Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 14

Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 14
14 EINING Isafoldarprent- smiðja átftaftíu ára Þar sem júní-júlí-blað Einingar var svo langt komið í prentun, er Isafoldar- prentsmiðja átti þetta merkisafmæli, hefur blaðinu ekki gefist færi á að flytja prentsmiðjunni heillaóskir fyrr en nú. Eining hefur frá upphafi skipt við ísa- fold, og ritstjóri blaðsins hefur skipt við prentsmiðjuna hátt á þriðja áratug. Við færum því stjórn hennar og starfsmönn- um beztu þakkir fyrir góð viðskipti og gott samstarf. Þótt mannaskipti hafi stundum orðið, hefur þá komið góður maður í góðs manns stað. ísafoldarprentsmiðja er þjóðinni að góðu kunn. Hún hefur verið allmikið at- vinnufyrirtæki og menningarfrömuður, því að ekki eru þær fáar ágætisbækurn- ar, sem hún hefur sent frá sér á þessum átta áratugum, og ýms víðlestnustu blöð landsins hefur hún einnig prentað á þessum liðnu áratugum. Hún hefur frætt þjóðina og skemmt henni einnig. Afköst hennar hafa verið mikil og hún hefur notið góðrar forustu. Hinn þjóðkunni sæmdarmaður Björn Jónsson, var upp- hafsmaður hennar. Nafni hans mega bindindismenn lengi halda á lofti, því að tök hans á máli þeirra voru ósvikin og örugg. Eftirmenn hans við stjórn ísa- foldarprentsmiðju voru svo Ólafur Björnsson, Herbert Sigmundsson, Gunn- ar Einarsson og Pétur Ólafsson. Prentsmiðjan var stofnuð 16. júní 1877 og átti því áttatíu ára afmæli 16. júní sl. Saga hennar er merk, en verð- ur ekki rakin hér, það hafa dagblöðin gert. Hér er aðeins flutt heillaósk. Frá lítilli en farsælli byrjun hefur vegur ísa- foldarprentsmiðju vaxið og býr hún nú í hárri og veglegri höll, sem búin er mik- illi afkastagetu. Verði þá afköst hennar þjóðinni til sem mestrar farsældar á komandi dögum. P. S. -------ooOoo------ Fordæmi ríkissftjórn- arinnar 17. júní Á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. tók ríkisstjórin á móti gestum sínum í ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru engir áfengir drykkir veittir, en gestum þó vel fagnað og vel veitt. Þetta vakti fögnuð og þakklæti okkar bind- indismanna, og við erum ekki fámennir í Iandinu. Sömuleiðis lét borgarstjórinn í Rvík engar vínveitingar eiga sér stað í veizl- um þeim í Melaskólanum, er bæjar- stjórnin hélt við heimsókn konungshjóna Danmerkur og Svíþjóðar, enda fóru veizlur þær fram í skólahúsi, en hvort sem það réði eða annað, er fordæmið gott og á skilið þakkir. Vissulega þyrfti húsbóndinn á hvaða heimili sem er, að gefa jafnan hið eftir- breytnisverða fordæmi. Vonandi er, að stjórnarvöld, bæði hér á landi og víðar, taki að gera sér ljósa ábyrgðina, sem á þeim hvílir í þessum sökum. Áfengis- neyzlan er eitt mesta mein allra menn- ingarþjóða og gegn henni ættu þeir fyrst og fremst að vinna, sem eru leiðtogar þjóðánna, ef þeir vilja komast hjá ádeilu spámannsins: ,,leiðtogar þessa fólks leiða það afleiðis, og þeir, sem láta leiða sig, tortímast". Önnur orð spámannsins mættu vera leiðarstjarna hverjum þjóðarleiðtoga: „Þegar konungurinn ríkir með réttlæti og höfðingjarnir stjórna með réttvísi, þá verður hver þeirra sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum, sem vatnslækir í öræfum, sem skuggi af stórum hamri í vatnslausu landi“, — með öðrum orð- um skjól og vernd. Og sígild eru orð spekingsins: ,,Ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur“. Þetta er markmiðið sem keppa ber