Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 8

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 8
8 EINING FriSarríki. Dásemdir lífsins Dýrðleg er veröld þín, Drottinn minn, dásamlegt mjög að vera til. Heiður og fagur himinn þinn hjörtunum miðlar sólaryl. Braut mín er fögrum blómum stráð, blessun drýpur af aldinrein. — Mikil er lífsins nægt og náð, næg til að bæta sérhvert mein. Þannig birtist þín blessuð mynd, börnum jarðar, sem unna þér, þar sem ei myrkvar sorg og synd, sárust kvöl, er menn baka sér, en einnig sjálfskapar-bölsins bönd brjóta mun föður líknar hönd. Guðdómleg er sú háa höll, sem hefur þú barni þínu reist. Súlur hennar hin fögru fjöll, friðskjól, sem hrjáður getur treyst. Syngur þar foss, en svalalind silfurtær skín við bergsins rót. Drottinn breiðir þar dýrðarmynd dalabarnanna faðmi mót. Lækir glitra í grænni hlíð, grund er litfögrum blómum stráð. — Mikil er höllin, há og víð, og himinn ríkur af lífsins náð breiðir um landið geislagull, — Af Guðs dýrð er öll jörðin full. Pétur Sigurðsson. Hengdur til þerris Maður nokkur ætlaði að fremja sjálfsmorð og kastaði sér í sjóinn, en tveir sjómenn sáu til hans og björguðu honum. Hann hljóp þá út í skóg þar í grendinni. Nokkru síðar gengu sjómennirnir tveir út í skóginn og rákust þá á manninn, er hafði nú hengt sig í einu trénu. „Flýttu þér“, sagði annar sjómaðurinn við liinn, „og hjálpaðu mér til að skera hann niður“. „Dæmalaust flón ertu“, svaraði hinn, „get- urðu ekki skilið, að maðurinn hefur hengt sig í tréð til þerris“. Breimivmsgleðin i Moskvu Hinir háttsettu valdhafar í Kreml hafa stöðugt verið í alþjóðamálum hin furðu- legustu spurningarmerki: Á hverju byggja þeir? Hvert er markmið þeirra? Hver er sammála hverjum? Hverjar eru hugsjónir þeirra? Þá sjaldan, er þessir háu herrar tala opinskátt, eru þeir mjög undir áhrifum hinna sterku drykkja. Til dæmis er Krusjtsjov, framkvæmdastjóri, víðfræg- ur orðinn sem hetja í að drekka og byrla áfenga drykki, hvort sem vökvinn heitir vodka eða eitthvað annað. Brennivíns- veizlur kommunista við móttökur í sendiráðunum í Moskvu kynna byltinga- hugsjón þeirra á mjög kynlegan hátt. Langt verður að seilast aftur í tímann til þess að finna hliðstæðu brennivíns- gleðinnar í móttökuveizlunni í kínverska sendiráðinu í Moskvu, sem haldin var Chou-En-Lai, forsætis- og utanríkisráð- herra Kína. Frásögn AFP gat þess, að uppspretta fagnaðarins mundi hafa ver- ið sú, hve austurlanda brennivínið var þar óspart veitt. I ræðu sinni minntist Krusjtsjov fram- kvæmdastjóri á Stalin — og kunnugt er mönnum um, að það hefur hann áð- ur gert. Það var einmitt hann, er bar fram hið gífurlega klögumál á hendur þessum guði og ákærði hann fyrir rang- láta valdbeitingu, ofsóknir og tilbúna málsókn á hendur saklausum mönnum, mannadýrkun og annað verra, svo að öll veröld kommunista skalf og nötraði á undirstöðum sínum, já, og nötrar enn í ýmsum löndum. — Hvað var það þá, sem Krusjtsjov sagði að þessu sinni? Jú, hann sagði, að í stéttabaráttunni væri Stalin kommunistum sönn fyrir- mynd. Ég geri engan mun á stalinisma og kommunisma, sagði framkvæmda- stjórinn. Þá hrópaði Kaganovitsj bravó. Krusjtsjov lét skála til heiðurs kínversk- um kommunisma, og