Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 3
E I NING 3 Stórstúka Þýzkalands hélt ársþing sitt í Osnabriick 2.—5. ág. s.l. Hún bauð Stórstúku íslands að senda fulltrúa á þingið. Framkvæmda- nefndin fal fyrrum stórtemplar að mæta fyrir sína hönd, en hann átti leið þar um, þá er þingið var haldið. Gestir voru og á þinginu frá Danmörku, Hol- landi, Noregi og Sviss. Fyrsta dag þings- ins voru flutt erindi um áfengi og um- ferð og uppeldi til bindindis á heimilum og í skólum. Annan daginn voru sýnd tvö leikrit. Ungtemplarar sýndu annað. Að kvöldi þess dags var haldin hátíð: hátíðarræða, söngur o. fl. Að morgni þriðja dags (sunnudags) hlýddu þingheyjendur messu kl. 8,15 árdegis. — Stórstúku- þingið hófst með stigveitingu. Gestirnir (frá Noregi, Danmörku, Islandi og Hollandi) veittu hástúkustig. Tóku 28 stigið. Siðastarfið fór auðvitað fram á þýzku. Það fór fram með mikilli nákvæmni á öllu þinginu. Ekki var klappað, þegar gestir höfðu flutt ávörp, heldur risið úr sætum, þeim til virð- ingar. Það er undravert, hve miklu þýzka stórstúkan kemur til leiðar. Lífið og sál- in í starfinu er stórritarinn (sem eigin- lega er framkvæmdarstjórinn), Wil- helm Biel. Hann er búsettur í Hamborg. Þar er skrifstofa Stórstúkunnar. En stórtemplar á heima í Frankfurt am Main, Theo Gláss prófessor. Hann er og framúrskarandi starfsmaður og mikill ræðumaður. Hann á sæti í fram- kvæmdanefnd Hástúkunnar, gæzlumað- ur löggjafarstarfs. — Osnabriick er sögufrægur bær. Þar — og í Miinster — var friður saminn eftir 30 ára stríð- ið. Þingfulltrúar templara gengu fyrir borgarstjórann í friðarsalnum í ráðhús- inu, en í honum undirrituðu fulltrúar mótmælenda friðarsamningana 1648. Fór borgarstjórinn mörgum fögrum orðum um starf Góðtemplara og þakk- aði þann sóma, er þeir sýndu bænum með þinghaldinu þar. Bróðurkveðjur eru fluttar íslenzkum templurum frá Osnabrúck-þinginu. Námsskeiðið í Genf Þess var getið í síðasta blaði, að formaður áfengisvarnaráðs hefði tekið þátt í námsskeiði, sem alþjóðaráðið til hindrunar áfengisbölinu stofnaði til í Genf í síðastliðnum ágústmánuði. Það var þriðja árið í röð, sem námsskeið er haldið þar. Fyrirlesarar og þátttak- endur voru nú fleiri en nokkru sinni áður. Einkum var margt Frakka þar, og er það gleðilegur vottur um vaxandi áhuga þeirra á bindindismálum. Um 120 menn sóttu námsskeið þetta frá 20 löndum. Flutt voru erindi á degi hverj- um frá 5.—16. ág., ýmist 3 eða 4 á dag, og fylgdu umræður á eftir. — Meðal norrænna fyrirlesara má nefna hátemplar (Ruben Wagnsson), Sund- berg, forstjóra bindindisfræðslusam- bandsins sænska, og Erik Strömgren, prófessor í Árósum. Erindin voru ýmist flutt á frönsku, þýzku eða ensku, og var ætlunin að snara þeim á tvö önnur mál, en úr því varð nú ekki alltaf. Hinsveg- ar var hægt að fá flest þeirra fjölrituð á öllum málunum. Meðal annarra fyrirlesara vil ég nefna: Neumann frá Wien (um afbrot og áfengi), dr. Skála frá Prag (um meðferð drykkjusjúkra manna þar í landi), Ameríkanann Strain (áhrif áfengis á heilann), Frakkann Barjot (um áfengisbölið og þjóðfélagið og ráð til þess að berjast gegn drykkjuskapn- um), Próf. W. A. Scharffenberg frá Washington (um alþjóðaráðið til þess að koma í veg fyrir áfengisbölið — en hann er framkvæmdarstjóri ráðsins, og dr. Henri Gachot, prófessor frá Strassborg (um áfengi og íþróttir). Hann er framúrskarandi málamaður, jafnvígur á frönsku, þýzku og ensku, lengi samstarfsmaður dr. Hercod í Lausanne, einn af þessum hugsjóna- mönnum, sem fórnar