að. -------00O00—-----— Afengisneyzla og kynsjúkdómar Læknir nokkur, Leo Rosenhouse að nafni, hefur þann starfa á vegum heil- brigðismálaráðuneytis í Californíu, að rannsaka samhengi áfengisneyzlunnar og kynsjúkdómanna. I júní 1956 ritaði læknirinn grein um þetta í rit, er heitir Sexology. Sem dæmi um hinar hroll- vekjandi fylgjur áfengisneyzlunnar, nefnir hann konu, er tekin var til lækn- ingar, haldin syfílís. Hún var og áfeng- issjúklingur. Kona þessi hafði þó ekki stundað lauslæti, en áfengisneyzlan hafði auðvitað lamað varnir hennar og oft mundi hún ekkert með hverjum hún hafði verið í ölvunarástandi sínu. Hún mundi þó glöggt, að einn daginn hafði hún haft mök við níu karlmenn. Fáa gat hún nafngreint, en við þrjá var þó Ein af hverjum fimm lauslœtisdrós- anna, er greinin skýrir frá, er áfengis- sjúklingur. Sú dökka heldur á glasinu. hægt að hafa samband og allir voru þeir sýktir af syfílís. í ölvunarástandi hafði þessi kona, segir þar, sennilega sýkt svo sem 50 menn, sem svo aftur út- breiða kynsjúkdóminn meðal þjóðarinn- ar. Læknirinn segír, að tvær milljónir manna, karla og kvenna í Bandaríkjun- um, njóti læknisaðstoðar sem syfílís- sjúklingar, og gerir ráð fyrir að ein milljón manna til viðbótar gangi með kynsjúkdóma, án þess að þeir njóti nokkurrar læknis hjálpar. Þá er nefndur annar læknir, dr. Nicholas J. Fiurmara, sem í ríkinu Massachusetts rannsakaði mál slíkra sjúklinga, það voru 665 stúlkur, sem höfðu haft mök við 603 hermenn, er gengu með kynsjúkdóma, og 907 stúlk- ur, er samband höfðu haft við sýkta borgara. Oftast var staðurinn einhvers konar knæpa, er leitt hafði þessi hjú saman. Af 1402 konum í San Francisco, sem kærðar voru fyrir vændislifnað, var fimmta hver áfengissjúklingur. Þannig ræktar áfengisneyzlan alls staðar ólifn- að, eymd, sjúkdóma og glæpi. --------ooOoo-------- Nœsfum hálftannað hundrað í einu Dansk Good Templar skýrir frá því, að í Timraa í Svíþjóð hafi 142 ungmennum ver- ið veitt inntaka í stúkur í einum hóp, hafi það verið hin fjölmennasta inntaka, sem átt hafi sér stað þar í landi. Hópur þessi skiptist milli fimm stúkna í hyggðarlaginu. Fimm liundruð manns var við inntökuna. Petta var uppskera af undanförnu starfi margra reglufélaga. •----ooOoo----- Reykingar meginorsök lungnakrabba í skýrslu brezka heilbrigðisrannsóknar- ráðsins, sem lögð var fram í neðri deild hrezka þingsins í dag, segir, að tóbaksreyk- ingar séu meginorsök krabhameins í lung- um. Átjándi hver Breti látist nú úr lungna- krabha. Segir í skýrslunni, að þetta sé niður- staða langra rannsókna í mörgum löndum á sambandi reykinga og krabbameins. Á veg- um ráðsins er nú að hefjast mikil herferð í Bretlandi til þess að kynna fólki niður- stöðurnar og gera lýðum ljóst hvað tóbaks- reykingar geta haft í för með sér. Segir í skýrslunni, að rannsóknirnar hafi leitt það í ljós, að krabbamein í lungum sé 40 sinnum algengara meðal mikilla reyk- ingamanna en meðal hindindismanna á tó- bak. Sígarettureykingar virðist vera skað- legastar. Á árunum 1945—55 hefur dánartala þeirra, er látizt hafa af völdum lungna- krabba meira en tvöfaldazt. Álíta brezkir sérfræðingar, að í náinni framtíð muni einn af hvefjum átta reykingamönnum, sem lát- ast, deyja úr lungnakrabba, en hins vegar segja þeir, að aðeins einn af hverjum 300, sem ekki reykja, látist úr þessum sjúkdómi. — Morffunblaðið 28. júní 1957.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.