Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 10

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 10
10 EINING HRAFNHILDUR Skdldsaga eftir Ástríði Torfadóttur. XXII. ndanfarin ár hafði frú Lína komið venjulega einu sinni á vetri í heimsókn að Hrauni, oft- ast rétt fyrir jólin. Það var börnunum og Hrafnhildi jafnan mikið tilhlökkunarefni. Að þessu sinni hafði þetta dregizt sökum óveðurs fram yfir hátíðir. Börnin voru á gægj- um dag eftir dag eftir frú Línu, og loks sáu þau bát koma yfir fjörðinn. Þau klöppuðu lófum hvert í kapp við annað, — „mamma, mamma, þarna kemur, þarna kemur hún“, og nú varð allt á tjá og tundri, börnin fóru í skárstu fötin sín, sem höfðu legið tilbúin nokkra daga, og þau gleymdu ekki að þvo sér, og svo fór allur hópurinn, með Bergljótu og Hrafnhildi í fararbroddi, niður að sjó til þess að fagna gestunum, og í land steig frú Lína með tvö af börnum sínum og marga bögla. Það varð fagnaðarfundur fullorðnu konanna, en börnin stóðu kyrr fyrst í stað og horfðu á hvert annað hálf feimin, þar til frú Lína sagði við þau: ,,Nú, ætlið þið ekki að heilsast krakkar? Mér þykir nú líklegt að þið notið stundina og skemmtið ykkur saman“. Og eftir andartak voru þau öll kom- in á harðasprett upp brekkur og bala, með kassa og skíði og hvað annað, er þau gátu náð í til að renna sér á, og hlát- urinn og sköllin heyrðist langar leiðir. Konurnar héldu inn í bæinn, og gleði, sem um langt skeið hafði ekki bólað á ríkti nú þar. Frú Lína hafði frá mörgu að segja og samtalið varð svo fjörugt, að Hrafnhildur gat naum- ast slitið sig frá þeim til að hugsa um góðgerðir, og niður- staðan varð sú, að þær fóru allar ofan til þess að láta á borðið. Nú var tekið fram hangikét, skyr og rjómi og það sem bezt fannst í bænum’ og svo var kallað á börnin. Glaða hópn- um fannst hann sitja við ríkmannlegt veizluborð. Þegar staðið var upp frá borðum, kallaði frú Lína börnin til sín og sagði: „Á eg að segja ykkur, hvaða erindi eg á til ykkar í dag? Eg ætla að bjóða ykkur á jólatrésdansleik á þrettándanum. Mamma ykkar er hálfpartinn búin að gefa sitt leyfi til þess að þið megið koma“. Börnin hlupu hvert af öðru um hálsinn á frú Línu og þökk- uðu henni boðið, en hún klappaði saman lófunum, brosandi, og sagði: ,,Og nú, út með ykkur aftur í leikinn“. Þegar þau voru farin, sagði frú Lína: ,,Það er einkenni- legt, hve öll börn sem fæðast hér á Hrauni, eru falleg, hver sem á þau“. ,,Já, greyin, þau eru snotur. Eg á þau öll“, sagði Hrafn- hildur og augnabliks bros lék um andlit hennar. „Verst er að geta ekki gert þau að manni, þegar ljóst er, að þau eru gædd þeim hæfileikum, sem til þess þarf. Blessuð elzta telpan mín hefur t. d. sönghæfni, en hvað heldurðu að verði úr henni hérna hjá mér“. „Láttu mig fá hana“, sagði frú Lína brosandi, „og skal eg þá reyna að koma henni eitthvað áleiðis“. — „Það stæði víst ekki á mér að koma henni til þín, en eg er hrædd um, að faðir hennar gæfi það ekki eftir“. — „Nú, hann er aldrei heima, hvort sem er, svo eg held að honum mætti standa á sama“, sagði frú Lína og var ekki laust við að dálítill kuldi væri í röddinni. „Eg skal taka hann til bæna, er eg hitti hann næst og sjá svo, hvort hann sans- ast ekki á að láta mig fá telpuna, eða eg get skrifað honum“. „Er þér alvara, Lína? Viltu gera þetta? — Eg er víst einkennileg móðir, en það er satt, að eg þrái að koma börn- unum mínum burtu, strax er þau taka að stálpast“, sagði Hrafnhildur með tárin í augunum“. „Það vildi eg, Hilda mín, að þú hefðir tækifæri til þess að koma út eftir með börnunum á þrettándanum. Þú þarft nauðsynlega að lyfta þér eitthvað upp“. — „Það vildi eg líka“, sagði