Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 7

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 7
EINING 7 ^JJin liei L CM^a, <£ Hver af oss má búa við eilífan eld, hver af oss má búa við eilíft bál? Sá sem fram gengur réttvís- lega og talar af hreinskilni; sá sem hafnar þeim ávinningi, sem fenginn er með ofríki; sá sem hrist- ir mútugjafir af höndum sér; sá sem byrgir fyrir eyru sín, til þess að heyra eigi morðráðin; sá sem afturlykur augum sínum, til þess að horfa eigi á það sem illt er. Hann skal búa upp á hæðunum, hamraborgirnar skulu vera vígi hans, brauðið skal verða fært honum, og vatnið handa honum skal eigi þverra. Augu þín skulu sjá konunginn í ljóma sínum, þau skulu horfa á víðáttumikið land. Jesaja 33, ih—17 Ritningin segir á öðrum stað, að Guð sé eyðandi eldur. Ekkert óhreint né vanheilagt getur haldizt við í návist hans. Hver má þá búa í nærveru Guðs, spyr spámaðurinn? Festum okkur nú vel í minni svarið: 1. Sá sem framgengur réttvíslega og talar af hreinskilni. 2. Sá sem hafnar ávinningi, sem fenginn er með ofríki. Sá sem hristir mútugjafir af höndum sér. Sá sem byrgir eyru sín, til þess að heyra ekki neitt Ijótt. Sá sem afturlykur augum sínum, til þess að sjá ekki það, sem illt er og Ijótt. Samkvæmt þessu þurfum við vissulega að loka augum og eyrum fyrir mörgu, sem daglega er á boðstólnum, bæði í breytni manna, bókagerð, út- varpi, kvikmyndum, fyrir öllu hinu ljóta. Svo þurf- um við að hrista af höndum okkar allan rangfeng- in gróða, fram ganga réttvíslega og tala af hrein- skilni. Það er: iðka í öllu algeran heiðarleika. Án þessa hreinleika fær víst enginn búið við eilífan eld, við eilíft bál. — Guð er eyðandi eldur. Getum við haldið okkur hreinum í heimi óhrein- leikans? — Allt getur sá, sem trúna hefur. 3. 4. 5. og gera þeim kunna áætlun sína, og beiddist aðstoðar þeirra. Peningar tóku að berast frá hinum og öðrum, t. d. forsætis- ráðherranum, amerískum höfuðsmanni, brezkum vélfræðingi og öðrum. Sjálfboðaliðar frá nærliggandi þorpum tóku höndum sam- an um að reisa á staðnum samkomuhús, er einnig skyldi vera kirkja. Japanskur klerkur tók að sér umsjón þar og innan stundar hafði hann þar 20 samstarfsmenn, og nú fékk fyrir- tækið nafnið Kiyosato Educational Experiment Project, skam- stafað K E E P. Við gætum kallað þetta tilraunarskóla eða bú Kiyosato þorpsins. Árið 1949 fór Paul Rusch til Bandaríkjanna, ferðaðist þar um í 30 ríkjum og kynnti tilraun sína í Japan. Áhugi hans vakti áhuga hjá mönnum í Bandaríkjunum og þeir gáfu ríf- lega til fyrirtækisins. Þeir gáfu klæðnað og peninga og lofuðu að láta í té bæði landbúnaðarvélar, útsæði og skepnur. Er Rusch kom aftur til Japans, var verkið í fullum gangi og 1950 komu þeir upp sjúkrahúsi, og þar liðsinntu tveir læknar og fjórar hjúkrunarkonur 4000 manns fyrsta árið. Næsta ár var opnað bókasafn. Og nú tóku gjafirnar að koma frá Bandaríkjunum. Þar voru úrvalsskepnur frá North Caro- lina, Florida og Michigan, verðlaunatarfur frá Nebraskabúi, 10 Hereford-kýr, sem Amarillo Rotary klúbburinn gaf. Frá Californíu voru send 200 úrvals hænsni. Frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna og Canada bárust útungunarvél, traktor, margar smálestir af útsæði, mjólkurbús-áhöld og alls konar búsáhöld. Fyrirtæki í Wisconsin gaf fullkominn útbúnað í sjúkrahúss-skurðstofu, og