Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 3
EINING 3 reist á sjö hæðum, eins og borgin eilífa við Tíbur. Það sem setur einna mestan og sér- stæðastan svip á borgina eru moskurnar með inum fögru minarettum (mjóturn- um) og hvolfþökum. — Úti á Bospo- ros fljóta bátar og skip fyrir landi, og mikil samgönguæð er ið undurfagra sund. — Áður er lauslega minnst á borgarmúrana. Vér sjáum á þeim og allri húsgerðarlistinni úr kristnum sið og múhammeðönskum, að verkfræð- ingar og húsagerðarmeistarar fyrri tíð- ar hafa kunnað sínar sakir ekki síður en nú á dögum. Múrarnir miklu voru á sinni tíð ekki einungis settir til varnar borginni einni, heldur öllu keisaradæm- inu. Konstantín mikli annaðist varnir af miklum áhuga og góðum skilningi, en borgin óx út yfir múrana — og reisa varð nýja. — Steinarnir tala hér sem víðar um ið forna veldi keisaranna og ættir, sem ríktu yfir fjölda þjóðlanda, ættir sem komu og fóru. Turn einn mik- ill er í Istanbul, sem inir gömlu kölluðu miðpunkt veraldar. eða nafla heimsins! Þaðan mældu þeir vegalengdir til ýmissa landa og borga. Svo mikill var metnað- ur og stolt meðal ráðandi manna í inni miklu heimsborg í einn tíma, að þeir töldu borg sína miðstöð veraldarinnar. Nú talar enginn um það! Þó að Atatúrk væri áhrifa- og af- kastamikill og þungur á bárunni gegn gamalli trú og erfðavenjum, er hann ekki orðinn sigurvegari enn að fullu og öllu í Tyrkjaveldi. Istanbul er bæði borg ins gamla og nýja tíma, sem fyrr getur. Mikið ber á veitingastöðunum. Að vísu ekki vínveit- ingastöðum, heldur litlum kaffihúsum. Þar er ekki þægindunum fyrir að fara: Aðeins baklausir stólar, lítil borð og gangstéttirnar gólfið að sumu leyti. Þar er hægt að fá kaffi, te, brauð og alls staðar er gott vatn á hverju borði. Þarna sitja menn oft langa lengi og spjalla yf- ir kaffibolla og vatnssopa. Mjög lítið er um öl, vín og brennivín. Tyrkneska brennivínið, raki, er engan veginn þjóð- ardrykkur, en mikið er drukkið af kaff- inu, þambað af vatninu og nokkuð af tei. — Það er fátt um konur á veit- ingahúsum. Hér um bil eingöngu karl- menn. Ekki sjást svo fáar konur búnar upp á gamla móðinn, en þó ekki með slæður fyrir andliti. — Það þykir vel til fallið enn með Tyrkjum, að konurn- ar sitji heima og gæti bús og barna. Mikið af ávöxtum er á boðstólum: hnotum, melónum, melónum og aftur melónum! Og mikil er eftirspurnin eftir þessu ágæta drykkjarvatni, sem borið er um og selt úr brúsum. Er það oft selt blandað sítrón og appelsín-safa. Svo er a y r a n : blanda af bufflamjólk og vatni. (Frh.) Leiðin til sigurs Vilhjálmur Einarsson, sigurvegarinn frá Ólmpíuleikunum Ekki þarf Eining að kynna þenna unga mann, Hann er nú þegar þjóðkunnur og nafn hans þekkt um víða veröld. Hann vann sér til frægðar og varð þjóð sinni og ættmönnum til sóma. Tvennt mun það vera fyrst og fremst, sem borið hefur Vilhjálm Einarssonar fram til sigurs: Annað það, að hann er vel ættaður, af einni merkustu ætt aust- fjarða, Fjarðarættinni, og þannig af góðu fólki kominn. Hitt er svo hugsun- arháttur hans og lifnaðarvenjur, sjálf- sagt góðu uppeldi að þakka og góðri eðiishneigð. Hann er stakur rcglumað- ur, bindindismaður á vín og tóbak. Afi hans, Vilhjálmur bóndi á Hánefsstöð- um, við Seyðisfjörð, var alla tíð einhuga bindindismaður. Hjá Sigurði syni hans, bónda á Hánefsstöðum, gisti eg eitt sinn og veit, að hann er á sömu línu. Hjálm- ar bróðir hans