Hrafnhildur, „en blessuð litla Bergljót mín og búskapurinn leyfa það ekki. Og svo er eg nú að búast við Pétri á hverjum degi, og það væri kuldaleg að- koma hjá honum, ef bærinn væri mannlaus, þegar hann kemur“. Komið var fram á kvöld, er báturinn kom aftur að sækja gestina að Hrauni. Börnin voru stúrin, er þau urðu að kveðja gesti sína, en gleðin gerði fljótt vart við sig aftur, er þau fóru að opna bögglana og fundu þar spariföt handa öllum hópnum. Það var undirbúningur undir þrettándann. Bergljót bauðst til að fara með börnunum. Hún hafði frétt, að hjónin í Gerði ætluðu út eftir þenna sama dag. Börnin ætluðu alveg að springa af eftirvæntingu. Og svo rann hinn þráði dagur upp, bjartur og fagur með blíða logni, en langa stund tók það að komast af stað, því að margs þurfti að gæta. Hrafnhildur batt Bergljótu litlu í eins konar fatla um háls- inn á sér, og svo héldu þau öll af stað og mættu Gerðishjón- unum og fylgdarmanni með sleða rétt fyrir neðan bæinn þeirra, og allir voru glaðir og kátir. Þau skiptust á um að bera barnið, þangað til þau komu út undir hálsinn. Þar tók Hrafnhildur við litlu dóttur sinni og stóð ein eftir og horfði á eftir hópnum upp hálsinn, unz hann hvarf henni. Tárin hrundu niður kinnar hennar og hún þrýsti Bergljótu litlu fast að barmi sér. Allt var þögult og hljótt í kringum hana, ekkert hljóð heyrðist neins staðar nema marrið í snjónum undir fót- um hennar við hvert spor, er hún steig, og óljóst svarr í grjótinu við útsog bárunnar niður við ströndina. Tunglið var að koma upp. Hún nam staðar og fannst allt í einu sem ein- hver unaðaralda streymdi um sig alla. Hún fann, að þessa stundina átti hún sig sjálf, var frjáls og mátti hugsa um annað en hversdags strit og störf og þjáningar. Hún gekk hægt og horfði upp til fjallanna, er blöstu við henni drífhvít og merluð mánagliti upp til efstu tinda, sem blá himinhvelf- ingin virtist hvíla á. Allt var fágað og fagurt eins og skínandi brúðarlín eða helhjúpur. Sums staðar læddust skuggar um hlíðar eins og einhverjar vofuslæður, en uppi í hásölun- um stigu norðurljósalog og leiftur lipurt dans og virtust stund- um stíga næstum niður til jarðar. Gat það verið, að slík undrafegurð stafaði frá núningi svartra skýjabólstra. Voru þessi ljós ekki miklu fremur kveðjur frá einhverjum vitsmuna- verum úti í ómælisgeimnum, sem vildu vitja okkar vesælla jarðarbúa? Hrafnhildur gekk eins og í leiðslu, og nam þá fyrst staðar, er hún stóð frammi fyrir geysiháum skafli, sem náttúran hafði hlaðið úr agnarsmáum ískornum. Hann gnæfði þar sem traustur varnarmúr eða skjólveggur ofan við heimilið hennar, glitraði í tunglskininu og endurvarpaði geislabrotunum líkt og skærustu demantar. Gagntekin og næstum óafvitandi söng hún: „Þú ert mikill, hrópa eg hátt, himna Guð, eg sé þinn mátt“, en leit um leið um öxl sér og sá híbýli sitt, frosinn, niðurníddan og hálfhruninn moldarkofann, — mannaverkin. Það fór hrollur um hana. Hún fann, að nú var hún komin heim. Hún heyrði geltið í Trygg, hundinum þeirra, innan við lokaða bæjardyrahurðina, og það var henni nokkur hugar- léttir. Hún hafði ætíð fundið til einhvers geigs í bæjardyrun- um síðan fyrstu jólanóttina á Hrauni. Hún opnaði hurðina og Tryggur flaðraði upp um hana. Hún klappaði honum og sagði: „Þú ert sannefndur Tryggur, gamli, góði héppi minn, og ert í því fremri mörgum manninum". Hún flýtti sér nú upp á loft, kveikti og lagði Bergljótu litlu í rúm Gunnhildar sálugu. Bætti svo í ofnskríflið og tók til í baðstofunni. Kallaði svo á Trygg upp á loft, sem fékk annars aldrei að koma þangað, lagði undir hann poka framan við

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.