Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 10

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 10
10 EINING HRAFNHILDUR Skáldsaga eftir AstríSi Torfadóttur. Laugardaginn sem von var á Pétri, var Hrafnhildur stödd í eldhúsinu, er Bergljót kom inn. Bláa skuplan hennar var dregin lengra venju fram fyrir andlitið. Hún heilsar og spyr lágróma: „Hrafnhildur mín, á ég ekki að vera hér hjá þér á meðan Jjau eru að koma?“ — ,,Nei, Bergljót mín. Meðan á því stendur vil ég helzt vera ein, en ef þú vilt fara eitthvað með blessuð börnin úr bæn- um, t. d. út að Gerði, er ég þér þakklát, því að ég vil ógjarn- an að þau séu heima, er faðir þeirra leiðir inn á heimilið slíka konu sem Bessa er“. Rétt eftir að Bergljót var farin með börnin, sást til báts inn sundin.. Hrafnhildur stóð við gluggann og aðgætti, er báturinn lenti og þekkti þá strax mann sinn og fylgdarlið hans. Er þau voru komin fast heim að bænum, hleypti hún í sig kjarki og hljóp niður stigann, en riðaði samt á fótunum. Eng- inn var til frásagnar um, hvernig henni var innanbrjósts, er hún heilsaði manni sínum og sagði: ,,Mér þykir þú koma heldur en ekki mannsterkur í dag, bóndi minn, að koma með tvö hjú í einu í bæinn“. Pétur hleypti brúnum eins og hans var venja, er illa lá á honum. Hrafnhildur sneri sér þá að Bessu og spurði hana, hvort hún kviði því nú ekki að koma í sveitarforina eftir alla dvölina í kaupstaðnum“. Bessa svaraði engu, en gaut augum til Péturs og glotti. Pétur spurði eftir börnunum. Hann sagði að Anna Sigrún og Pétur ættu að fara niður að sjó með Óskari til þess að bera heim farangur þeirra. . Hrafnhildur svaraði hæglátlega, hvort hann væri búinn að gleyma því, að hann hefði lánað frú Línu Önnu Sigrúnu í sumar, og að hún væri farin til hennar fyrir rúmum hálfum mánuði, en Pétur litli hefði fengið að fara með hinum börn- unum út að Gerði“. „Aldrei eru þessi börn heima“, hvæsti Pétur um leið og hann strunsaði inn í bæinn. Hrafnhildur flýtti sér nú að bera aðkomufólkinu mat og kaffi, og bað svo afsökunar á að hún færi að sækja börnin, því að sennilega biðu þau þess óþolinmóð að fá vitneskju um að pabbi þeirra væri kominn heim. Á leiðinni niður stig- ann heyrði hún Pétur spyrja: „Áttu nokkuð eftir, Bessa?“ Og Bessu svara: ,,Þú varst nokkuð drjúgur við sopann á leið- inni, en sérðu, hér er hálfflaska“. ,,Þú ert mesti dýrgripur, Bessa“, var hið síðasta, sem Hrafnhildur heyrði mann sinn segja um leið og hún flýtti sér niður og út. Hrafnhildur kom ekki heim fyrr en komið var kvöld. Pétur og Bessa sátu enn yfir kaffibollum sínum og lagði frá þeim sambland af kaffi- og áfengisdaun. Hrafnhildur lét börnin fara upp og heilsa, en fór sjálf út að mjólka. Þegar hún kom inn aftur og upp á loftið, kastaði hún lauslega kveðju á mann- skapinn og lét svo börnin fara að hátta. Hún lokaði að sér á meðan, en opnaði svo hurðina, sneri sér að Bessu og sagði: „Eg var næstum búin að gleyma að segja yður, að húsbónd- inn vill fá morgunkaffið ekki seinna en klukkan sex. Eldivið- ur er í kassa undir eldhúsborðinu og eldspítur á þrepi yfir eldstónni. Á borðinu er bakki með því, sem á að vera með kaffinu. Við hin drekkum ekki fyrr en við komum á fætur. Góða nótt“. Pétur horfði út um gluggann, en Bessa kímdi út í annað munnvikið og gaut augunum til hans. Rétt á eftir slangraðist Pétur inn til sín, lokaði vandlega og háttaði. Um morguninn var hann árla á fótum. Hrafn- hildur vaknaði er hann hvarf út um dyrnar. Hún lá kyrr, aldrei þessu vant, í hálfgerðu móki, en hrökk upp við að heyra Bessu kalla til Péturs: „Mkill bölvaður bjálfi ertu, Pét- ur, að færa mér slíkt skólp. Þér ætti þó að vera orðið kunnugt um, að kaffið