Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 11

Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 11
EINING 11 Stjórn sambands bindindisfélags ökumanna. Fremri röö, laliö frá vinstri: tíöinn Geirdal, Helgi Hannesson, Sigurgeir Albertsson (form.), Benedikt Bjarklind (vara form.), Ásbjörn Stefánsson (ritari), Aflari röS: f.v. Guömundur Jensson, Þorsteinn Halldórsson, Pélur Sig- urösson, Þorvaldur Árnason, séra Björn Björnsson. Tveir þessara manna, Þorsieinn Hall- dórsson, GarSi, og Þorvaldur Árnason, Húsavik, eru ekki í stjórninni. Gjaldkeri félagsins, Jens Hólmgeirsson, var ekki viT>, er mgndin var tekin. gildi hugsjóna templara. Hann taldi nauðsynlegt að yngri kynslóðin fengi í ríkari mæli aðstöðu til þess að vinna að lausn hinna ýmsu vandamála, sem við er að stríða í þjóðlífinu. Formaður bauð alla fulltrúa og þáttakendur velkomna til mótsins. Hann skýrði frá því, að gest- ir frá íslandi sæktu nú mótið, og hann fagnaði því. Ennfremur lét hann í ljós gleði yfir þeim tíðindum, að útlit væri fyrir að ísland bættist í norræna sam- bandið innan tíðar. Eftir ræðu formanns- ins reis á fætur Stórtemplar Noregs, John M. Mjösund. Hann fíutti áhrifaríka og glæsilega ræðu. Stórtemplar sagði m. a., að Góðtemplarareglan mætti vera hreykin af Ungmennasambandinu og félögum þess. Auk þessara ræðumanna töluðu gestir frá Indlandi, Islandi og fulltrúi hástúkunnar, Arnold Sabel, há- stúkuleiðtogi ungtemplara. Þessir aðil- ar fluttu kveðjur og árnaðaróskir. Síðar um daginn söfnuðust ungtempl- arar saman á Stórtorginu og fóru síðan fylktu liði undir fánum Norðurlandanna og samtakanna. Ymis kröfuspjöld voru borin í fylkingunni. Gengið var niður Karl Jóhansgötu, aðalgötu Osloborgar og haldið að Þjóðleikhúsinu. I fylking- unni voru þrjár hljómsveitir og þar af tvær skipaðar ungum drengjum. Við þjóðleikhúsið flutti ræðu formaður norska sambandsins, Arvid Joh. John- sen. Þetta var glæsileg fylking, sem vakti mikla athygli í miðborginni. Um kvöldið var farið í Þjóðleikhúsið og horft á atriði úr Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Og þannig leið einn dagurinn af öðr- um. Dagskrá mótsins var fjölbreytt og góð. Erfitt er í stuttri blaðagrein að gera ýtarlega grein fyrir því öllu, sem á mót- inu skeði. £g fæ ef til vill hér í blaðinu tækifæri síðar til þess að segja betur frá einstökum þáttum mótsins. Meðal þess, sem gerðist voru þessi atriði: Heimsókn í Listasafnið. Otiskemmtun í einum aðalskemmtigarði Osloborgar. Farið í hálfsdagsferðalag út Oslofjörð og dvalið um stund í Kirkjuvík, en þar er sumardvalarstaður, sem templar í Oslo eiga. Vígelandssafnið skoðað. Fjölbreytt miðnæturskemmtun. Iþróttamót templ- ara á Furuset leikvanginum. Kvöldvaka á tjaldbúðasvæðinu á Ekebergssléttu. Eins dags ferðalag út úr borginni, Ekið var til Norefjells, sem er víðfrægur skíðastaður. Miðdegisverðarboð í ráð- húsinu. Ráðhúsið skoðað. Tónleikar í Stúdentalundi. Farið á baðströndina hjá Ingierstrand, út með Oslofirði. Stórkost- leg lokahátíð laugardagskvöldið 29. júní. Eins og áður segir var þinghald sam- bandsins haldið mótsdagana. Auk þess héldu landssamböndin fundi hvert fyrir sig. Á þingi sambandsins voru rædd ýmis félagsmál, fyrirlestrar haldnir og samþykktir gerðar. Kosið var í stjórn sambandsins. Formaður var kosinn Siofnað landssam- band Bindindis- félags ökumanna Á framhaldsaðalfundi félagsins 