öllu, þegar því er að skipta. Einn daginn sáum við kvikmyndir í Þjóðabandalagshöllinni (Palais de Nations). Þar voru sýndar myndir frá heilsuverndarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, Ur en dagbok (sænsk), Ut av tunnelen (norsk), ein frá Frakklandi og enn ein frá Tjekkóslóvakíu. — Sunnu- daginn 11. ág. fórum við upp í Alpana, fyrst til Montreux og síðan upp á fjallið „Rochers de Naye“ 2045 m hæð eða nær því eins hátt og upp á Oræfa- jökul. Þar uppi snæddum við hádegis- verð og nutum um hríð í inndælisveðri dásamlegs útsýnis yfir Alpana og dal- ina þar. — Seinni partinn stönsuðum við í Montreux og fengum okkur að borða á bindindishótelinu Helvetia þar í bænum. Það eru reyndar um 200 bindindishótel og þar að auki fjöldi bindindisveitingahúsa í Sviss. Eitt kvöldið komum við góðtemplar- arnir á námsskeiðinu til móts við reglu- systkin okkar í Genf. Ekki var það reglu- bundinn templarafundur, frekar mót, þar seem sagt var frá starfinu í mörg- um löndum. Síðasta kvöldið, sem ég var í Genf, var haldin ráðstefna með forustumönnum bindindishreyfingar- innar í 10 Evrópulöndum, undir forustu Archer Tongue, framkvæmdarstjóra l. T. U. (International Temperance Union). Skrifstofa þessara samtaka er í Lausanne. Þau eru nú 50 ára gömul. — Bar margt á góma á fundi þessum, m. a. varðandi afstöðu vora í ýmsum greinum). Á fundi þessum voru m. a. fulltrúar frá Póllandi og Júgóslavíu. Þeir áhugamenn um bindindis- og áfengis- mál, sem kynnu að vilja fá til lestrar eitthvað af erindum frá námsskeiðinu í Genf, eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu áfengisvarnaráðs, Veltusundi 3, Reykjavík. — (Þátttakendur: Frakkar 26, Svissar- ar 25. Þjóðverjar 15, Austurríkismenn 6, Svíar 6, Pólverjar 5, Belgir 5, Banda- ríkjamenn 4, Hollendingar 4, Englend- ingar 4, Júgóslafar 4, Italir 3, Finnar 3, Norðmenn 2, Tjekkóslóvakar 2, Grikk- ir 2, íslendingur 1, Dani 1, Spánverji 1 og Tyrki 1). -------ooOoo------- Ekki má gleyma sigrunum Með berklavörnum í Bandaríkjunum er talið að þar sé bjargað 300,000 mannslífum ár hvert, og er það meira en fórst af Bandaríkjamönnum í síðustu heimsstyrjöld. Um síðustu aldamót dóu í Bandaríkjunum 194 af hverjum 100,000 úr berklaveiki, en nú eru það aðeins 8 af 100,000 að meðaltali í öllum ríkjunum, sem deyja úr þessari veiki. Þessi sigur er mikið fagnaðarefni, og nú nálgast það, að læknavísindin vinni bug á mænuveikinni, en hvenær sigrar menn- ingin styrjaldir og áfengisböl? Slíka sigra þráir allt mannkynið og þess vegna hljóta þeir að vinnast í fyllingu tímans. ---------------ooOoo------- Áfengisneyzlan í Svíþjóð minnkar. Reformatorn, tímarit templara í Svíþjóð, skýrir frá því í ritstjórnargrein, að á fyrri hluta þessa árs hafi áfengisneyzlan minnk- að um 12,8%, borið saman við sama tíma- bil í fyrra. Samt sem áður er áfengisneyzla þjóðarinnar 12,5% hærri en liún var 1955, síðasta ár áfengisskömmtunarinnar, og í greininni er þess getið, að þrátt fyrir þessa minnkandi áfengisneyzlu, hafi lítið eða ekk- ert dregið úr hinu óhuggnanlega ölvunar- ástandi lijá þjóðinni. Þá er bennt á, að sú minnkun, sem orðið hefur á áfengiskaup- unum, kunni að stafa frá hækkun á verð- lagi áfengra drykkja, öllu fremur en af hugarfarsbreytingu hjá áfengisneytendum. ---------------ooOoo----- IXIorræna bindindisþingið, hið 21. í röðinni verður haldið í Noregi árið 1959. Stafangur verður þingstaðurinn, en þingtíminn dagarnir 29. júlí til 4. ágúst.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.