðal þjóðasveitanna miklu. Þeg- ar vér stöndum andspænis borgum, sem stofnaðar eru 15—16 öldum áður en Ingólfur Arnarson steig fótum á ísland, orkar fornöldin fast á oss. — Istanbul, er nú heitir því nafni, var reist um það bil 2400 árum fyrr en Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Upphaflega nafnið var Byzantion. Sögnin segir, að nafnið sé dregið af Býzas. Hann á að hafa verið stofnandi þessarar borgar. Er hann tal- inn hafa verið frá Megara. Er svo sagt, að hann hafi ætlað sér að stofna borg á fegursta stað í veröldinni. Ferðaðist hann víða og litaðist um. Þá er hann kom á hæðirnar fyrir suðvestan Bospor- os, staðnæmdist hann og þótti mikið til staðarins koma, og það þótti fleirum, því að sagt er, að sjálfur Zeus, guða- faðirinn mikli á Oljnnpos, hafi þá hvísl- að að Býzas þessum orðum: „Reistu borgina hér“, og það lét Býzas sér að kenningu verða. Elzta byggðin var á Seraihæðinni, þar sem soldánshöllin mikla stendur nú. Þrakverjar hófu byggð á þessum stöðvum manna fyrstir, en síðan komu Dórar frá Megara, að því er haldið er um 658 f. Kr. — Það er hverju orði sannara, að Istan- bul liggur á hrífandi fögrum stað. í norð- austri er Bosporos. Hann gengur norð- ur í Svartahaf. Sund þetta kölluðu norrænir menn Sæviðarsund. Liggur það milli Svartahafs og Marmarahafs, Ahmed-moskan reist í upphafi 17. aldar. 900 moskur af ýmsum stœrSum eru i Istanbul.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.