Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 8

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 8
8 EINING E I N I N G Mánaöarblaö um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Péiur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi. Sími blaðsins er 5956. Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak. Frjáls og leynivínssala Þegar uppvíst varð á bannárunum um leynivínsölu eða brugg einhvers staðar, var það venja sumra dagblaðanna og einnig embættismanna, að viðhafa margendurteknar upp- hrópanir um þetta. Á allt slíkt var þá sett stækkunargler og sögurnar voru ýktar og margfaldaðar. Mun láta nærri að menn hafi trúað því, að væru ósannindin endurtekin nógu oft, mundi fólk að síðustu trúa þeim sem heilögum sannleika. En hvað er nú, um þessar mundir, á dögum frjálsu áfengis- sölunnar? Af blaðafregnum um það, sem uppvíst verður um leyni- sölu áfengra drykkja, má ráða, að slík leynisala sé umfangs- mikil, en það er ekki gerður neinn hávaði um hana á dögum frjálsu áfengissölunnar. Blöðin segja reyndar frá því, sem ekki er unnt að þegja yfir, en slíkt er áreiðanlega lítið brot af því, sem á sér stað af leynisölu áfengis. Blöðin sögðu frá því 2. febr. sl. að ,,vínbill“ hefði verið tekinn ,,með áfengi fyrir 26 þúsund kr.“ „Mikill smyglvarningur finnst í Dettifossi", sögðu blöðin 23. febr. sl., ,,400 flöskur af áfengi og 100 dúsín af kven- sokkum“. Eitthvað var þar fleira. Og enn er það í sama mánuði, að ,,340—350 flöskur af smygluðu áfengi finnast í skipinu Odda“. Þetta var 9. febr. sl. „Mesta smygl með íslenzku skipi“, er blaðafregnin 5. desember 1956, ,,400 áfengisflöskur fundust í Karlsefni“. Vandalaust væri að lengja þenna lista um það, sem upp- víst hefu rorðið innflutning á ólöglegu áfengi, en hitt er þó áreiðanlega drjúgum meira, sem aldrei verður uppvíst um. Hin frjálsa áfengissala hefur ævinlega og alls staðar verið leynivínsölunni hið bezta skjól. Sutftungamjöður Engann þarf að undra, sem les upphaf skáldamáls í Snorra- eddu, þótt upp af heila skáldanna vaxi margvíslegur gróður, sumt sé nokkuð furðulegt að gerð, annað stundum ærið strembið eða þá þunnur mjöðurinn. Frásögn Eddunnar er í styttu máli á þessa leið: Goðin og Vanir voru ósátt, en sættust þannig, að þeir gengu allir, Æsir og Vanir, að einu keri og hræktu í það. Goðin vildu svo ekki láta þessa dýrmætu sáttfýsishráka verða að engu og sköpuðu því mann úr hrákunum. Sá hét Kvasir. Hann var svo vitur, að hann vissi í raun og veru allt, og auðvitað fór þessi vitringur víða um heim að kenna mönnum speki og nytsamleg fræði. Hann kom til tveggja dverga. Þeir hétu Fjalars og Galars. Þeir kölluðu Kvasir af- síðis og drápu hann, létu renna blóð hans í tvö ker og einn ketil. Ketillinn heitir Óðrerir, en kerin Són og Boðn. Dverg- arnir blönduðu hunangi við blóðið og varð af þessu sá mjöð- ur, er gerir hvern mann að skáldi eða fræðimanni, sem drekk- ur. Dvergarnir sögðu ásum, að Kvasir hefði kafnað í mann- viti. Dvergarnir buðu svo til sín jötni þeim, er Gillingur hét, og konu hans. Þeir buðu Gillingi með sér á sjó, en létu farið hvolfast svo að Gillingur, sem ekki kunni að synda, drukkn- aði, en dvergarnir réttu við skipið og reru til lands. Þeir sögðu konu Gillings, hversu farið hafði um hann, en hún grét hátt og bar sig aumlega. Þeir buðu henni til hugarléttis að horfa út