Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 11

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 11
EINING 11 Eiga bókabúðir að rækta glæpahneigð? lega í sambúðarháttum manna. Hið sanna og ákjósanlega félagslíf grund- vallast á kærleika og sáttfýsi, en ekki á baráttu fyrir eigin hagsmunum. Ríki Guðs eða paradís Búdda er ekki þjóð, sem stjórnast af öreigalýð eða einvalds- herra, heldur þjóð, sem stjórnast af vin- áttu, kærleika og félagshyggju og anda samvinnunnar. Hið réttláta skipulag verndar einstakl- inginn og einstaklingurinn gefur sig sjálfan í þjónustu þess ... I anda sam- vinnunnar getum við umflúið örlög Rússlands. A grundvelli kenningarinn- ar, að elska náungann eins og sjálfan sig, eigum við að byggja alla sambúð okkar og allar framfarir, og þá er hvorki þörf á Fasísma né Leninísma. ,,Sá, sem hefur tvo kyrtla, gefi þeim annan, sem engan hefur“. Þetta er andi hæði kristindómsins og Búddatrúar. Við berum virðingu fyrir hinum heilögu mönnum fornaldarinnar. Þeir hreinsuðu siðgæðisvitund okkar og voru frömuðir nýrra menninga. Fyrst í anda Búdda og Confúsíusar, og nú fyrir skömmu höfum v:ð fagnað kenningum Krists. Þessi óskalönd má hvorki efnishyggja né auðvaldshyggja eyða . . . Hlutverk okkar er ekki aðeins á sviði hins and- lega. Hið bezta á öllum sviðum er mark- miðið, að gera þjóðlífið að sælulífi — hinu raunverulega guðs ríki“. Á þessum árum fór Kagawa víða um Japan og prédikaði kristilegt bræðralag gegn efnishyggjunni. Hann hafði ásett sér, að þá innan skamms skyldi vera ein milljón kristinna manna í Japan. Samvinnuhreyfingin, bætt kjör verka- manna, verkalýðssamtökin og ekki sízt bindindismálið, allt var þetta verksvið þessa frábæra siðbótarmanns. En svo skall á, er fram liðu stundir, hin síðari heimsstyrjöldin og lagði margt í rúst, sem Kagawa hafði byggt upp, en um leið og henni slotaði hóf hann viðreisn- arstarfið. Bindindis- og bannstefnan má fagna því, að menn sem hæst gnæfa í sög- unni, eins og Kagawa, Ghandi, Schweitzer, Lincoln og fl. hafa verið og eru bindindismenn og róttækir bann- menn Ekkert annað var í samræmi hið háar hugsjónir þeirra og mannkær- leika. P. S. ------—00O00-------- Hugsanafylgjur Illvirkjanum illa ferst, því öðrum fremur illhugur margra eltir þann, sem illt sér temur. Sæmdarmaður sómaverka sinna geldur, því bænir margra blessa þann, sem blessun veldur. í ritstjóraspjalli í Heimili og skóla, 1. liefti 1955, er meðal annars vikið nokkuð að sorpritum. Sést bezt á því, livers eðlis rit þessi eru, að beztu kraftar þjóðanna, þeir sem hlúa að uppeldi kynslóðarinnar, leggjast fast gegn þessum hættulegu ritum. Er það mesta undrunarefni, að vel virtar bókaverzlanir skuli fást til að selja þessi óþverra rit. í Heimili og skóla segir svo: I síðasta hefti birtist merkilegt og athyglisvert erindi eftir danskan mennta- mann, sem vakti mikla athygli í heima- landi hans, og þóttu orð hans mörgum í tíma töluð, en erindi þetta fjallar um hin siðspillandi áhrif teiknisagnanna, sem flæða nú yfir löndin eins og drep- sótt. Hingað til höfum við ekki haft mik- ið af þessari pest að segja. íslenzkir fjár- plógsmenn hafa ekki enn séð sér hag í að gefa út svona rit, láta sér enn nægja sakamálaritin, en ef skyggnzt er um í sumum gluggum bókabúðanna, verður þess vart, að þessi ófögnuður er að halda hér innreið sína, með erlendum myndaritum, einkum á enskri .tungu Síðastliðið sumar gekk ég fram hjá 6—7 ára drenghnokka, sem stóð framan við bókabúð eina, niðursokkinn í að skoða myndablað. Ég leit á blaðið hjá honum, og myndirnar, sem þar voru, hentuðu sannarlega ekki börnum. „Keyptirðu þetta?