Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 1

Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 1
15. árg. Reykjavík, ágúst—september 1957. 8.-9. tbl. HEIMSðKN MUU KQRINCSHJlNANIA Einn ánægjulegasti viðburður hinna björtu og sólríku sumarmánuða var hin opinbera heimsókn konungs og drottn- ingar Svíþjóðar. Engar háreistar kon- ungshallir eru á íslandi til þess að hýsa tigna gesti, en að þessu sinni lét landið í té hið bezta. Það tjaldaði sínu feg- ursta. Dagarnir sem konungshjónin dvöldu hér um mánaðamótin júní-júlí voru dásamlega bjartir og fagrir, og þá fer enginn um ísland án þess að gleðjast af náttúrufegurð þess. Hinum tignu gestum var vel fagnað af hjartanlegri gestrisni, bæði af hendi forseta landsins, ríkisstjórn og þjóðinni í heild. Konungshjónin voru elskulegir gestir, er sýndu áhuga fyrir landi og lýð, sögu þess, lífi og menningu. Slíkar heimsóknir treysta vinabönd þjóðanna, en það er flestu mikilvægara í sambúð þeirra. Vegur samúðar, skilnings og vináttu er hin örugga leið til alþjóða bræðralagsins. í Móttökuræðu forsetans, herra Ás- geirs Ásgeirssonar, fórust honum orð á þessa leið: Það er mér sérstök ánægja að bjóða yður hjartanlega velkomin í opinbera heimsókn til íslenzku þjóðarinnar. Þetta er mér kærkomið tækifæri til að þakka yður innilega þær ágætu viðtökur, sem við hjónin fengum, þegar við fyrir tæp- um þrem árum vorum gestir yðar i Stokkhólmssloti og gestir sænsku þjóð- arinnar. Vér Islendingar höfum einnig aðra þökk að gjalda. Sem krónprins Svía veittuð þér, herra konungur, oss þann heiður og ánægju að heimsækja oss á Sœnsku konungshjónin og íslenzku forsetahjónin fyrir utan ráSherrabústaS inn i Tjarnargötu. (Ljósm: S. M.)

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.