kirkjusöfnuður einn sendi öll áhöld tannlæknisstofu. Auðvitað kom nú fjörkippur í framkvæmdirnar heimafyrir í Japan. Menn gengu rösklega að verki, samtaka og í sam- vinnuanda, gerðu vegi, brutu land og ræktuðu og komu nýj- um atvinnurekstri á fót. Á fimm árum urðu þarna meiri framfarir en á undanförnum fimm öldum. Á hundruðum lít- illa bújarða ræktuðu menn nú margar korntegundir og enn fleiri tegundir grænmetis, og kvikfénaðurinn þreifst vel á gras- inu, er spratt upp á grasfræi frá Bandaríkjunum og Canada. Hænsnunum var útbýtt 10 til hvers bónda með þeim skilyrð- um, að hann léti svo einhvern annan bónda fá 10 heilbrigð hænsni, er hann hefði alið þau upp. Með þessu fyrirkomu- lagi voru framleidd 12,000 hænsna. Sjúkrahúsið var stækkað, þrír læknar og fimm hjúkrunar- konur liðsinntu og líknuðu 6000 manns árlega, og fræddu fólkið um heilsuvernd og hreinlæti. Var fólki látið margt í té á þessu sviði, er það hafði alldrei kynnst áður. Árið 1954 kom Paul Rusch þarna á landbúnaðarsýningu. Einn bóndinn fékk 10,000 yena verðlaun, en hann gaf helm- inginn öðrum til hjálpar. Gert var ráð fyrir að á sýningunni yrðu sýnd svo sem 100 ungbörn, en hreyknir foreldrar létu skrá 278 væn og hraustleg ungbörn. Einn dag sýningarinnar var 2000 manns veittur góður hádegisverður. Að lokinni máltíð ávarpaði Rusch sýningar- gesti og sagði þá m. a.: ,,Nú sjáum við, að það, sem þið þurf- ið til lífsviðurhalds, er hægt að framleiða hér, og vonin um góða framtíð þjóðarinnar er tengd ræktun þessa fjalllendis Japans. Fregnin um þetta velheppnaða framtak fór sem eldur í sinu um allt landið. Árið 1955 kom 8000 manns víðs vegar að í landinu, ýmist gangandi eða í alls konar farartækjum, til þess að kynnast því, hvernig unnt væri að breyta grýttu og hrjóstrugu landi í kornakra og matjurtagarða. Sjö héraðs- stjórar eða amtmenn höfðu þá leitað til Paul Rusch og beðið hann að hafa forustu um hliðstæðar framkvæmdir í þeirra umdæmi. Ríkisstjórin flutti inn 4000 Jersey-kýr og seldi bændum fyrir minna en innkaupsverð, aðallega þessum fjalla- búum. Forsætisráðherra Japans sagði þá, að þetta fyrirtæki — K E E P — hefði fullsannað, að landbúnaður gæti þrifizt ágætlega í hálendi og fjalllendi Japans. Þessar framkvæmdir bæru fagurlega vitni mannlegri hugkvæmni, hjálpsemi og trú, og væri einnig prýðilegt sýnishorn af samvinnu Japans og Ameríku. Með þessu markverða átaki færði Paul Rusch Japönum tvennt, er þeir þörfnuðust einna mest: fæðu og trú á fram- tíðina. Næstum 90 milljónir manna hafast við á fjórum eyj- um Japans, sem eru rúmar 380 þúsundir ferkílómetra. Að- eins 16% þessa lands var ræktað. Meiri hluti landsins er hrjóstrugt hálendi, sem aldrei hefur verið hagnýtt. Landið hefur framleitt aðeins 80 af hundraði þeirrar fæðu, sem þjóð- in þarfnast, og alltaf fjölgar íbúum landsins. Það er því augljóst mál, að slíkar framkvæmdir, sem hér er sagt frá, er sú bezta hjálp, sem unnt er að láta í té þeim þjóðum, sem illa eru á vegi staddar. Þetta sýnir einnig, hvað jafnvel einn áhugasamur og hjálpfús maður getur til vegar komið, hvað þá heilar þjóðir, ef þær sneru sér frá hernaðar- brjálæðinu og að því einu, að gera líf allra jarðarbúa bæri- legt og farsælt í alla staði. Miklir prédikarar fyrri tíða, eins og t. d. John Wesley,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.