Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 5

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 5
EINING 5 Frá NorSurmörk í Noregi. Helgar Allft siftft líf mannúðinni Þessi var fyrirsögn hinnar ágætu greinar, er fer hér á eftir. Hún birtist í Lögbergi 16. febr. 1956, í þeim þætti blaðsins, er heitir Áhugamál kvenna. En ritstjóri hans er frú Ingibjörg Jónsson, kona ritstjóra Lögbergs, Einars P. Jónsson- ar. — Greinin kynnir eina af þeim undraverðu sálum, sem allir þyrftu helzt að kynnast. A yfirstandandi tíma, eru margir þeirrar skoðunar, að nafn Mary Virginia Merrick nái álíka hilli í augum amerískr- ar æsku og nafn Abrahams Lincolns enn þann dag í dag nýtur í hjörtum og huga allrar Bandaríkjaþjóðarinnar. Erkibiskupar og stjórnmálaforingjar, án tillits til stjórnmálaflokka hvísla um það sín á milli, að svo geti auðveldlega farið að Mary Virginia Merrick, verði tekin í dýrlinga tölu. Þessi sérkennilega kona, móðir mannúðarinnar, er naumast yfir 80 punda þung. Hún er núna rúmlega áttræð, og hún hefur naumast getað reist höfuð frá koddanum síðan hún var sextán ára gömul. Hún er komin af góðu fólki. Faðir hennar varð kunnur lögfræð- ingur, og móðirin umhyggjusöm og nærgætin móðir sjö dætra. Svo vildi til, er Mary Virginia Merrick, einn góðan veðurdag, var að þvo glugg- ana í húsi foreldra sinna, að hún datt út um einn þeirra og beið þess aldrei bætur. Frá þeim tíma náði hún sér aldrei, í líkamlegum skilningi séð, af mænusjúkdómi, hún varð máttvana í fót- um og þannig í hálsinum að hún bar, og ber enn, höfuð halt; hún var sextán ára þá, eins og áður var sagt, en nú er hún komin yfir áttrætt. Þrátt fyrir heilsubrestinn og örðug- leikana, hefur þessi göfuga kona fyrir löngu, unnið sér ódauðlegan orðstír í menningar- og mannúðarsögu heims- borgarinnar, Washington. Það var þessi kona, sem stofnsetti hin umfangsmiklu og útbreiddu félagssamtök, The Christ Child Society; það var þessi kona, sem aðeins getur komizt um í hjólastól, sem lagði grundvöll að barnabýlinu, sem gengur undir hinu víðkunna nafni, The Christ Child Farm for Convalescent Children í Rockville, Maryland; The Merrick Girls Camp í grend við Anna- polis, Maryland, og The Opportunity Shop í Georgetown, er verzlar með alla hluti, svo sem föt og húsgögn. Hún stofnaði einnig sumarbúðir fyrir drengi að Nanyemoy í sama ríki, — þessar stofnanir hennar eiga nú bækistöðvar í 37 stórborgum Bandaríkjanna og í Haag í Hollandi. Miss Merrick hefur helgað alt sitt líf þeirri göfugu hugsjón, að koma heilsu- biluðum börnum til heilsu og gera þau að heilbrigðum og nytsömum þegnum í þjóðfélaginu. Hún stækkar altaf býlið sitt í þessum tilgangi, og þeim, sem góðs njóta af fjölgar einnig mjög. Býlið henn- ar eða bújörðin vex í réttum hlutföllum við þann skilning hennar á því, hvaða landsskuld hverjum borgara beri að gjalda af því að hafa fæðst og vera Ameríkumaður. Hún stjórnar enn milljónafyyrirtæki og meðstjórnendur hennar eru fjörutíu. Hún ber sjálf ábyrgð á öllum innkaupum og annast um greiðslur. Þetta býli er heimili henn- ar innan vébanda þjóðarinnar, sem ól hana og hún elskar. Miss Merrick hefur ákveðnar skoðan- ir, — ófrávíkjanlegar skoðanir á mönn- um og málefnum; hún er svo viss í sinni sök, að hún fær venjulega sínu fram- gengt hver sem í hlut á og hver svo sem afstaða hennar er til hinna venju- 1 e g u pólitísku flokka. Það er ekki auðvelt að fá Miss Merrick til að tala um sjálfa sig; hún talar eingöngu um ,,starfið“. ,,Almenn- ingur á að hafa áhuga fyrir starfinu en ekki mér“, segir hún. „Þegar ég var tólf ára“, sagði hún í þýðum róm, ,,fór ég oft í gönguferðir með systrum mínum. Ég var vel klædd, en ég sá oft börn með tærnar út úr skón- um í snjónum. Ég fann, að svona átti þetta ekki að vera. Ég sá litla berfætta stúlku standa í snjónum og selja eld- spýtur. Hún var jafnaldra mín og ég fór með hana heim og gaf henni skó“. Þegar Mary Virginia varð fyrir slys- inu og það dæmdist á hana að verða krypplingur og meira og minna rúmföst um aldur og ævi, fór hún að hugsa um hinar nöktu fætur í snjónum, og þúsund- ir slíkra minninga um fátæklingana rifj- uðust upp fyrir henni. Hún byrjaði á því að safna saman stúlkum í herbergi sitt til að sauma barnaföt. Sjálf saumaði hún á bakinu með hendurnar fyrir ofan höfuð sér. Þá byrjaði hún að safna jólagjöfum fyrir fátæk börn. Einhver benti henni á börn, sem þyrftu að komast út á land sér til heilsubótar, og hún kom því í fram- kvæmd að fjöldi barna voru send til bænda í nágrenni Washington til tveggja vikna dvalar. Þannig hófst hið mikla líknarstarf hennar, er varð umfangs- meira með hverju ári, eftir því, sem þörfin varð ljósari, og söfnun fjár frá velviljuðu og gjaflyndu fólki náði fram- gangi. Miss Merrick hefur ekki aðeins aflað þúsunda, heldur milljóna handa bújörð sinni, þar sem heilsulítil börn og ungl- ingar njóta útiloftsins og komast til fullr- ar heilsu, vegna hollrar vinnu; hún fær alltaf sínu framgengt, hver sem á í hlut, og hún hikar ekki við það, að nota sím- ann, hvort heldur er á nóttu eða degi, ef hún þarfnast einhvers fyrir unglinga- heimili sitt. Og nú berst henni fé að úr öllum áttum. Miss Merrick hefur aldrei sótzt eftir mannvirðingum, en þrátt fyrir það hafa margvísleg virðingarmerki fallið henni í skaut, meðal annars hefur hún verið s æ m d páfakrossinum ,,Pro Ecclesia et Pontifice", sem aðeins erveittur þeim einstaklingum, er á frábæran og ógleymanlegan hátt hafa þjónað guði og landi sínu. Félagsskapurinn í Washington, Cosmopolitan Club, veitti henni viður- kenninguna „Washington’s Outstand- Framh. á 9. bls.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.