Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 5

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 5
EINING 5 Sjötugur Halldór Þorsteinsson útvegsbóndi í Vörum „Sagt hefur það verið um Suðurnesj amenn, fast þér sóttu sjóinn og sækja hann enn“. Þannig syngjum við um Suðurnesja- menn. Halldór vinur minn Þorsteinsson ætti vissulega að fá góða kveðju frá þessu blaði og ritstjóra þess, en enginn minnisvarði verður það þó að þessu sinni. Eg hef þekkt Halldór um langt skeið, gist hans ágæta heimili og notið þar gestrisni, setið með honum ánægju- lega stúkufundi og átt við hann lítils- háttar viðskipti, eingöngu blaðinu í hag, en honum alls ekki. Þrátt fyrir þetta, þekki eg ekki nægilega til athafnalífs Halldórs né æviferils. Hvar sem fund- um okkar he-fur boríð saman, hefur hann verið glaður og reifur, en það er einkenni tápmanna og nytsemdarmanna mannfélagsins. Það eitt veit eg um Halldór, að hann hefur verið dugandi sjósóknari, ötull og áhugasamur útgerð- armaður, elskulegur og ágætur félags- bróðir, áhugasamur um bindindismálin, trúr og traustur hvarvetna. Hið merk- asta er þó ósagt enn. Þar er Halldór samt ekki einn um hituna. Sinn part verður þar að eiga af frægðinni hans ágæta eiginkona, Kristjana Kristjáns- dóttir. Þau hafa eignast 13 börn. 12 þeirra eru á lífi, öll hin mannvænleg- ustu, alin upp af Halldóri og Konu hans. Eiginlega eiga slíkir menn að fá sérstök verðlaun, helzt dálítið betri en reyfara- höfundar. Væri slíkt viðeigandi nú á fjórum konum. Fjölkvæni hafði hann samt ekki. Auðvitað hefur öllu farið aftur og einnig barneignum hjá sællífiskynslóð, en Halldór í Vörum er lítt skemmdur af þeirri öld og seiglast því hátt upp í fræknustu forfeður okkar í þessum af- rekum. Það er mikið og lofsvert verk nú um stundir, að ala upp svo vel sé 13 börn. En þar má hlutur húsmóðurinnar ekki gleymast. Halldór Þorsteinsson er fæddur 22. febr. 1887 að Melbæ í Leiru. Ætt hans verður ekki rakin hér, en eins og aðrir dugnaðarmenn er hann af góðu fólki kominn. Brynleifur Tobiasson segir í afmælisgrein, að Halldór í vörum sé fjórði maður frá séra Snorra á Húsa- felli, en hinn rammefldi klerkur andað- ist 15. júlí 1803, og hafði þá þrjá um nírætt“. Af þessu er ljóst, að óhætt er að bíða enn með ævisögu Halldórs. Fyrirgefðu svo Halldór minn þessar fáu og fátæklegu línur. Beztu þakkir fyrir ánægjulega viðkynningu og gott samstarí. Vegni þér og þínum ávallt sem bezt og verði dagar þín enn margir og bjartir. Pétur Sigurðsson. -------ooOoo——----- Áttrœður Erlingur Friðjónsson fyrrv. alþm. Erlingur er einn inna þjóðkunnu Sandsbræðra úr Aðaldal. Albróðir hans er Halldór fyrrv. ritstjóri — En hálf- bræður Erlings og Halldórs — sam- feðra — voru þeir Sigurjón og Guð- mundur, sem nú eru báðir látnir. Voru foreldrar yngri bræðra Friðjón Jónsson, bóndi á Sandi, og Helga Halldórsdóttir bónda á Grímsstöðum í Mývatnssveit Jónssonar. Ólst Erlingur upp norður þar hjá foreldrum sínum, þar til hann fór í Ólafsdalsskólann til Torfa Bjarnasonar. Er Erlingur einn inna mörgu nýtu