Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 6

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 6
6 EINING E I N I N G Mána8arbla<5 um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pélur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku fslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut C, Kópavogi. Sími blaðsins er 5956- Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak. Mið míkla stríð Hvað skyldi nútímahugsunarháttur, þekking og vísindi gera við þessa aldagömlu kenningu: „Ef þér lifið eftir holdinu, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gerðir líkam- ans, munuð þér lifa“. Þetta er hið mikla stríð mannsins og mannkynsins, átökin milli hins jarðbundna eðli mannsins og hins lífsþyrsta og ljós- elska anda hans. Stundum stöndum við andspænis mjög óhuggnanlegum fyrirbærum, sem sanna, hversu heljartökum dýrseðlið nær á tilfinningalífi mannverunnar, ef hún afrækir þroskun og þjálf- un hins andlega eðlis síns. A liðnu ári skrifuðu blöðin töluvert um mjög furðulegt fyrirbæri: að „duldar tilfinningar æskunnar fengju útrás í hristings og veltutónlist“. Já, allt má nú kalla list, einnig slíkt tónaskvaldur. I grein, sem birtist í Tímanum 5. okt. 1956, er sagt frá því, er blaðamaður einn gekk á fund Elvis Presley, hins unga postula kynóratónofsans. Er blaðamaðurinn kom út frá Presley, „munaði minnstu að hann yrði fleiginn lifandi af ungum stúlkum, sem biðu fyrir utan og hrópuðu: Komum við hann, hann hefur kannske komið við Elvis. Og þar með rudd- ust þær að blaðamanninum og skyldu við hann kviknakinn“. Er til nokkur önnur skýring á þessu, en dýrseðlið í algleymi? Ungu stúlkurnar þurftu að rífa fötin af manninum til þess að geta komið við hann nakinn, ef á þann hátt kynni að yfirfærast til þeirra eitthvað af kynofsa hins unga tónhrotaþrumara og buxnahristingsfrömuði. Vissulega er eitthvað ógeðslegt við þetta. Andinn hefur engan taum á æstu eðli holdsins. Þannig hegða menn sér þegar andinn býður ósigur. Það var slysni að ungi maðurinn Elvis skyldi ekki heita Elevsis í höfuðið á hinum fornfræga stað, þar sem Grikkir iðkuðu launhelgar. Ein álma þeirra trúarhreyfinga var Dio- nysos-dýrkunin. í bók Sigurbjörns Einarssonar prófessors, Trúarbrögð mannkyns, segir svo: „Dionysos-dýrkunin virðist hafa borizt til landsins og um það eins og stormhryna. Sagt er frá því, að fólk, einkum kon- ur, hafi orðið æðisgengið, stokkið að heiman og út í skóga eða upp á fjöll, stigið þar tryllta dansa með ópum og óhljóð- um við bumbuslátt og pípublástur, sveiflað um sig lifandi nöðrum eða laufskrýddum stöfum, ráðizt á dýr, sem fyrir urðu, einkum naut, rifið þau sundur lifandi og étið hrá og sveipað sig húðinni síðan. Söngva fluttu þeir: „Kom, kom, hvert, sem líki þitt er, þú fjallaþjór, þú hundraðhöfðaða naðra, þú ljónið logbrennandi. Ó, guð, þjór, leyndardómur, kom“. Þessar Dionysos-óðu konur áttu jafnvel að hafa ráðist á upphafsmann hreyfingarinnar, þrakverskan söngvara, já, söngvari var hann auðvitað, og „rifið hann lifandi í tætlur“. Hver veit, hvað orðið hefði um Elvis, ef ungu stúlkurnar hefðu náð í hann, en ekki aðeins blaðamanninn? Þarna höf- um við það. Ekkert nýtt undir sólinni. Konur kunnu einnig Slikar sögur gleðja alla egðu okkur sögu. — Þannig biðja börnin. Allir viljum við gjarnan heyra sögur og fréttir, en ekki eingöngu fregnir af slysum, stríðum, upp- reisnum