Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 2

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 2
2 EINING ar háskólans. Hann hefur verið óþreyt- andi í ræðu og riti við eflingu ýmissa menningarmála, og ekki sízt fyrir ís- lenzkan málstað. Eitt merkasta verk hans frá síðari árum er hið stóra enska rit um íslenzk skáld (History of Ice- landic Poets 1800—1940), er kom út 1950 í hinu kunna ritsafni Islandica, sem Cornell háskólinn stendur að. Rit þetta hefur hlotið ágæta dóma sérfræð- inga og er talið merkisrit. Ritgerðasafn hans, Ættland og erfðir, hefur áður verið kynnt hér í blaðinu. Ritstjóri hins vinsæla ársrits, Almanaks Ólafs S. Thorgeirssonar í Winnipeg, var Beck árin 1941—1954, er það hætti að koma út, og á hann þar fjölda ritgerða. Á þessu tímabili hefur hann ritað á ís- lenzku, ensku og norsku fjölda ritgerða og ritdóma um íslenzk og norræn efni. Forustumaður á marga lund hefur hann verið í félagsmálum Islendinga og nor- rænna manna í Ameríku, forseti þjóð- ræknisfélags Isl. í Vesturheimi árin 1940 til 1946, og nú snemma á þessu ári kjörinn forseti þess á ný. Forseti er hann einnig félagsins til eflingar norrænum fræðum (The Society for the Advance- ment of Scandinavian Study), en það er fjölmennt bæði í Bandaríkjunum og Canada. Víðförull er dr. Beck mjög og vinsæll og eftirsóttur ræðumaður bæði hér á landi og víðar. Hann er heið- ursfélagi í mörgum félögum, svo sem Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vestur- heimi, Stórstúku íslands og stúku sinnar í Reykjavík Framtíðarinnar, en það met- ur Beck sér eins mikinn heiður og þótt um mikilvægari samtök manna væri að ræða, svo heill er hann í bindindismál- um og ótrauður játandi þess góða mál- efnis. Allt frá æskudögum hefur hann verið sterkur og góður liðsmaður þess. — Auk þess, er hér var talið hefur hann verið sæmdur íslenzkum og erlendum heiðursmerkjum. Dr. Beck er mikill heimilisvinur, og hefur einnig á því sviði verið mikill gæfu- maður. Hann er af góðu bergi brotinn. Foreldrar: Hans K. Beck, óðalsbóndi í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð, (d. 1907), og Þórunn Vígfúsína Beck, enn á lífi vestan hafs, senn 87 ára að aldri, hin ágætasta kona. Einn bróður á hann, Jóhann Þorvald, sem nú er prentsmiðju- stjóri í Winnipeg, vandaður og góður drengur. Og kvonfang hlaut dr. Beck gott: Bertu Samson, hjúkrunarkonu frá Winnipeg, fædd vestra, en af sunnlenzk- um ættum. Hana munu margir muna frá síðasta ferðalagi þeirra hjóna hér í heimalandinu. Börn þeirra hjóna eru tvö: Margaret Helen (Frú Paul Hvidston), búsett í Californíu, og Richard Beck, sem er um þessar mundir liðsforingi í flugher Bandaríkjanna. Bæði eru þau systkinin brautskráð með háum heiðri frá ríkis- háskólanum í Norður-Dakota, hún í bók- menntum og tungumálum, en hann í vélaverkfræði. Þessi mætu hjón, dr. Richard Beck og frú, geta nú litið um öxl yfir víðáttu- mikil, björt og fögur minningalönd, og þau verða vissulega mörg hugskeytin, sem þeim berast héðan að heiman á þessum merku tímamótum ævi hans, þakkir fyrir mikið og veglegt starf, og hugheilar óskir um björt og blessunar- rík komandi ár. Jón Helgason/ bóka- ulgefandi og rift- sftjóri, áftftræóur I 8. tbl. 5. árg. Einingar skrifar rit- stjórinn þannig um Jón Helgason sjöt- ugan, og finnst mér vel við eiga að birta það aftur nú 10 árum síðar, því það er allt í fullu gildi, sem þar er sagt: ,,Jón Helgason prentari átti sjötugs- afmæli 24. maí s. 1. Hann er fæddur árið 1877 að Grundarstekk á Beru- fjarðarströnd, Suður-Múlasýslu, fluttist til Reykjavíkur 1896, lærði prentiðnina í Félagsprentsmiðjunni hjá Halldóri Þórðarsyni, fór svo til Noregs og stund- aði um þriggja ára skeið nám við lýð- háskóla. Þegar hann kom heim, gerðist hann einn af stofnendum prentsmiðj- unnar Gutenbergs og vann þar um skeið. Prentsmiðju hefur hann sjálfur haft á núverandi stað, Bergstaðastræti 27, síðan 1925. Hann hefur gefið út Heimilisblaðið síðan 1912 og Ljósber- ann síðan 1921, annast sjálfur ritstjórn og útgáfu blaðanna að öllu leyti, en gefið auk þess út fjöldamörg rit og bæk- ur. Má þar á meðal nefna vinsælar bæk- ur, svo sem Hallgrímskver, Passíusálma, Ævisögu Abrahams Lincoln, merka bók, og fleira. I Reglu Góðtemplara gekk Jón Helga- son 17. nóvember 1897. Hann hefur starfað sérstaklega mikið í barnastúk- um, verið oft gæzlumaður þeirra, bæði í Hafnarfirði, á Eyrarbakka og hér í Reykjavík. Hann hefur verið styrktar- félagi barnastúkunnar Svövu í Reykja- vík síðan á jólum 1898 og starfað mikið í henni og s. 1. ár var hann aðalgæzlu- maður stúkunnar. Einnig hefur hann starfað og kennt við sunnudagaskóla bæði í K. F. U. M. og Bethaníu um 30 ára skeið samanlegt. Hann hefur tekið flest öll stig Reglunnar og verið trú- fastur hinum góðu málefnum, bindindis- starfinu og kristindómi. Hann er heið- ursfélagi barnast. Svövu, st. Framtíðin og Umdæmisstúkunnar nr. 1. Jón Helgason er maður grandvar og Stadshuset i Slokkhótmi, uppljómaS aS kvöldi dags.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.