Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 12

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 12
12 EINING H. f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFU N DU R. Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laug- ardaginn 1. júní 1957 og hefst kl. 1.30 e.h. I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1956 og efnahagsreikning með athugasemdum endur- skoðenda, svörum stjórnarinnar og iillögum til úrskurð- ar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlulhafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 27. —29. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og aftur- kallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins i hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fund- inn, þ.e. eigi síðar en 19. maí 1957. Reykjavík, 8. janúar 1957. STJÓRNIN. Búnaðarbanki íslands Stofnaður meS lögum 14. júní 1929. Rankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs auk eigna bankans sjálfs. Bankinn annast öll innlend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu í sparisjóði, hlaupareikningi og viðtökuskírteinum. Greiðir hæstu innlánsvexti. Aðalaðsetur í Reykjavík: Austurstrœti 9. Otibú á Akureyri. Óboðnir gestir heitir hin nýja Ijóðabók Péturs Sigurðssonar. Próíessor Sigurbjörn Einarsson fer um bókina svo feldum orðum, m.a.: ,,Þessi Ijóðabók geymir það mikið af persónu höfundar síns, af heitu þeli vors og grósku, hollum anda, örvandi áhuga, snjallri athugun og glöggu mannviti, að þeim hinum mörgu, sem honum hafa kynnzt og meta hann mikils, mun þykja þessi bók góður gestur“. ísafoldarprenftsmiðja h.f. Happdrœtti templara 1957 Miðasala er nú í fullum gangi Til mikils að vinna 1. vinningur: Skoda-bifreið. Verð kr. 80.000,00 2. vinningur: Moskvitch-bifreið. Verð kr. 60.000,00 Dróttur fer fram 15. maí 1957 Miðinn kostar 10 krónur Gott að fó bíl fyrir 10 krónur, ef heppnin er með Miðarnir seljast vel * * lltvegsbanki Islands h.f. REYKJAVÍK ásamt útibúunum á Akureyri, ísafirði, Seyðisfirði, Siglufirði og Vestmannaeyjum, annast öll venjuleg banka- viðskipti innanlands og utan. ★ Tekur á móti fé á lilaupareikning eða með spari- sjóðskjörum, með eða 'án uppsagnarfrests. ★ Vextir eru iagðir við höfuðstól tvisvar á ári. ★ Ábyrgð ríkissjóðs er á öllu sparisjóðsfé í bankanum og útibúum hans.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.