Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 10

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 10
10 E I N I N G FJÓRIR RÓTTÆKIR BANNMENN Abraham Lincoln Ghandi Bernard Shaw UM HANN ÞURFUM VIÐ AÐ VITA MEIRA í heimi andans og mannúðarmála gnæfa sennilega hæst á vorri öld þessir þrír menn, Mahatma Ghandi, Albert Schweitzer og Toyohiko Kagawa, hinn mikli siðbótarmaður og postuli Japans. Hver vill verða til þess að gefa út á íslenzku ævisögu hans? Vafasamt er, hvort nokkur maður í sögu kristninnar hefur komizt nær því en Kagawa að feta í allri breytni í fót- spor Krists. Hann er að ýmsu leyti ein- stakt fyrirbæri í allri sögu kristninnar. Þótt hann sé mikill maður trúarinnar, hikar hann ekki við að ásaka trúarkerfi heimsins fyrir svefnmók og aðgerðar- leysi. Síðan 1. júní 1929 hefur undirritað- ur geymt eitt blað úr ameríska tímarit- inu The Literary Digest. Þar eru höfð orð eftir Kagawa á þá leið, að ,,undan- farið hafi orþódox kirkjan í Rússlandi öllu fremur svæft fólkið en vakið það til framfara. Svipað megi og segja um önn- ur trúbragðakerfi. Kagawa segir svo: „Efnishyggja, vélamenning og sið- menning sjúk af peningagræðgi er að gleypa helgidóma hinna friðsömu staða, jafnvel gullna krossa á háreistum turn- um gotnesku musteranna. Mál er nú prestum allra kirkna og helgidóma að ganga út úr sínum friðsömu helgidóm- um, hrista af sér allt svefnmók og standa andspænis vandamálunum við veginn. Hér í landi (Japan) eru 8,500,000 verkamenn, þar af 4,000,000 í véla- iðnaði, 1,500,000 vinna við flutninga. Hitt eru svo sjómenn, námamenn, smið- ir og fl. Hér bætast svo við 5,600,000 Kagawa bændur, og 70 af hundraði þeirra eru leiguliðar. Fátækir eru þeir næstum all- ir. Ungbarnadauðinn er á háu stigi, hörð barátta milli efnamanna og verkamanna, erjur milli jarðeigenda og leiguliða, og svo aukast ýms önnur sjúkdómseinkenni óheilbrigðra félagsmála. Tala atvinnu- leysingjanna margfaldast. Þeir ganga með soltinn maga og eiga margir hvergi höfði sínu að að halla. Hvað gagnar svo að prédika aðeins yfir þeim, sem lifa allslausir á hrakningi. Guð krefst misk- unnar en ekki útvortis helgisiða“. Svo hvetur þessi siðbótarmaður landa sína til að lesa helgirit Austurlanda, og kristna menn til að lesa ritninguna, að þeim verði ljóst, hvað gera þurfi og hver sé hin veigamesta krafa hinna æðri trú- arstefna. ,,Sönn trú“, segir hann, ,,snið- gengur aldrei þarfir manna né skort þeirra. Hefðu allar trúarstefnur gert skyldu sína, hefðum við ekki haft neitt af Karl Marx né Kropotkin að segja“. Þeim sem efa, að unnt sé að siðbæta og umskapa heiminn, svarar Kagawa á þessa leið: ,,Mér kemur í huga postulinn Páll, sem heilsuveill röltir frá einni borg til annarrar í rómverska heimsveldinu, ber- andi aðeins pjönkur sínar, tilheyrandi seglsaumaiðninni. Yfir hvaða mætti bjó þessi fátæki verkamaður til þess að sigra heimsveldið? Það gerði hann vissulega. Ef við elskum þjóðina, getum við sýnt elsku okkar og þjóðhollustu í verki, án þess að vera háðir aðstoð peninganna. I ritningum kristinna manna og Búdda- trúar höfum við allt sem til þessa þarf, og búnir þeim gögnum munum við sækja fram unz við sjáum mynd Guðs í öreigum landsins. Hvorki Marxismi né stéttabarátta, og ekki heldur barátta stjórnarvalda gegn þessum stefnum og hreyfingum, mun nokkru sinni til vegar koma hinu æski- bramli? Hvað segjum við æskumönnum okkar? Að hverju segjum við þeim að stefna? Að geta lært þannig flókin fræði, að þeir geti unnið sér fyrir kviðfylli og klæðum með sem minnstri fyrirhöfn, krafizt sem mest af öðrum, en fórnað sem minnstu sjálfir. Á þetta að verða bjargráð heimsins? Eða á að benda æskumönnum á einræði og þrælahald sem hina einu lausn framtíðarvandamálanna? Á þetta að verða æðsta hug- sjón þeirra? Eða, hvert bendum við þeim? Skinin bein Kynslóð, sem engan fjársjóð hefir fundið, getur sannar- lega ekki bent öðrum á hann. Við getum ekki gefið æsku- mönnum það, sem við eigum ekki. Við erum andlegir hor- gemlingar, skinin bein, sem þörfnumst þess mest af öllu að lífsandinn frá Guði veki okkur upp frá andlegum dauða, upp af efnishyggju og síngirni, upp frá lágkúrulegri matarpólitík, upp frá músarholusjónarmiðinu, og láti sólríkan og heiðan himinn Guðs hvelfast yfir höfðum okkar, svo að við sjáum himnana opna allt að hástóli Guðs dýrðar. — Já, kom þú blessaði vekjandi lífsandi frá Guði. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.