Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 11

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 11
EINING 11 rúm barnsins og bað hann gæta þess á meðan hún færi frá að sinna skepnunum. Tryggur dinglaði rófunni og horfði á hana með stóru, brúnu augunum sínum, rétt eins og hann skildi, hvaða trúnaðarstaða honum var falin. Hrafnhildur fór svo að mjólka kýrnar og sinna skepnunum. Er hún kom aftur, færði hún Trygg nýmjólk og bein. Hún horfði stund á litlu dótturina sína, sem svaf vært, hýr og rjóð og sælleg að sjá. Hún settist nú með bók í hönd, jóla- gjöf frá frú Línu. Hún var svo niðursokkin í lesturinn, að hún varð einskis vör, þar til hún heyrði að gengið var um niðri, og vissi ekki fyrr en Pétur stóð hálfur upp úr loftsgatinu. Hann kom til hennar og heilsaði með kossi, og sagði um leið brosandi: ,,Ó, gamla konan, situr nú við reyfaralestur. Lík- lega engir skór eða sokkar óbættir á Hrauni“. Hrafnhildur hálf þykktist við, og svaraði: ,,Vel má vera, að einhverjir skóræflar eða sokkadruslur séu óbættar á Hrauni, en mér fannst, satt að segja, að mér væri það ekki of gott, þótt eg liti í bók á meðan eg var ein heima og að bíða, hvort þú kæmir ekki. Þetta er heldur ekki neinn reifari, sem eg er að lesa. Það er vísindalegt fræðirit um uppeldismál, og kaflinn, sem eg var með, er einmitt um það, hvernig unnt sé að útrýma ýmsum sjúkdómum og arfgengum löstum“. — ,,Nú, að hvaða niðurstöðu komst þú svo og höfundurinn? spurði Pétur hæðnislega“. ,,Það er nú dálítið flókið mál, þetta um erfðimar. En gott væri hverjum manni, sem á þess kost, að kynna sér ofurlítið ætt sína og vita um kosti hennar og galla. Kynni þá margur að sinna sjálfsuppeldi sínu af meiri kostgæfni, en almennt tíðkast, og gæti þá margt þokast til betri vegar“. — „Æ, eg nenni nú ekki að hlusta á neitt bölvað röfl um þetta“, sagði Pétur, ,,en hvað hefur þú gert af börnunum?" - „Begga litla liggur nú þarna í rúminu. Hin börnin eru öll á jólatrésskemmtun úti í kaupstað. Lína kom hér, færði öll- um börnunum spariföt og bauð þeim á skemmtunina. Þau verða hjá henni í nótt, en svo ætlar hún að senda mótorbát með þau á morgunn“. — „Og fóru þau nú ein, greyin?“ spurði Pétur, ygldur á brún. „Nei, Bergljót, móðursystir þín og Gerðishjónin voru með þeim. Konurnar gista einnig útfrá, en Gísli og vikadrengur- inn hérna ætla að koma aftur heim í kvöld“. — „Það var mikið, að þú skyldir elcki fara líka“, sagði Pétur. „Mig sárlangaði til þess“, svaraði Hrafnhildur, „en svo hugsaði eg, að það yrði hálf köld aðkoma hjá þér, ef þú kæmir að bænum mannlausum og þess vegna sat eg kyrr heima“. Henni fannst sem snöggvast brigði fyrir viðkvæmni í svip Péturs, en svo sagði hann: „Það er naumast að ykkur langar til að koma börnunum í glauminn og kaupstaðarsollinn strax á unga aldri. Þið gerið út heilan leiðangur til þess að koma þeim þangað“. „Ég sé nú ekki, góði minn“, svaraði hún, „að það geti heitið nokkur sollur eða spilling, þótt börnin dansi í kringum jólatré og syngi fallega sálma og ættjarðarsöngva undir hand- leiðslu heiðvirðra kvenna og karla. Það er nú víst á annan hátt og seinna á ævinni, sem spillingin nær tökum á mönn- um, og ekkert fremur í kaupstöðunum en annars staðar. En eg óskaði, að þú hefðir verið komin heim og getað séð blessuð litlu hjúin okkar, er eg var búin að færa þau í öll fötin frá Línu“. „Hvað er þetta, kona, ætlarðu ekki einu sinni að gefa mér kaffi, þegar eg kem af fjallinu?