Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 9

Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 9
E I N I N G 9 Forsetinn talar í Bessastaðakirkju. Altaristaflan eftir Guðmund Thorsteinsson. RÆÐ A FORSETANS Fyrrverandi ríkisstjórn ánafnaði mér fyrir 3 árum á sextugsafmæli mínu, 50 þúsund krónum til kirkjunnar, og gat hún ekki betur valið, og forsetar Alþingis á síðasta kjörtímabil gáfu aðrar 50 þúsund krónur í minningu Kristnitökunnar á Al- þingi, árið 1000. Þá hafa mér borizt 25 þús- und krónur frá Frímúrurum til minningar um Herra Svein Björnsson forseta íslands, 5 þús. krónur frá Þjóðræknisfélagi Vestur- íslendinga, 20 þúsund krónur frá Gretti Jóhannssyni, ræðismanni Islands í Winni- peg, 20 þús. krónur frá Bessastaðasókn, 2 þúsund krónur frá frú Bodil Koch, kirkju- málaráðherra Dana og 12 þús. krónur frá ónefndum gefanda. Nemur þetta samtals 184 þús. kr. og er mér kunnugt um fleiri áheit, sem enn eru ógreidd. Þá gat forseti muna sem Bessastaða- kirkja nú hefur fengið úr opinberum söfn- um og þakkaði þjóðminjaverði og þeim að- ilum sem hlut eiga þar að máli, en sérstak- lega gat hann altaristöflunnar eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, en mennta- málaráð, undir forustu fyrrverandji for- manns Valtýs Stefánssonar, hefði sam- þykkt að altaristaflan skyldi geymd í kirkj- unni. Þá færði forseti Gunnlaugi Halldórs- syni húsameistara þakkir, en hann hafði með höndum yfirumsjón með verkinu og listamönnunum Finni Jónssyni og Guðm. Einarssyni, sem teiknuðu hinar steindu rúður og grátur og Mr. Fr. Cole, sem sá um gluggagerðina. Gat hann frú Sigrúnar Jónsdóttur sem teiknaði altarisáklæði og gerði ísauminn. Ennfremur færði forseti þakkir öllum þeim öðrum, er unnið hefðu að máli þessu og veitt fyrirgreiðslu. Síðan mælti forsetinn m.a. Altarið stendur nú frjálst frá vegg og fyllir vel út í hið mikla kórrúm. Altaris- taflan og hinn ungi, hvíti Kristur, sem læknar og opnar augu mannanna, er nú- tímaverk og þó með kirkjulegum erfðablæ. Mér hefur fallið hún því betur, þessi tafla, sem ég hef séð hana oftar, og vona að svo verði fleirum. Hér nýtur hún sín fyrst til fulls. Milli spala í grátunum er fangamark Jesú Krists í umgerð sólarinnar og tólf geislar postulana út í frá. Til beggja handa eru hin fjögur sögutákn guðspjallamann- anna, engillinn, Ijónið, nautið, og örninn, sem í flestu svara til vorra eigin landvætta. Á altarisklæði er Kriststáknið, endurtekið, og á hliðarskápum tákn kvöldmáltíðarinnar annars vegar og hins vegar tákn ríkis, máttar og dýrðar. Af hinum átta steindu rúðum, þá eru tvær í kór úr guðspjallasögunni, María Guðsmóðir og Fjallræðan. En efni hinna sex er úr Kristnisögu vors eigin lands, þrjár úr kaþólskum sið, landsýn hinna írsku munka, papanna, Þorgeir Ljósvetningagoði við Kristnitökuna, og Jón Arason písla- vottur þjóðar sinnar og trúar. Úr lúthersk- um sið Guðbrandur Hólabiskup, hinn mikli atorku- og siðbótamaður, með biblíu sína séra Hallgrímur, eitt mesta sálmaskáld kristninnar, þótt fáir viti né skilji, sem ekki kunna íslenzku og meistari Jón með postillu sína, sem lesin var á flestum heim- ilum í tvær aldir, en nú er niður lögð vegna stóryrða, sem ekki viðgangast lengur í trú- arefnum, þó nothæf þyki á sumum öðrum sviðum. Það var afráðið að ein persóna skyldi vera höfuðatriði hvers glugga, og láta mikilmenni Islandssögu ganga fyrir Gamla testamenntinu. Táknmál myndanna er ekki tími til að rekja, en andlit eru mjög vel gerð, bæði þau sem byggð eru á