14. júní sl. var samþykkt að þær 8 deildir, sem stofnaðar höfðu verið í landinu, skyldu mynda landssamband. Félagar voru þá orðnir um 300. Stofnþing landssambandsins var svo Artur Gustafson frá Svíþjóð. Næsti mótsstaður var ákveðinn Finnland. Mótið vakti töluverða athygli í Oslo. Flest dagblöðin þar skrifuðu um mótið og birtu myndir frá því. Ríkisútvarpið endurvarpaði þáttum úr dagskrá móts- ins og þar á meðal allri dagskránni, sem fór fram í ráðhúsinu. Mótið var eins og sjá má, afar fjöl- breytt og skemmtilegt. Öll fór dagskráin vel og skipulega fram og var hlutaðeig- andi til mikils sóma. Geysileg vinna ligg- ur á bakvið svona mót. Norðmenn þeir, sem unnu að undirbúningi þess, mega vera ánægðir með uppskeru erfiðis síns. Þarna sáu þeir hátt á annað þúsund glaða ungtemplara frá átta þjóðum njóta dásamlegrar vikudvalar í fögru umhverfi, þar sem Osloborg er. Veður- guðirnir létu sitt ekki eftir liggja til þess að dvölin yrði eftirminnileg, því að flesta dagana var sólskin. Við íslendingarnir, sem dvöldum þessa viku í Oslo meðal frænda og vina munum seint gleyma henni, því að góð- ar minningar gleymast aldrei. Gestrisni og höfðingskapur forustumanna nor- ræna ungmennasambandsins var ríku- legur. Ég vil fyrir mína hönd og félaga minna nota þetta tækifæri til þess að senda öllum þeim, sem stuðluðu á einn eða annan hátt að för þessari, okkar beztu þakkir. Og þar á ég fyrst og fremst við stjórn Nordens Godtemplars Ung- domsforbund og framkvæmdanefnd Stórstúku Islands. - Einar Hannesson. haldið 24. júní. Fundi stjórnaði áfengis- varnaráðunautur, Brynleifur Tobiasson, samkvæmt ósk formanns félagsins, Sig- urgeirs Albertssonar. Hlýddu menn fyrst á skýrslu formanns og fulltrúa utan af landi og var einnig rætt nokkuð um framtíðarstarfið. I stjórn sambandsins voru kjörnir: Form. Sigurgeir Alberts- son, trésmíðameistari, varaform. Bene- dikt Bjarklind, lögfræðingur, ritari Ás- björn Stefánsson, læknir, gjaldkeri Jens Hólmgeirsson, fulltrúi. Meðstjórnendur í Reykjavík: Helgi Hannesson, fulltrúi, Pétur Sigurðsson, ritstjóri og Guðmund- ur Jensson, rafvirki. Utan Reykjavíkur: Séra Björn Björnsson, Hólum og Óðinn Geirdal, skrifstofustjóri, Akranesi. I stjórn Reykjavíkur deildar, sem nær og til Hafnarfjarðar, voru kjörnir á fram- halds-aðalfundinum: Formaður Helgi Hannesson, fulltrúi, meðstjórnendur: Jón B. Helgason, kaupm., Árni Gunn- laugsson, héraðasdómslögmaður, Hreið- ar Jónsson, klæðskerameistari og Sigríð- ur Húnfjörð. Við kaffiborðið, að þingfundi loknum, sagði Ásbjörn læknir Stefánsson, frá för sinni til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, en sem fulltrúi Bindindisfélags öku- manna á íslandi sat hann í Helsingfors stjórnarþing Norðurlandasambands bindindisfélaga ökumanna. Lét hann mjög vel af för sinni og rómaði frábær- ar móttökur og kynni af samherjunum í nágrannalöndunum. Þótti honum kveða mikið að samtökum þessum, eink- um í Svíþjóð, sem eru orðin mjög sterk og eiga nú fjórða öflugasta trygginga- félag landsins, og þess megnug að leggja samtökum nágrannalandanna lið í þeim efnum. Áfengisvarnaráðunautur, Brynleifur Tobiasson, flutti einnig ávarp og minnti m. a. á, að á alþjóða bindindismálaþing- inu í Istanbul í fyrra haust hefði verið stofnað alþjóðasamband bindindisfélaga ökumanna. Slík samtök eru tímabær og í hröðum vexti.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.