á sjóinn, þangað sem maður hennar hafði drukknað, en gengu svo frá þessu, að annar dvergurinn skyldi vera uppi yfir dyrunum og kasta kvarnarsteini í höfðu frúarinnar, er hún kæmi út úr dyrunum. Gillingur jötunn átti bróður, sem Suttungur hét. Er hann frétti þetta, tók hann dvergana og setti þá í flæðisker. Þeir biðja sér lífs og griða og bjóða til sætta mjöðinn dýra. Sutt- ungur jötunn gekk að þessu, fór heim með mjöðinn í Hnit- björg og fékk hann dóttur sinni, Gunnlöðu, til gæzlu. Nú vildu Æsir fyrir hvern mun ná í þenna fágæta mjöð, og lagði þá Óðin n sjálfur upp í leiðangur. Hann kom þar sem níu þrælar slógu hey og bauðst til að brýna Ijái þeirra. Þrælar tóku því með þökkum og bitu nú ljáirnir sérlega vel. Þrælarnir vildu eignast brýni það er Óðinn brýndi með, en hann kastaði því í loft upp, og er þrælarnir ætluðu að grípa það, þá slöngvuðu þeir ljáunum svo á háls hver öðrum að þeir drápust allir saman. Óðinn fór nú á fund húsbónda þrælanna. Sá hét Baugi og var bróðir jötnanna, Gillings og Suttungs. Baugi var einnig jötun. Hann kvað vera illar ástæður sínar, því að níu þrælar hans hefðu drepist. Óðinn kallaði sig Bölverk og bauðst til að ganga í vist hjá Bauga og taka upp níu manna verk, ef hann gæfi sér drykk af Suttungamiði. Bölverkur vann nú allt sumarið hjá Bauga, níu manna verk, en vildi svo fá laun sín. Þeir fara nú báðir að hitta Suttung og falar Baugi mjöð- inn, en Suttungur vill ekkert láta, ekki einn dropa. Bölverk- ur stakk þá upp á því, að þeir neyttu bragða. Tekur Bölverk- ur upp nafar og borar í gegnum bergið. Bregður sér svo í ormslíki og smýgur inn í gatið. Baugi skýtur á eftir honum nafrinum en missti hans. Bölverkur fór nú þar, sem Gunnlöð Suttungsdóttir var og gætti mjaðarins. Hann lá hjá henni þrjár nætur, en þar hefur verið annar siður en í hernámsástandi, því að hún vildi launa honum ánægjuna, og skyldi hann fá að drekka þrisvar af miðinum, einn drykk fyrir hverja nótt, en mjöðurinn var, eins og við munum, í þremur kerum. Bölverkur drakk úr þeim öllum og tæmdi kerin, brá sér svo hið snarasta í arnar- líki og flaug sem ákafast. ,,En er Suttungur sá flug arnarins, tók hann sér arnar- ham og flaug eftir honum“, og svo fór, að þótt þessir tveir ættu leikinn, Óðinn, sjálfur guðinn, og Suttungur jötunn, þá dró Suttungur á Óðinn — Bölverk. Stóð svo tæpt, að er Böl- verkur — það er Óðinn — flaug inn yfir Ásgarð, settu Æsir ker sín út í garðinn og spýtti Óðinn þá upp miðinum í kerin, en svo brátt var honum orðið að sumu spýtti hann aftur úr sér og hafði það hver sem hirða vildi, og varð það hlutur skálda- fífla. Það er, að þeir sem gleyptu það er Óðinn spýtti aftur úr sér urðu skáldafífl. En nú á vorri öld frjálsræðis og sam- búðarbræðslu manna í öllu félagslífi, eru skáldafífl tekin einn- ig í tölu listamanna og hafin upp í stétt skálda og á þing þeirra. Suttungamjöðinn gaf Óðinn svo ásunum og þeim mönn- um, sem yrkja kunna. Það er: þeir menn, er drykkinn fengu, þenna haglega og hreinlátlega gerða drykk, urðu skáld. Vitum við þá, af hve göfugum uppruna skáldskapargáf- an er, enda hefur hún mörgum skemmt með kitlandi man- söngvum, skáldsögum, þótt ekki á borð við þessa frásögn, þá allmjög í ætt við hana, torskildum ljóðum, dýrum hátt- um, en alltaf hefur skáldfíflahluturinn orðið nokkur.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.