verður að vera bleksterkt, ef það á að hressa mig nokkuð á morgnana“. „Sussu, sussu, hafðu ekki svona hátt manneskja", heyrði Hrafnhildur Pétur segja, „eg skal laga það sterkara“. Þótt Hrafnhildi væri annars ekki hlátur í huga, brá þar þó fyrir svo skoplegri mynd af Pétri með bakka, að hún hafði næstum hlegið hátt, en það var aðeins augnablik. Hún flýtti sér í fötin og fór ofan. Þar mætti hún manni sínum á miðju gólfi með kaffi í annarri hendinni en rjómakönnu í hinni. Þau yrtu ekki á hvort annað, en hún leit til hans er hún gekk fram hjá honum. Hann leit undan og kiknaði ögn í hnjáliðunum. Hún gekk að borðinu og fékk sér ofurlitla mjólk- urblöndu í bolla og aðeins mola með. Pétur kom aftur að borðinu með kaffikönnuna og spurði lágt, hvort hún vildi ekki fá sér kaffi. Hún afþakkaði og sagði með þykkju, að honum hefði jafnan fundizt búreikning- arnir nógu háir á Hrauni, þótt ekki væri drukkið rjómakaffi að morgni dags. Þú getur örugglega farið upp með kaffi- könnuna til Bessu vegna þess, að eg öfunda hana ekki af kaffinu eða þér. Eg samgleðst þér, maður minn, yfir því, að þú hefur nú loksins fundið þá konu, sem þér finnst vera þér samboðin og verð ástar þinnar og umhyggju“. Pétur beit saman tönnum og lagði af stað með kaffi- könnuna til Bessu. Hrafnhildur flýtti sér að mjólka, skildi svo allt eftir ógert niðri, klæddi börnin og fór með þau til Bergljótar. Hún kom ekki heim fyrr en komið var kvöld. Þá stóð Pétur hjá bæjar- dyrunum og var að bjástra við pjönkur Bessu. Án þess að líta til þeirra spurði hann, hvort ekki væri hægt að rýma svo til í stofunni, að farangur Bessu kæmist þar fyrir, taka t. d. borðið og orgelið og láta það út í skemmu, sem stæði nú auð. „Svo þetta heldur Bessa“, svaraði Hrafnhildur, „en eg held nú samt, að þetta verði að vera kyrrt í stofunni, þar til það verður flutt þaðan fyrir fullt og allt, og þess verður varla Iangt að bíða.“ Daginn eftir, er Hrafnhildur leit út um gluggann, sá hún Sokka gamla og annan af beztu gæðingum sveitarinnar standa bundna við hestasteininn á hlaðinu, og hún sá Pétur koma með reiðtýgin hennar og leggja á aðkomuhestinn. Hún hló kuldahlátri, en fram í huga hennar gægðist mótþrói og stríðn- islöngun, og næstum óafvitandi var hún allt í einu komin við hlið Péturs og bauð honum góðan dag, brosandi og blíðlega, og sagði: „Sízt af öllu hefði mér dottið það í hug í gærkveldi, að eg mundi setjast á hestbak í dag, og það á bezta gæðing sveit- arinnar. Eg skil, Pétur, að þig muni hafa langað til að sjá mig einu sinni enn á hestbaki, áður en við skiljum, því að svo mikið fannst þér til um reiðhæfni mína, er við vorum í til- hugalífinu. Eg skal sannarlega fá mér ærlegan sprett. Hvert er ferðinni heitið, Pétur minn, út í kaupstað eða eitthvað ann- að, kannske til kirkju?“ Pétur hélt áfram að leggja á hestana á meðan Hrafnhild- ur talaði. Hann var orðinn æði þungur á brúnina og var seinn til svars. Loksins muldraði hann ofan í barm sinn: „Bessa hefur sjálf útvegað sér hestinn. Eg ætla að fylgja henni yrfir ána, af því að hún ratar ekki“. „Já, einmitt það“, sagði Hrafnhildur. „Þetta voru nú held- ur en ekki vonbrigði. Þegar eg sá þig leggja söðul minn á gæðinginn, án þess að spyrja mig um leyfi, þá hugsaði eg, að þú mundir vilja sína mér einhverja vinsemd áður en við yfirgæfum hvort annað“. Það fór titringur um andlit Péturs og andartak mættust augu þeirra. Hún kipptist ofurlítið við og öll keksni var nú samstundis horfin, og hún iðraðist framkomu sinnar. Oft hafði hún orðið að horfa upp á sálarstríð hans eftir slíka daga og þessa síðustu með Bessu. Hún skildi ekki sjálfa sig. Síðan

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.