“ spurði ég. ,,Nei, mamma gaf mér það,“ sagði drengurinn. Ég þykist viss um það, að sú móðir hefur ekki vitað, hvað hún var að kaupa. Þessi myndasöguplága er að verða eitthvert mesta áhyggjuefni allra skólamanna og uppeldisfrömuða víða um lönd, en þeir fá ekki rönd við reist. Varla lítur mað- ur svo í blöð kennara ,að minnsta kosti á Norðurlöndum, að þetta sé ekki rætt meira og minna, og spurt: Hvað er hægt að gera? Eigum við að standa varnar- laus fyrir þessari niðurrifsstarfsemi? Ekki efa ég, að þetta vandamál skelli yfir okkur fyrr eða síðar, og það er þeg- ar skollið á. Og ég vil benda á sama úrræðið, sem fyrirlesarinn danski bend- ir á: Það á að banna þennan ófögnuð. Ef það er ekki hægt, er full ástæða til að fara að endurskoða lögin um prentfrels- ið. Það má ekki gera þau að skjóli fyrir skálka. Þótt kvikmyndaeftirlitið sé lélegt og ýmislegt leyft, sem ekki ætti að leyfa börnum, er það þó mikið aðhald, sem gæti komið að góðum notum, ef það væri skerpt að mun. Eftirlit og algert bann við siðspillandi myndasögum þarf að koma hið bráðasta, áður en flóðið skellur yfir með öllum sínum þunga. Þess má geta, að menntamálaráð- herra Dana hefur nú nýlega skipað nefnd til að gera tillögur um, hvað gera beri í þessum vanda, og er Olaf Peter- sen, fræðslumálastjóri Kaupmannahafn- ar, formaður hennar. Þá er þess einnig að geta, að mál þetta hefur nú nýlega verið rætt á Alþingi, og hafa þar verið felldir þung- ir dómar yfir glæparitum og ,,hazard“- blöðum þeim, sem flæða nú yfir land- ið. Almenningur á að taka fast í sama streng. Og að lokum vil ég segja þetta við foreldra: Fylgist vel með því, hvað börn- in ykkar lesa og skoða af bókum og blöðum. Ég vil einnig benda foreldrum á, að það er ekki heppilegt, að börn á barnaskólaaldri sökkvi sér niður í æs- andi skáldsögur, sem ætlaðar eru full- orðnu fólki, enda þótt þær séu ekki sið- spillandi. Hugaræsing, sem slíkar skáld- sögur valda, er ekki holl sálarlífi barna. H. J. M. --------ooOoo-------- ..Sáó var þekking, ekki dyggð" ( Blaðalregnir ) Kaupmaðurinn opnar jólagjafarpakk- ann. Þá springur vítissprengjan og drep- ur manninn og særir konu hans. Stórveldi framleiðir árlega 75 kaf- báta og tilsvarandi aðrar vígvélar, en hálfsveltir klæðlitla verkamenn sína. Hugspilltir og ágjarnir menn fylla fang æskumanna af glæparitum og ógeðslegum kynóraþvættingi. I útvarpi dunar dægurlagavæl, sem misþyrmir tónlist, máli og ljóðagerð svo hrottalega, að við afráðum að hætta að opna viðtökutæki okkar. ,,Rokk-óðir unglingar“ vitna um há- mark skemmtanaleikninnar. Málarar klína ferköntum, strikum og klessum á Iéreft, og menningin hneigir sig lotningarfyllst. Atómskáld yrkja sín atómljóð um allar framfarirnar. Stórveldi láta öðrum þjóðum aðstoð í té með því að drepa nokkurn hluta þeirra þjóða, senda slatta í fangabúðir og þrælka afganginn. Þetta eru aðeins örfáar nýjungar menningarinnar. Eigum við að loka aug- unum og ganga framhjá? Drckka 25-50 ölflöskur á dag Flestir ofdrykkjumenn í Danmörku eru ölþambarar. Dr. Bolvig Hansen frá Bornholm fullyrðir, að drykkjumenn í Danmörku drekki oft 25—50 ölflöskur á dag. P. S. Afholdsbladet.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.