Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 14

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 14
14 EINING Minnisvarði afhjúpaðurá ald- araf mœli Sigurðar Eiríkssonar I síðasta tölublaði Einingar var minnst aldarafmælis Sigurðar Eiríksson- ar, regluboða og þess aðeins getið í nið- urlagsorðunum, að minnisvarði hefði verið afhjúpaður 12. maí á leiði þeirra hjóna í gamla kirkjugarðinum í Reykja- vík. Blaðið var þá komið svo langt í prentun, að ekki varð sagt frá athöfn- inni sjálfri. Hún fór þannig fram, að stórtemplar, Brynleifur Tobiasson, flutti stutta ræðu, gat þess, að með afhjúpun minnisvarðans vildi Stórstúka Islands heiðra minningu hinna mætu hjóna, Sigurður Eiríkssonar og Svanhildar Sig- urðardóttur konu hans. Stórtemplar minnti á baráttuaðferðir Sigurðar og af hve miklum kærleika hann hefði rækt starf sitt. Að ræðu lokinni bað stór- templar, dóttur þeirra regluboðahjón- anna, frú Ólöfu Sigurðardóttur Als, að afhjúpa minnisvarðann, og um leið lagði hún blómvönd á leiðið, en varatempl- ar stórstúkunnar, frú Sigþrúður Péturs- dóttir lagði mjög fagran blómsveig frá stórstúkunni að varðanum. Þá flutti séra Kristinn Stefánsson, kapilán stórstúk- unnar, bæn. Auk nokkurra vandamanna reglu- boðahj ónanna, f ramkvæmdanef ndar stórstúkunnar og annarra templara, heiðraði biskup Islands athöfnina með nærveru sinni. Heilög ritning segir, að verk mann- anna fylgi þeim út yfir gröf og dauða. Þeir eru gæfumenn, er taka yfir í eilífð- ina með sér verk eins og Sigurðar Eiríks- sonar, sem orðið hafa ótöldum til bless- unar og leitt margan á veg réttlætisins. Slíkra manna er gott að minnast og þeir gleymast ekki. ---------------00O00--------------- Sálmasöngur Oft eru ræður prestanna góðar, en beztu sálmarnir eru þó venjulega eitt hið allra bezta í guðsþjónustunni, en vandfarið er með þá, ef þeir eiga að geta notið sín til fulls. Eg kenni oft til sársauka hið innra og verð fyrir vonbrigðum, er eg heyri við guðsþjónustur bænarsálma, eins og t. d. „Bjargið alda" og „Hærra, minn Guð til þín", sungið með gönguhraða". Sálmurinn tapar þá öllu hinu dýrmæt- asta, en það er hinn ómþíði og hægláti bænarandi. Sálmurinn „Bjargið alda", var ortur á stund iðrunarinnar. Hinn ungi höfundur hafði átti í deilu við ann- an trúaðan ungan mann, og þess vegna er sálmurinn innileg og hjartnæm bæn. Hjarta unga mannsins var sært og bað um lækningu. Þess vegna þarf sálmur- inn að syngjast hátíðlega og fremur hægt. Hinn ungi maðurinn fór einnig heim til sín, særður og iðrandi og orti á þeirri stundu sálminn „Sálar minnar sanni vin", sálminn sem elskaður er og dáður í öllum hinum enskmælandi hcimi og víðar, því að hann er nú til á ýmsum tungumálum. Eg heyrði eitt sinn frú Hall í Winni- peg syngja við jarðarför sálminn, Hærra, minn Guð til þín, og aldrei gleymi eg áhrifum sálmsins á þeirri stundu. Þannig sunginn varð hann í sannleika himnastigi. Nú á tímum þörfnumst við svo mjög alvöruþungans og lotningar, að við megum ekki við því að missa hið bezta úr beztu sálmunum, er þeir eru sungnir við guðsþjónustur. Hvað liggur á? Hér er aðeins um örfáar mínútur að ræða. Sálir manna þrífast betur á ýmsu öðru en þessum eilífa flýti nútímans. Letilegur sálmasöngur getur verið leiðinlegur. Marga sálma má syngja fremur rösklega, en indælustu bænar- sálmana má ekki syngja þannig. Sálm- ana þarf að meðhöndla samkvæmt efni þeirra og eðli, svo að þeir veiti sálum okkar það, sem þeim er ætlað. Pétur Sigurðsson. -00O00- Röðin er komin a<f Grænlandi Hvarvetna þar sem hinar svo kölluðu menningarþjóðir hafa traðkað lönd frum- stæðra þjóða, hefur áfengisbölið fylgt í fótspor þeirra. Laust