söguheim- ild, og hin sem getið er til um. Litir eru sterkir og lýsandi, og fer vel í djúpum gluggakistum, svo mér finnst nú þegar að þessir gluggar hljóti alltaf að hafa verið í kirkjunni. En svo er og um altaristöfluna, það er líkt og örlög, að eiga völ á mynd, þar sem öll hlutföll falla svo vel við stóran, og erfiðan bakgrunn. Ég ætla mér ekki að kveða upp neinn allsherjardóm, en vil aðeins láta í ljósi þakklæti og fögnuð yfir því, að framkvæmd er öll eins og vonir stóðu bezt til. Breyting á altari fylgir það, að hið ágæta kross- mark og Kristslíkan Ríkarðs Jónssonar hefir verið flutt á miðjan lagvegg kirkj- unnar, og á, eins og áður, ríkan þátt í að setja svip á þetta guðshús. Og það er ekki óheppileg röð, að byrja á suðurvegg, þar sem hin unga móðir María hampar barni sínu, og láta sjónina svífa til altarisins, þar sem Kristur læknir, — og hin illu öfl, til beggja handa, eru nánast á leið út úr rammanum, þar næst til Fjallræðunnar, og síðast til Krossins á Golgata. Síra Hall- grímur sómir sér þar vel milli krossins og kenningarinnar. Og að lokum nokkur orð. — Kirkjur virð- ast hafa verið vel búnar og skreyttar hér á landi fram á 16. öld, enda vegnaði þjóðinni þá betur en síðar varð Góðir gripir entust illa í raka og kulda, og kirkjur voru rúnar, sumpart undir því yfirskyni að skui’ðgoða- dýrkun bæri að forðast. Margt góðra gripa mun hafa verið reitt hingað til Besastaða, sem var kóngsgarður frá klaustrum og víð- ar að, en nú sér þess engan stað. Og skurð- goðahættan stafar jafnvel síður frá góð- um listaverkum en skrælnuðum kennisetn- ingum, sem ekki ná lengur til þess, sem þær áttu að tjá. Það er margt í trúarefnum sem betur næst í ljóði, litum og helgum tákn- um. Vér höfum verið orðsins menn, íslend- ingar og heimafenginn fjöðurstafur og kálfskinn beint gáfum og hæfileikum í eina átt. Kjörviður var hér fágætur, steinn ýmist of gljúpur eða harður, og litir fágæt- ir nema í landslagi. En nú eru nýir tímar mikilla möguleika og varanlegt byggingar- efni leyfir góða geymd. Minnumst þess, að kristnin hefur verið þess umkomin á und- anförnum öldum, að skapa göfuga list í litum, tónum og föstu efni. Vér erum arf- smáir í þessu tilliti, en nú er komið að oss, og efnamenn og „hið opinbera", sem kallað er, á að sjá fyrir stórum viðfangsefnum í húsasmíð, höggmyndum, litmyndum og hverskonar menning, sem hæfileikar eru til að skapa. Mér þykir vænt um að við getum nú opn- að kirkjuna aftur á sumarhátíð kristninn- ar, og hún mun standa öllum opin, sem hingað leggja leið sína ■—• ekki sízt á messutíma. Við höfum náð áfanga, sem við gleðjumst yfir — en verkinu mun hald- ið áfram, — þó minnugir þess sem Salo- mon sagði við musterisvígsluna: „Sjá him- ininn og himnana, himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús“. Að svo mæltu býð ég yður — og öllum landslýð gleðilega hátíð! -----——ooOoo--------- Það var í Finnlandi, að dreng, sem var að leika sér að bolta, varð það á að kasta hon- um í glugga, rúðan brotnaði og boltinn fór inn í húsið. Stráksi hljóp inn í húsið, bað afsökunar og sagði, að pabbi sinn skyldi koma strax og setja nýja rúðu í gluggann. Þar með fékk hann boltann aftur. Eftir stutta stund kom maður og setti rúðu í gluggann. Að verki loknu kom hann inn til konunnar og sagði: „Þetta verða fimm hundruð mörk“. — „Á eg að borga rúðuna?“ hrópaði konan fokvond. „Eruð þér ekki faðir drengsins?“ „Nei“, svaraði maðurinn, „eruð þér ekki móðir hans?“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.