og hryðjuverkum. Hér skal nú endursögð dásamleg saga, er sýnir, hvernig þjóðum verður bezt hjálpað. Frá- sögn þessi er í Reader’s Digest, Júní 1956, endursögð úr The Rotarian. Öldum saman drógu tugir þúsunda manna fram lífið í hlíðum fjallsins Yatsu, um 100 km fyrir vestan Tokyo í Jap- an. Það var eymdarlíf. Jörðin var grýtt og lítið þar annað að hafa en viðarhögg. Á undanförnum árum hefur einum manni tekizt að kenna þessu bændafólki, 100,000, að framleiða þarna hveiti, rúg, grænmeti og ávexti. Þar hefur og kynbættur kvikfénaður nú gott haglendi. Þar er mjólkurbú, heilsuvernd og margt fleira, sem áður var þar óþekkt og kjör fólksins eru gerbreytt. Maður þessi heitir Paul Rusch og er frá Kentucky í Banda- ríkjunum. Árið 1925 var hann beðinn að fara til Japan og starfa þar í hjálpar- og viðreisnarsveit, eftir landskjálftann mikla, sem lagði mikinn hluta höfuðborgar Japans í rúst og grandaði hundruðum þúsunda mannslífa. Paul Rusch ætlaði að dvelja eitt ár í Japan, en það fór öðruvísi. Hann kynntist þörf fólksins og tækifærinu til bjargar. Hann gekkst inn á að verða kennari við háskóla í Tokyo og þar með hófst lífs- tíðar starf hans. Stúdentar háskólans urðu fljótt vinir hans og áhugasamir samverkamenn. Af litlum launum sínum miðlaði hann svo 22 stúdentum, að þeir gátu lokið námi sínu. Á styrjaldarár- unum var hann sem Ameríkumaður settur í varðhald. Þá stofnuðu stúdentarnir oft lífi sínu í hættu til þess að geta fært honum mat. 500 þeirra, sem nú eru margir hverjir forystu- menn á ýmsum sviðum í þjóðfélaginu og hjá ríkisstjórninni, hafa valið Paul Rusch tignarnafnið sensei — fræðari. Þeir hafa og kallað hann guðfaðir 634 barna sinna. Eftir heimsstyrjöldina var hann kallaður til þjónustu í her- námsliðinu. Hann átti m. a. að kynna þjóðinni lýðræði, en það var henni þá fullkomin nýjung. Hann stóð þar andspænis nýju vandamáli. Hvernig átti hann að kenna þjóðinni lýðræði? Honum varð hugsað til heimaþjóðar sinnar. Hvernig hafði lýðræðið skotið rótum þar, og hver var styrkur þess? Paul Rusch afréð að velja þorpið Kiyosato til reynslu. Þótt það væri aðeins um 100 km frá Tokyo, var fólkið þar samt hundrað ár á eftir tímanum. Bústaður þess var of langt frá sjó til þess að það gæti haft not hans, en of hátt til fjalla til þess að hrísgrjónarækt gæti blessast þar. Fólkið lifði við sár- ustu fátækt og verstu atvinnuskilyrði. Fimmti hver maður var tæringarveikur og suma hina þjáðu aðrir kvillar, börnin fengu aldrei mjólk eftir að þau misstu brjóstamjólk mæðra sinna. Rusch benti fólkinu á, að með dugnaði og þekkingu gæti það breytt lífskjörum sínum. Land þeirra gæti framleitt, ekki aðeins trjágróður og illgresi, heldur og nytjajurtir og góða kvikfjárhaga. Þetta kostaði auðvitað erfiði, en hann skyldi útvega þeim hjálp. Hann sargaði út úr stjórninni 857 ekrur af ónotuðu lands- svæði. Þar skyldi kennslan hefjast. Frístundir sínar notaði hann svo til að tala við menn í stjórnarráðinu og ýmsa forystu- menn viðskiptamála, einnig presta og svo menn í setuliðinu hjá forngrikkjum að verða brjálaðar af æsingu tónaglams, dansa og hristings. Og karlkynið átti að svala á einhvern hátt. Þær réðust helzt á nautin og rifu þau sundur lifandi og átu. Það var þó snerting sem um munaði. Ekki er unga fólkið nú á dögum svo fullnuma í hristingslistinni.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.