Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 4

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 4
4 EINING Sftúkan Mínerva nr. 172 fjöruftíu ára Hinn 27. marz sl. minntist st. Mín- erva nr. 172 fjörutíu ára afmælis síns með hátíðafundi og samsæti. Stúkan var stofnuð hinn 24. marz 1917 af br. Ind- riða Einarssyni, en forgöngu um stofn- un stúkunnar hafði br. Brynleifur Tobi- asson, núverandi stórtemplar, er þá var nemandi Menntaskólans. Voru stofnend- ur allir menntaskólapiltar, og var svo framan af árum, að menntaskólapilta og stúdenta gætti allmjög í hópi stúku- félaga. Urðu allmargir þeirra síðan forystumenn í málum reglunnar hver á sínum stað, er þeir voru komnir í embætti. Fyrstu 10—12 árin var starf stúkunnar mjög blómlegt, enda barst henni þá stöðugt nýr liðsstyrkur í stað þeirra, er brott hurfu. En árið 1931 lagði stúkan niður störf um hríð, þar til hún var endurvakin til starfa haustið 1937. Síðan hefur stúkan starfað óslit- ið, en síðustu árin hefur félögum henn- ar fækkað allmjög, eins og í ýmsum öðrum stúkum í Reykjavík. Á afmælisfundinum voru gestir stúk- unnar framkvæmdanefnd Stórstúku Is- lands, umdæmistemplar og þingtempl- ar, svo og félagar úr stúkunni Frón nr. 227, er komu í heimsókn. Stórtemplar flutti ræðu og minntist stofnunar henn- ar, en umboðsmaður stórtemplars í stúkunni, br. Kristinn Stefánsson frí- kirkjuprestur, rakti sögu stúkunnar í aðaldráttum. I samsætinu eftir fund voru allmargar ræður fluttar. Stórtemplar, umdæmistemplar og þingtemplar ávörp- uðu stúkuna og árnuðu henni heilla, og umbm. st. Fróns br. Guðmundur Illuga- son, en af hálfu stúkufélaga töluðu str. Margrét Jónsdóttir rithöfundur, er flutti endurminningar frá fyrstu árum stúk- unnar, ásamt frumortu kvæði, er síðan var sungið í samsætinu, æ. t. stúkunn- ar br. Björn Magnússon prófessor, er þakkaði árnaðaróskir til stúkunnar og minntist ýmissa gamalla félaga stúk- unnar, og str. Lilja Björnsdóttir skáld- kona, er las upp kvæði. Einn stofnandi stúkunnar, br. Ingólf- ur Jónsson lögfræðingur, er enn meðal félaga hennar. Hafði stúkan kjörið hann heiðursfélaga sinn, og var honum af- hent heiðursfélagaskjal á fundinum. Þakkaði hann og ávarpaði stúkuna hvatningarorðum. Afmælisljóð Margrétar Jónsdóttur fer hér á eftir. Lag: Hvað er svo glatt. Við getum ennþá glaðst á þessum degi, því geymt við höfum þennan dýra eld, er lýsti fram, varð ljós á okkar vegi og leiðir okkur saman nú í kveld. Og þó við höfum ekki sigur unnið og enn sem fyrr sé baráttunnar þörf, þá hefur þó inn helgi eldur brunnið, og hugsjónin er bæði stór og djörf. Við erum sterkum, helgum heitum bundin, þó hópurinn sé fámennur og smár mér finnst hún vera fögur þessi stundin, þá fjörutíu liðin eru ár. Og vissulega nú er margs að minnast og margt að þakka fyrir liðna tíð, það blessun er, með bróðurhug að finnast, eitt bezta hnoss í lífsins orrahríð. Og ,,Mínerva“ var okkur öllum móðir, við áttum hérna vissan griðastað. Og hér var systir, hollvinur og bróðir, við höfum sjálfsagt margoft fundið það. Því bið eg þess hún megi lifa lengi og leysa marga vínsins bölvan frá, og beztu málum brautar - veita - gengi og berjast djarft og lokasigur fá. M. J. Sextugur Einar Sigurðsson i Fáskrúðslirði Af þeim mönnum, sem Einingu er bæði ljúft og skylt að minnast við viss tækifæri, verða þeir helzt útundan, sem fjarstir búa Reykjavík. Ekki hefði eg haft neina hugmynd um merkisafmæli Ein- ars Sigurðssonar, ef eg hefði ekki séð þess minnst í Morgunblaðinu 7. apríl Einar SigurSsson. sl. Það gerði okkar ágæti reglubróðir, Árni Helgason, símastjóri í Stykkis- hólmi. — Sextugur varð Einar 8. apríl. Báðum þessum mönnum kynntist eg mér til mikillar ánægju, er leið mín lá hvað eftir annað um Austfirði fyrir 15— 20 árum. Þeir voru mjög riðnir við fél- agslíf og starfsemi góðtemplarareglunn- ar, hver á sínum stað. Hér verða orð mín um Einar Sig- urðsson fá, og þeim mun færri, sem hann hefur verið mér meira undrunar og aðdáunarefni. Þessi hugljúfi og hæg- láti maður er skrumlaust sagt afburða- maður í verklegri snilld. Eg veit ekki bet- ur en að alla sína kunnáttu hafi hann tileinkað sér án þess að stunda slíkt nám nokkurs staðar. Um það leyti, er leið mín lá stund- um hjá garði hans, hafði hann nýlega lokið við að smíða þrjú skip, sett í þau vélarnar og gengið frá þeim til fulls með rá og reiða, og þar mátti segja, að verkið lofaði meistarann. Á æskuárum mínum fékkst eg ofurlítið við þess kon- ar vinnubrögð og hef því jafnan haft gaman af að hnýsast í þau. Hve miklu Einar Sigurðsson er búinn að afkasta á síðast liðnum 15—20 árum er mér ekki kunnugt um, né reyndar áður, en það er vissulega ekkert smáræði. Margur maðurinn hefur verið verðlaunaður, sem til minna ágætis hefur unnið en Einar. Auk sinna verklegu afreka hefur hann sinnt allverulega félagsmálum, gegnt mörgum trúnaðarstörfum, og um árabil lagði hann fram krafta sína við starf góðtemplarareglunnar í Fáskrúðs- firði, og þá áttum við ofurlítið samstarf, er þess gott að minnast. Þessar fáu línur eru aðeins til að flytja Einari Sigurðssyni heillaóskir og þakklæti fyrir góða viðkynningu og láta í ljós aðdáun mína á öllu starfi hans til heilla heimabyggð sinni og þjóðinni í heild. Pétur Sigurðsson. Börn drukkin í Sviþjóð Norðurlandablöð greina frá því, að stundum séu 12—15 ára börn flutt frá skólum og leikvöllum í sjúkrahús, sök- um ölvunar. ,,011 þau ár, sem ég hef verið læknir,“ segir læknir við einn barnaspítala, ,,hef eg aldrei þekkt neitt líkt þessu.“ Yfirlæknir við barnaspítala í Stokk- hólmi getur þess í Stockholms-Tidning- en, að laust fyrir jólin hafi verið komið með þrjár stúlkur á aldrinum 13—14 ára til sín og hafi þurft að dæla áfeng- inu upp úr þeim. Ein þeirra varð að vera nokkra daga í sjúkrahúsinu. Er það eitthvað líkt þess, sem þeir menn óska sér, er stöðuglega mæla með sem frjálsastri áfengissölu. Nú njóta Svíar þess frelsis, en þeim þykir upp- skeran af því frelsi óglæsileg. Kynslóð vor er nautnasjúk og kann því illa með frelsi að fara á þessu sviði.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.