“ spurði hann óþolinmóður. ,, Jú, jú, og mat líka, ef þú vilt“. „Eg vil ekkert nema kaffi“. „Það er heitt á katlinum“, sagði Hrafnhildur, „og ætti því ekki að taka langan tíma að gefa þér kaffi. Pétur stikaði stórum fram og aftur um gólfið og stað- næmdist tvisvar fyrir framan konu sína, eins og hann ætlaði að segja eitthvað við hana, en af því varð þó ekki. Hann tók við kaffibollanum af henni, sötraði ofan í hann miðjan, settist svo við borðið, tók upp pelaglas úr vasa sínum og hellti boll- ann fullann, og drakk úr honum í einum teig og bað um meira. Marklaust og villandi tal Ósköp leiðist okkur, sem um áratugi höfum unnið að bindindis- og menn- ingarmálum, að heyra tal eins og þetta: „En hvað er þá helzt til ráða, munu sumir spyrja sjálfa sig? Mín skoðun er sú, að herða beri áróðurinn innan frá' þannig að unga fólkið sjálft, sem neytir of mikils víns (áfengis), sjái að sér svona í kyrrþey og minnki það sem mest það getur, bæði vegna heilsunnar og sómatilfinningar. — Reynslan er búin að sýna það, að ekki dugar vínbannið, því að menn fara allavega í kringum það“. Tíminn hafði þessi orð 28. sept. 1956 eftir æruverðugum öldung, sem vafalaust hefur sagt þetta í góðri mein- ingu. En þetta er hættulegur áróður og alrangt, að revnslan sé búin að sýna það, að áfengisbann dugi ekki. Hér verð- ur sú saga ekki rakin að þessu sinni enn á ný, en sannleikurinn er sá, að áfeng- isbann er það eina, sem þjóðir hafa reynt, sem megnað hefur að stöðva að miklu eða mestu leyti áfengisflóðið, unz samtök braskara, auðmanna' áfengisauð- magns og glæpalýðs gátu með alls kon- ar sviksemi og blekkingum unnið það óheillaverk að eyðileggja bannlögin. Hvernig gefst okkur frelsið í þessum efnum? Hvernig gefst það í Frakklandi og Ameríku? og hvernig gefst nýfengna frelsið í Svíþjóð? Hér eru dæmin augljós. Allt þetta hjal manna um að vinna stríð- ið innanfrá, að breyta fólkinu, er auð- vitað áferðarfallegt, en óskaplega væri það æskilegt, ef þeir sem þannig mæla, vildu taka þetta verk að sér og kenna okkur hinum að vinna það. Um þúsund- ir ára er búið að reyna þetta meðal margra þjóða, bæði af kirkju og mörg- um öðrum góðum kröftum, en samt flæðir áfengiselfan yfir alla bakka hjá svo kölluðum siðuðum þjóðum. Fimm fylki í Indland eru orðin bann- lönd og stjórnin hefur ákveðið, að árið 1958 skuli allt Indland vera orðið bann- land. Héraðabönnum fjölgar stöðugt í Bandaríkjunum og áfengisbannið á eft- ir að koma aftur. Lög eru einu varnar- virkin í heimi, sem byggður er mann- verum á lágu þroskastigi, enda eru þau við höfð hvarvetna þar sem stjórna þarf mannkyni, og lög eru ekki afnumin þótt þau séu margbrotin. Vandamálið er allt- af mest þetta, að fá lögum framfylgt, því að einnig þar kemur oft siðferðis- slappleikinn til greina. Þetta vildu konurnar Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykja- vík, 5. og 6. nóv. sl., voru samþykktar ýms- ar tillögur, þar á meðal um bindindismál. Töldu konurnar nauðsynlegt að „stofnsetja heimili fyrir ofdrykkjukonur". Engin rödd heyrðist víst á því þingi, er teldi nauðsynlegt fyrst af öllu að skrúfa fyrir áfengiskranann. Ef allar konur á íslandi, og mætti vel vænta þess af þeim, legðust á eitt um að fá algert áfengisbann, mundi mikið vinnast, og von hráðar alger sigur. 011 önnur viðbrögð þjóða í áfengismálum munu reynast lialdlítið kák. Virðum fyrir okkur reynslu Ameríku, Englendinga, Frakka, Svía, Þjóðverja og reyndar allra annarra þjóða, og gefum svo gætur að til- þrifum Indverja í þessu máli og árangrin- um af áfengisbanninu þar, svo langt sem komið er.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.