Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 13

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 13
EINING 13 niður kinnar hennar á meðan hún var að týna saman í eitt koddaver allt, sem þau ætluðu að hafa með sér, er þau færu alfarin frá Hrauni. „Komið þið nú, börnin góð“, sagði hún um leið og hún lyfti þeim fram úr rúminu. ,,Þú, Gunnar minn, ert svo dug- legur að geta gengið einn niður stigann, ef mamma er á undan fyrir framan þig“. Svo tók hún Bergljótu litlu í fang sér og nú lögðu þau af stað, hún með barnið og koddaverið í fanginu, en Gunnar litli staulaðist á eftir niður stigann, og klakklaust komust þau fram göngin, en þar ætlaði Hrafnhildur að yfirbugast. Hún varð að halla sér nokkur augnablik upp að moldarveggnum áður en hún gæti opnað hurðina og kom- izt út í síðasta skiptið, út úr bænum á Hrauni. Þau lögðu nú leið sína að húsi Bergljótar, þótt komin væri nótt. Henni brá, er hún opnaði dyrnar og sá Hrafnhildi standa þar náföla með börnin, en þau hlupu strax upp í fang hennar. ,,Svo þið eruð komin aftur, elskurnar litlu“, varð henni fyrst að orði. ,,Já, Bergljót mín“, svaraði mamma þeirra. ,,Við erum komin aftur og erum nú á leið í langferðina. Það var svo mikið myrkur þarna inni í bænum, já, svo mikið myrkur, að eg held að þar geti aldrei orðið bjart framar, og ekkert eftir þar inni handa okkur þremur nema berar rúmfjalirnar og myrkrið, og nú höfum við flúið til þín eins og oftar. Bergljót setti börnin frá sér og gekk til Hrafnhildar. Hún sá svo lifandi fyrir sjónum sínum hryggðarmyndina af Hrafn- hildi nóttina, sem Gunnhildur dó. Hún óttaðist nú að slík saga kynni að endurtaka sig í þessum þrengingum Hrafnhild- ar, en Hrafnhildur gekk róleg með henni að legubekknum og þær settust báðar. ,,Veiztu“, spurði hún, „hvort Gísli á Gerði lét hestana inn í gærkveldi? Eg vildi svo fegin geta komizt af stað í nótt. Það er ekki eftir neinu að bíða, og ógjarnan vildi eg verða á vegi annarra á meðan eg er að komast af stað. Eg veit að Lína skýtur skjólshúsi yfir okkur þar til skipið fer. Hún geymir einnig sparisjóðsbókina mína, en í hana hef eg safnað því, sem skyldmenni mín hafa sent mér og vona, að það nægi til ferðarinnar. Eg á ekkert hér á Hrauni framar, er mér tekur sárt að skilja við, nema þig og Pétur litla. Ykkur hefði eg helzt viljað hafa með mér, en um það er nú ekki að tala, en eg treysti þér, Bergljót mín, til þess að gera allt, sem þú getur til þess að Pétur litli komizt norður til okkar“. Hrafnhildur talaði stillt og rólega, en rödd hennar var harmþrungin og látbragð hennar sagði til um, hve nærri þjáningin gekk tilfinningum hennar. ,,Já, Hrafnhildur mín. Þú mátt vera viss um, að allt sem í mínu valdi stendur mun eg gera til þess að ná Pétri litla burt frá því heimilislífi og andrúmslofti, sem hann nú býr við. Ef eg hefði mátt kjósa, þá hefði ekkert ykkar farið lengra en hingað í litla húsið mitt. Eg er viss um, að hefðum við lagt saman kraftana, hefði okkur tekizt að afla okkur og börnunum viðurværis. En nei, nei, haldið þið áfram. Eg finn, að þetta er eigingirni að reyna til þess að halda ykkur hjá mér. En það væri synd. Það væri ekki hollt, hvorki þér né börnunum að horfa upp á það, sem nú mun gerast daglega á Hrauni. Það er nú alltaf svo, að þegar mannskepnan hefur hlúð svo að löstunum, að þeir hafa fengið yfirhöndina, er ekki mikils að vænta úr því. Eg segi þér satt, Hrafnhildur mín, að Pétur var elskulegt barn og mér fannst sem það mundi verða ljúfur leikur, er systir mín bað mig rétt áður en hún dó, að taka hann að mér og annast um hann. Eg reyndi að gera fyrir hann eftir því, sem eg hafði