Eining - 01.11.1957, Page 1

Eining - 01.11.1957, Page 1
15. árg. Reykjavík, nóvember, 1957. 11. tbl. ANDLÁT HÁKONAR VII. NOREGSKOHIUItlGS SOIMIJR HAIMS OLAV KROIMPRIIMS TEKUR VIÐ KOIMUIMGDOIUIIMUIU Á árunum 1911—1914 dvaldi rit- stjóri Einingar í Noregi. Þá var þar að alast upp konungborninn kornungur sveinn. Nafn hans var títt á hvers manns vörum í landinu. Hann var ríkisarfinn, litli sveinninn, Olav krónprins. Nú er hann, við fráfall föður síns, orðinn kon- ungur Noregs. Hákon VII. andaðist árla laugardags- morgunn 21. september sl. eftir rúmrar hálfrar aldar ríkisstjórn. Með mikilli var- færni sinnti hann því kalli, er hann var kvaddur til árið 1905 að gerast kon- ungur Norðmanna. Hann krafðist þess þá, að vita vilja þjóðarinnar í þessu máli og fór því fram þjóðaratkvæða- greiðsla. Með slíkri varfærni og prúð- mennsku steig hann í hásætið og óx þar að sama skapi með hverjum ára- tuginum, er leið. Kjörorð hans var Alt for Norge, og ást og virðing allrar þjóð- arinnar varð hans. Á þrengingartíma stríðsáranna varð hann einnig þjóðhetja Norðmanna. Við andlát konungs mælti forseti norska stórþingsins, Oscar Torp, á þessa leið: „Konungur vor er horfinn. Hugir okkar leita til nánustu ættingja hans, er standa við líkbörur hans í dag og syrgja. Öll þjóðin sameinast þeim í Hdkon VII. konungur Noregs. Olav V. konungur Noregs.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.