manna, sem dvöldust með Torfa. Frá Ólafsdal komu Erlingur 1902. Nam hann upp úr því trésmíði og stundaði hana á Akureyri jafnframt daglaunavinnu 1902—1918. Hann varð framkvæmdarstjóri Kaupfélags verkamanna á Akureyri 1918, og hefir hann lengstum gegnt því starfi síðan. Gerðist snemma forustumaður verklýðs- samtaka á Akureyri og var það lengi síðan. — Erlingur var bæjarfulltrúi á Akureyri samfleytt 1915—1946 og alþingismaður kaupstaðarins 1927— 1931. Ritstjóri Alþýðumannsins á Akureyri var hann 1931 og lengi upp frá því. Erlingur var einn af brautryðj- endum ungmennafélagsskaparins hér á landi, formaður Ungmennafélags Akur- eyrar nokkur ár og héraðsstjóri félag- tímum verðlaunanna. Annað var það þótt langafar mínir kæmu þar ekki til greina, á öld vesaldómsins, en annar þeirra, Guðmundur í Naustum á Höfða- strönd, átti 20 börn með sinni einu konu, en hinn, Árni Sigurðsson í Stokk- hólma í Skagafirði, átti 27 með sínum anna í Norðlendingafjórðungi. En auk verklýðsmála og ungmennafélagshreyf- ingarinnar var bindindismálið og er enn hugðarmál hans. Þar til má og telja samvinnumálin. Stúkan Brynja nr. 99 * V. var stofnuð 1904, og er Erlingur einn af stofnendum hennar og félögum enn í dag. Hefir mikið að honum kveðið, bæði í félögum, í bæjarstjórn og á Al- þingi í bindindismálum. Var hann einn af flutningsmönnum áfengislagafrv1. á Alþingi 1928, og hafði hann af þeim málaflutningi sem fleirum mikinn sóma. — Erlingur er vel gefinn maður, rökvís, stundum nokkuð harðskeyttur á mál- þingum, en drengur góður. Hann er mikill starfsmaður og samvizkusamur, farsæll maður við félagastörf, kann vel til verka og ann hverju góðu máli sigurs. Ég hefi unnið mikið með Erlingi og þótt því betra með honum að starfa, sem lengur leið, og höfum við þó ekki alltaf verið sammála. Erlingur Friðjónsson ber aldurinn vel. Hann hefir reynst trúr hollum æsku- heitum og nýtur þess nú. Bindindis- hreyfingin á Islandi á honum mikið að þakka. Nýtur maður og merkur getur litið um öxl með gleði. Þakklátt þjóð- félag hyllir hann. Brynleifur Tobíasson. Frumstæð áfengisgerð Langt er síðan Indíánar lærðu að gera sér áfengan drykk á sérstakan hátt. Hann er búinn til úr maís. Hópur kvenna sezt niður og tekur að tyggja maísbaunirnar í mauk. Þetta reynir allmjög á kjálkabeinin, og þær sein eru ekki nægilega starfhæfar, skemmla þá hinum með söng og strengja- leik. Þessu tuggumauki kvennanna er safn- að saman og látið gerjast, svo þurrkað og þar næst soðið. Bætt er þá í ýmsum jurta- blöðum og kjöttætlum, og þannig fá þessir frumstæðu menn sinn „svartadauða“. Líklega er óliætt að segja frá þessu, án þess að eiga á hættu, að konur á íslandi taki upp slíka áfengisgerð, eða að menn þeirra verði þyrstir í slíkan drykk. Indíánarnir í Bolívíu nota enn þessa að- ferð. Þjóðflokki þeirra er nú eyðing búin af áfengisneyzlunni, ekki aðeins þessari, lieldur og hinni almennu, og er nú mjög rætt um að lögleiða algcrt áfengisbann í Bolívíu. Á slíkt áform mikið fylgi þar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.