bezt vit á meðan hann var lítill, en eg hef sjálfsagt ekki kunnað rétt tök á upp- eldi hans úr því að svona gat farið. Þegar þú komst að Hrauni, Hrafnhildur, vaknaði hjá mér vonin um, að Pétur mundi sjá að sér, en það varð nú eitthvað annað“. Bergljót stóð upp og sneri sér undan. Hrafnhildur tók eftir því að hún þerrði tár af augum sér. Hrafnhildur stóð upp, lagði hönd sína blíðlega á öxl hennar og sagði: ,,Ó, hve eg vildi, að þú hefðir getað komið með okkur, Bergljót mín, en um það er víst ekki að ræða“. „Nei, nei. Hér sit eg kyrr, þótt eg eigi fáar óskir heitari en þá, að hverfa á burt héðan. Enn er ekki óhugsandi, að eg geti orðið systursyni mínum að liði, og eg hygg, að aldrei hafi hann fremur þarfnast návistar minnar en einmitt nú. Nei, eg fer hvergi. — En nú verðum við víst að fara að leggja af stað. Eg veit að Gísli tók hestana inn í gærkveldi og allt er til reiðu frá hans hendi til þess að þið getið komizt úteftir“. „Já, klukkan er víst að verða tvö“, svaraði Hrafnhildur, en áður en við leggjum af stað langar mig til að biðja þig eins. Þa er að fara til Péturs í fyrramálið og bera honum kveðju mína, og segja honum, að eg hafi ekki átt þrek til þess að láta börnin koma inn til hans að kveðja, en hefði þó líklega lagt það á mig, ef eg hefði haft nokkra von um að geta fengið Pétur litla með mér. Eg veit, Bergljót mín, að þið Gísli gerið allt sem þið getið til þess að koma drengnum til mín, og það eru meiri líkur til þess, að Pétur láti að orðum ykkar en mínum“. „Já, elskurnar mínar“, sagði Hrafnhildur og sneri sér að börnunum, „nú skulum við leggja af stað, og hún tók Beggu litlu hágrátandi í fang sér. „Nei, mamma“, sagði hún, „eg vil ekki fara inn í bæinn til hennar Bessu“. Hún margendur- tók þetta og barðist um í fangi móður sinnar, þar til Gunnar litli þreif í hana og sagði: „Mannstu ekki, stelpan þín, að mamma sagði, að við ættum að fara með stóru, stóru skipi til Akureyrar en ekki til Bessu“. Þar með voru allar sorgir Beggu litlu kveðnar niður. Svo lögðu konurnar af stað, berandi sitt hvort barnið, út í náttmyrkrið og óvissuna. Bergrisi á 19. öld heitir kvæði eftir Grím Thomsen. Síð- asta stef kvæðisins er á þessa leið: I fornöldinni fastur eg tóri, í nútíðinni nátt-tröll eg slóri, geri ei neitt, sem gagn er að meta, hugsa um það eitt að hafa að jeta. Það er ekki ótítt að kynslóðir, sem „hafa magann t/rir sinn Guð“, „hugsa um það eitt að hafa að éta“, séu hátal- aðar um feðranna frægð. Þær gleyma því oft, að „það gefur ei dvergnum gildi manns, þótt Golíat sé afi hans“. „Faðir vor er Abraham“, sögðu Gyð- ingarnir við Krist. Þeim var svo sem borgið. Þeir áttu sína feðrafrægð, sínar merku bókmenntir og lærdómsmenn. Þeir höfðu ekki þörf fyrir neinn nýjan siðameistara með einkennilegt tal um hógværð og lítillæti. Þeir, sem voru höf- uð en ekki hali - úrval þjóðanna, drott- ins útvaldi lýður. Hví skyldi hann ekki bera höfuð hátt? Slíkri kynslóð geðjaðist ekki að við- vörun siðameistarans, en svo gafst henni illa, eins og mörgum öðrum, einnig á 20 öldinni, að tóra föst í fornöldinni, en slóra sem nátt-tröll í nútíðinni. -------ooOoo-------- Ný kvikmynd um áhrif áfengis I ýmsum löndum er verið að sýna nýja lit-kvikmynd, er heilbrigðisstofnun sameinuðu þjóðanna hefur látið gera um skaðsemi áfengisneyzlunnar. Kunn- ur filmtökumaður, Philip Stapp, hefur haft umsjón með gerð kvikmyndarinnar. Hún er fræðandi og áhrifarík. Sýnir hvernig líkaminn tekur til sín áfengið, og það smýgur inn í æðar og nær til þess kerfis heilans, er stjórnar hreyfing- um og athöfnum mannsins.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.