fyrir árslok 1954 hófst frjáls sala allra áfengra drykkja í Vestur- Grænlandi, en þar býr megnið af íbúum landsins. Ástandið varð fljótt svo alvarlegt, að ríkisstjórn Danmerkur sneri sér til for- ustumanna bindindishreyfingarinnar í land- inu og bað þá að liðsinna Grænlendingum. Framkvæmdastjóri landsambands bindind- isfélaga í Danmörku, Verner Jensen og for- maður Bláa Krossins í Danmörku, pastor Börge E. Andersen, fóru til Grænlands, ferðuðust þar aftur og fram og kynntu sér ástandið til hlýtar og skipulögðu bindindis- starfsemi. Nú eru þúsund manns í Bláa Krossinum í Grænlandi, en alls er þjóðin 25,000. Samkvæmt norska Godtemplarbladet, sem birtir þessa frásögn, segir Verner Jens- en, framkvæmdastjóri, að ástandið sé svo alvarlegt, að oft sé ekki unnt að afgreiða skip, er til landsins komi, því að þá finnist stundum enginn maður ófullur. Hvílíkar menningjarfylgjur! Auðvelt er að opna þeim löndin, en erfiðara að losna við þær. BLK EININGU hefur borizt 18. árgangur BLIKS, ársrit gagnfræðaskólans í Vest- mannaeyjum. Árgangur þessi, 1957, er all- mikil bók, næstum 170 bls. að meðtöldum auglýsingum. Margt er í ritinu til uppbygg- ingar, fróðleiks og skemmtunar. Má þar t.d. nefna Hugvekju eftir skólastjórann Porstein Þ. Víglundsson, og hefur Eining hug á að birta hana síðar, allmikla ritgerð eftir Jó- hann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeta, um Landakirkju í Vestmannaeyjum, og þá ekki sízt grein skólastjórans: Tóta i Uppsölum. Væri hún þess makleg, þótt hún greini frá átakanlegum atburðum liðinna vesaldar- tíma, að vera lesin í ríkisútvarpið. Kynslóð, sem nú á að vissu leyti bágt í velsæld, má ekki gleyma að bera kjör sín saman við þá sem bágast áttu og sættu oft grimmd á tím- um sannkallaðra báginda. Nemendur gagnfræðaskólans eiga allmarg- ar smágreinar í ritinu, og er sá þáttur ritsins skreyttur myndum af þessum efni- legu ungmennum. -----------—ooOoo------------- Ljótar fylgjur I Tímanum 4. apríl 1957 Greindi Baldur Oskarsson frá samtali er hann átti við Múhamedstrúarmann í Tanger á Norðurströnd Afríku. Meðal annarra orða segir Arabinn þetta: „Þig skal ekki furða þótt við séum tortryggnir í garð Evrópumanna. Sjálfir hafa þeir skipulagt spillinguna hér í hafnarborgunum. Það er ekki fyrr en löndin fá sjálfstæði að farið er að hreinsa til. Og nú er Marokko sjálfstætt. I raun og veru má segja, að Marokko hafi fæðst á árinu, sem leið. Soldáninn okkar, hans hátign, Mohamed Ben Youssef, er búinn að læra mikið af Evrópu kannski meira en þeim gott þýk- ir. Og nú er farið að hreinsa til í hafnar- borgunum, uppræta víndrykkjuna og annað, sem Múhamedstrúarmönnum er óleyfilegt að gera. Og hérna í Tanger er búið að banna danssalina og strípa- sýningarnar, en með víninu og dansin- um halda allir Iestir innreið sína.." Ekki er þetta fagur vitnisburður, en því miður sannur um siðmenningu vest- urlanda, að þaðan flytji menn spilling- una inn til frumstæðra þjóða, t. d. áfeng- issöluna með öllum hennar sóðalegu fylgjum. En það er ekki aðeins hún, heldur og margs konar önnur ósiðsemi og spilling, sem vesturlandaþjóðir halda enn áfram að rækta, bæði heima fyrir og erlendis. Víða eru spor þeirra ljót hjá frumstæðum þjóðum. „Með víninu og dansinum halda all- ir lestir innreið sína", segir Múhameðs- trúarmaðurinn. Hvað segir hinn kristni? Einn laugardagsmorgunn, en þá er verzl- un oft örust, hafði smákaupmaður nokkur sett á búðarhurð sína svofelda auglýsingu: „Lokað til klukkan tvö. Dóttir mín er að gifta sig. Gerið svo vel að koma aftur. Eg þarfnast viðskipta yðar nú fremur en nokkru sinni áður."

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.