sagði: „Þeim, sem eru ekki einhuga í þessu, ber þó að láta sem þeir séu það, ella verða þeir krafðir reikningsskapar í eilífðinni, þar sem okk- ur verður öllum stefnt saman að síð- ustu“. Hér við bætti framkvæmdastjór- inn þeirri ósk, að Guð gæfi sérhverjum kommunista að heyja baráttuna eins og Stalin. Á að leggja trúnað á slíka ræðu? Á að líta á hana sem veigamikla, pólitíska yfirlýsingu eða fánýtt ölvunarbull. Ölv- aðir menn opinbera oft hugsanir hjarta síns. Fornt kjarnyrði segir, að börn og ölvaðir menn segi helzt sannleikann. Ö1 er innri maður. Sé unnt að taka nokkurt mark á því, sem Krusjtsjov segir nú, þá verður að líta á það sem hann keppist nú við að reisa af nýju það goðalíkan, er hann með hinni mestu áfergju braut niður fyrir skömmu. Sé það satt, er Krusjtsjov hefur áður sagt um Stalin, að hann hafi eflt mannadýrkun, látið taka saklaust fólk af lífi og höfða rang- lega málsóknir gegn mönnum osf., þá höfum við nú fengið að vita, hvernig fyrirmyndar kommunista ber að hegða sér, og hvað er hið ákjósanlega fordæmi, er vera skal keppikefli sem flestra. Orð hans, um samfundi í eilífðinni, geta ekki skilizt á annan veg en að hann trúi á annað líf, þar sem hver maður verði leiddur fram fyrir einhvers konar sósíalistiskan alþýðudómstól. Liggur þá nærri að álykta, að Stalin og Krusjtsjov verði þar dómarar. Brennivínið hefur truflandi áhrif á hugsanir allra manna, hvort sem þeir heita Jeppi eða Krusjtsjov. Hitt verður vissulega ekki auðveldlega séð, hvort brennivínið á einnig eftir að valda sveifl- um á sviði stjórnmálanna. Hér lýkur þessum greinarstúf, er birt- ist í norska blaðinu Folket, 29. janúar 1957, og mun einnig ýmsum hér á landi þykja hann athyglisverður. --------ooOoo------- Ljóftar frétftir irá Póllandl Reutersfrétt greinir frá glæpaflóði í sambandi við mikinn drykkjuskap í Pól- landi. Sérstaklega er talað um svæði í Lublin í suðausturhluta Póllands. Er þar aðallega kennt um heimabruggi. Bænd- ur nota kartöflur sínar í vodkagerð. Lög- reglan fær ekki rönd við reist. Sjö morð voru framin í janúar, segir fréttin, og þjófnaður og rán skipti hundruðum. Morðin voru framin í sambandi við dansskemmtanir og drykkjuskap. Dans og drykkja fer oft saman, á einni viku náði lögreglan í 11 ólögleg bruggunar- tæki. Talað er um drykkjuskapinn í Póllandi sem þjóðarplágu. Opinberar skýrslur telja að 450 millj. dagsverka glatizt árlega sökum ölvunar. --------ooOoo------- Bezti viðskiptabær Einingar Akranes er efst á listanum. Vestmannaeyj- ar næstum jafnar. Þar næstur Hafnarfjörð- ur, þá Akureyri og svo Siglufjörður. Sumir fámennari staðanna eru ágætir viðskiptaaðilar. settu tilheyrendur sína á gínandi barm helvítis og þrumuðu barm gereyðingar og bent á, að um aðeins tvennt sé að velja: yfir þeim, að þeir ættu aðeins um tvennt að velja: snúa inn Snúa inn á braut friðar, samvinnu og bræðralags eða farast á braut guðsríkisins eða steypast í glötun. í aleyðingu atómstyrjaldar. Enn eins og á dögum Móse blasir Nú eru flestar slíkar raddir hljóðnaðar, en í stað þeirra við mannkyni vegur lífsins og dauðans, og það er okkar að hafa vísindamenn þessarar aldar, sett allt mannkyn á gínandi velja.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.