Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 1

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 1
15. árg. Reykjavík, júní—júlí 1957. 6.-7. tbl. etmóæ œnóletA OVWLVl ÞjóíSinni veitist sá hei<5ur og sú ánægja, a?S fagna tignum gestum 29. júnf. Þá koma sænsku konungshjónin, Gústaf Adolf VI og drottningin Louise Mountbatten í þriggja daga heimsókn og endurgjalda þar meí heim- sókn forsetahjónanna, herra Ásgeirs Ásgeirs- sonar og forsetafrúarinnar, Dóru Þórhalls- dóttur, til SvíþjótSar áriíS 1955. Konungur Svíanna er fæddur í Stokkhólmi 11. nóvember 1882. Hann var yfir 40 ár krón- prins ácSur en hann tók vi?S konungstign eftir föíSur sinn. Konungurinn er tvíkvæntur. ÁriíS 1905 kvæntist hann Margarete prinsessu af Connaught. Þeim varíS fimm barna autSiíS. Drottningin dó ári?S 1920. ÁritS 1923 kvæntist Gústaf Adolf í annatS sinn, Louise drottningu. Vissulega fagnar öll fslenzka þjóíSin komu þessara tignu gesta, sem er enn ein sönnun þess, hve fögur fyrirmynd sambútS NoríSur- landa þjótSanna getur veri?S hinum stóra heimi. En sórstaka ástæÖu hafa bindindis- menn til þess atS fanga komu Svfa konungs, því a?S í bindindismálum er hann ötSrum þjóíS- höftSingum fyrirmyndin. VitS bjóÖum konungs- hjónin hjartanlega velkomin. wm iii Dr. Richard Beck sextugur Prófessor Richard Beck er barn vors- ins og sumarsins, fæddur 9. júní 1897. Haldinn fleygum forhug lagði hann ung- ur lönd og álfur undir fót, og birtu vors- ins og hlýju sumarsins hefur hann varð- veitt rækilega fram á þenna dag, og svo mun verða áfram. Samfara síaukinni fróðleiksöflun og þekkingu hefur hann lagt rækt við hjartahlýjuna, og hjarta- öflin eru hin máttugustu. Þau eru í raun og veru frelsari heimsins, eins og einn merkur rithöfundur hefur orðað það. Þegar eg fyrst sá Richard Beck og heyrði hann flytja áhugamál sitt, en það var í Winnipeg á stúkufundi, mig minn- ir 1921, þá flutti hann frumort kvæði um brattgöngu. Hann var þá þegar lagð- ur á brattann og hefur sótt á jafnt og þétt slysalaust og komizt þar í þekkingu á mannlífinu, að hann hefur góða yfir- sýn af sjónarhæðum andlegs þroska, en það er skilyrði til þess að geta tekið al- vörumálin og vandamálin réttum tökum. Slík yfirsýn er hin trausta undirstaða mannúðar, góðvildar, réttlætiskenndar og frjálslyndis, en þessum kostum er prófessor Beck búinn ríkulega. Stutt er síðan eg sá þess getið, að fyrir skömmu hefði hann flutt hina þús- undustu ræðu sína. Við þetta má bæta því, að allt sem hann ræðir er honum hjartansmál. Þar er hvorki hik né hálf- velgja. Maðurinn er heill og hjartað hlýtt og gott, en slíkt er undirstaða alls vel- farnaðar í samlífi einstaklinga og þjóða. í lítilli afmælisgrein í litlu mánaðar- blaði verður aðeins fátt talið af því sem í frásögur er færandi um starf dr. Becks. Mér er að nokkru kunnugt um feril hans allt frá því, er hann hóf nám við Cornell háskólann og vann þar sér til ágætis og verðlauna. Um áratugi hefur hann ver- ið prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við ríkisháskólann í Norð- ur-Dakóta, og jafnframt síðustu árin forseti hinnar erlendu tungumáladeild-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.