Vilhjálmsson, skrifstofu- stjóri í stjórnarráðinu, sagði eitt sinn við mig, er hann var sýslumaður Seyðfirð- inga, að ætti hann þess kost, vildi hann þoka áfengisverzluninni burt af staðn- um, þótt ekki væri nema til næsta stað- ar. Svo mikla ótrú hafði hann á áfeng- isverzluninni, að hann taldi betra að vera laus við hana, jafnvel þótt þola yrði hana í nágrenni. Á slíkum skiln- ingi og reynslu grundvallast trú okkar margra á héraðabönnum, þótt ófullkom- in séu. Þessir tveir menn, Sigurður og Hjálmar Vilhjálmssynir, eru bræður Sigríðar, móður Vilhjálms Einarssonar. Bindindissemi Vilhjálms Einarssonar mun standa föstum fótum í góðum jarð- vegi. Má ráða það af orðum hans, er Tíminn hafði eftir honum 11. des. 1956, en þau voru á þessa leið: Þegar ég svo fór í keppnina sjálfa. var hugarástand mitt heppilegt til af- reka, held ég: Ég bjóst ekki við sigri, en hafði ekki viðurkennt tap fyrirfram, hafði allt að vinna, engu að tapa, hafði enga afsökun að standa mig illa, nema ef örlögin snérust á móti, og ef heppnin yrði með, þá . . . Heppnin lét samt bíða eftir sér, og fyrsta stökkið var ógilt, annars yfir 15.80. Sægur af stökkvurum voru yfir 15.50, Da Silva einn yfir 16, með 16.04 í fyrstu tilraun. Það leið nærri 1 klst. milli tilrauna, annað atriði, sem gerir ólympízka keppni öðrum keppnum erfiðari. Það var margt, sem þaut í gegn um huga minn, þar sem ég beið eftir öðru stökkinu. Ég fyll- ist örvæntingu við þá tilhugsun að allt misheppnaðist, og fimm vikna erfiði rynni út í sandinn, og að ég brygðist því trausti, sem mér var sýnt, við að senda mig í hina dýru ferð. Eins og oft þegar mannssálin ráfar í myrkrum örvæntingarinnar, er bænin eina leiðin, og þar sem ég sat þarna í íþróttagallanum, þá baðst ég raunveru- lega fyrir. Ég bað samt ekki um gull eða silfur, heldur þess að mér mætti heppn- ast að sýna ávöxt þess erfiðis, sem undirbúningurinn hafði haft í för með sér, að mér mætti heppnast vel. Einnig bað ég þess að ef mér heppnaðist vel, þá mætti mér auðnast að nota áhrif mín, ef einhver yrðu, til góðs fyrir ísland og Islenzka æsku. Út úr þessum orðum skín hinn fallegi og heilbrigði hugsunarháttur. úngi maðurinn þráir sigurinn fyrst og fremst vegna þjóðar sinnar, og ekki er sótt fram í léttúð, því hann er í bænarhug, og svo er áformið þetta: vinni hann sér til ágætis, að leitast þá við að beita áhrifum sínum til heilla íslenzkum æskumönnum. Osk hans og bæn uppfylltist. Hann varð sigurvegari, og nú hefur hann ver- ið á ferðalagi á vegum Sambands bind- indisfélaga í skólum að heimsækja ýmsa skóla landsins. Hann á áreiðanlega gott erindi til unga fólksins í skólunum, hann er æskumaður, hann er íþróttamaður og um leið og hann ræðir við það um menningu og góð málefni, getur hann sýnt því gullfallegar myndir frá sínu mikla og fræga ferðalagi til Olympíu- leikanna. Hann er ungum mönnum góð fyrirmynd og verður fordæmi hans áreiðanlega mörgum æskumanni góð hvatning. Heill fylgi starfi hans og fram- tíðardögum. Það munaði aðeins 9 sentimetrum, og það er varla fingurslengd, á þrístökki Silva frá Brasilíu, en hann fékk gullverð- launin, og Vilhjálmi, sem fékk silfur- verðlaunin. Silva stökk 16,34 metra, en Vilhjálmur 16,25. Vilhjálmur er fæddur á Egilstöðum á Fljótsdalshéraði 5. júlí 1934. Hann stundaði nám um tíma í Bandaríkjun- um og er stúdent þaðan, eins og húfa hans á myndinni sýnir. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.