Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 4

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 4
4 EINING Mikil og stórbrotin ævisaga Ritstjóra Einingar barst nýlega frá Gyldendal síðasta bindið af 10, og þar með lýkur þessu einstæða stórverki. Allt heitir verkið Mit Livs Karrusel. Höf- undurinn er Larsen-Ledet, hinn víðfrægi heimshorna Gönguhrólfur — (Globe- Trotter), ritsnillingur, ræðugarpur, bindindishetja og pólitíski víkingur. Út- gefandi verksins er Gyldendalske bog- handel, nordisk forlag. Því miður hefur undirritaður ekki lesið allar bækurnar tíu, en um þær, er eg hef lesið, kann eg það fyrst og fremst að segja, að þar er varla ein blaðsíða leiðinleg, flest allar í þessu mikla verki bráðskemmtilegar. Bækurn- ar eru hafsjór fróðleiks, skemmtilesturs og lifandi frásagna um menn og mál- efni. Frásagnarhæfileiki höfundarins er frábær, hreinskilnin og góðvildin fölvskalaus, samfara geiglausum stór- hug og vægðarlausri hirtingu alls þess, sem illt er og skaðlegt, en allt er svo dásamlega kryddað spriklandi gaman- semi, og bak við þetta allt stendur kempan og lifandi uppmálaður hinn ósvikni mannvinur. Þetta síðasta og tíunda bindi ævi- sögunnar fjallar um fjölskyldulíf höf- undarins: Ægtemand, fader og bedste- fader. Hvílík fyrirmynd! Hvílík ham- ingja, ástúð, samhugur og eindrægni, og voru þó hjónin bæði mjög sjálfstæð- ar sálir og sérstökum hæfileikum búin. Frúin var einnig snjall rithöfundur. Hver mun svo hafa verið undirrót ham- ingju þeirra? Líklega fyrst og fremst það, að þau vígðu líf sitt og alla krafta í þjónustu almennings velferðar og gleymdu að miklu leyti sjálfum sér, nema því að unnast, styðja hvort annað í baráttunni og gera heimilið að þeim sælu- og hvíldarstað, er gefur hverjum manni afl og dug til stórverka. Um þetta er yndislegt að lesa. Þarna er smámynd af heimi, sem gæti verið og verður, þegar menn hætta, hver og einn, að rífa til sín í græðgi eigingirninnar, en láta sér að minnsta kosti eins annt um annarra hag sem sinn eiginn. Þannig var lífsstarf Larsen-Ledets og hans ágætu konu. Þegar frúin kynntist upphaflega þess- um einkennilega unga manni, sem aldrei hirti um það, hvernig föt hans fóru eða hvernig hann leit út, hirti eig- inlega á þeim árum ekki um neitt nema áhugamál sitt og starf, vissi varla af öðrum í borðsalnum í matsöluhúsinu fremur en þeir ,,væru loft eitt“, svo notuð séu orð frúarinnar, þá fannst henni hann hræðilegur. Þegar hann svo nokkru síðar var búinn að þylja yfir henni margt um ferðalög sín og ævin- týri, hugsaði hún: hér er maðurinn. I þenna mann ætla eg að ná. — Sú vissi nú hvað hún vildi, því að hann var þó búinn að trúa henni fyrir því, að hann ætlaði alls ekki að gifta sig, en bíddu nú við, karl minn, hugsaði hún. Við skulum nú sjá, hver sterkari verður. Og svo kom, að ísinn tók að þiðna, segir hún. Þannig var af stað farið og svo óx innileikinn, eindrægnin og ástúðin með hverju árinu til hinstu stundu hennar. Frúin er fyrir nokkru dáin og Larsen- Larsen-Ledet. Ledet flutti við útför hennar frábæra kveðju. En þegar hún lá banaleguna, fékk hún tilboð frá stórblaði um góða borgun fyrir ritgerð um fjölskyldulíf þeirra hjóna. Sú ritgerð, er hún skrif- aði með hvíldum, er snilldarverk. Þessi góðu og merku hjón, aðdáun- arefni sinnar þjóðar og þúsunda ann- arra, fengu gott uppeldi og góðan mann- kostaarf og þetta gengur í arf lið fram af lið til barna og barnabarna. Um það eru óræk vitni. Ritgerð sína endaði frúin á þessum orðum: „Yndisstundir — allt eru yndisstund- ir í Frodesgade 5 í Kongsvang. Það er indælasti staðurinn á jörðu, því að þar búa Lasse og jeg“. Og fyrirspurn blaða- manns um það, hvernig það væri að vera gift slíkri hamhleypu sem Larsen- Ledet, svaraði hún: „Þótt mér gæfust þúsund ævir og eg ætti að velja þúsund sinnum, myndi eg í hvert skipti velja Larsen-Ledet“. Að þessu sinni verður hér ekki margt talið fram af frásögn bókarinnar um þetta ágæta fjölskyldulíf. Það yrði þá að vera allmikið mál, en þar sem línur þessar eru ritaðar í íslenzkt blað, er varla unnt að ganga fram hjá því, er frúin segir í ritgerð sinni um íslandsför þeirra hjóna. Frúin telur fyrst upp nokkra staði er þau hafi heimsótt, í brúðkaupsferðinni Washington, Chica- go, New York, Iowa, Nebraska, Minne- sota, Fíladelfíu, og svo seinna á árum Ósló, Stokkhólm, Hamborg, Berlín, Prag, Vínarborg, Haag, París, Milanó, Venezíu, Belgrad, Warszawa, Eden- borg, London, Madríd og Marokkó. Svo kom að því, að Larsen- Ledet þurfti til Islands. Frúnni bauð hann með sér, en hún taldi frágangssök að fara frá börnunum í sex vikur. Þá för- um við öll, sagði húsbóndinn, og svo lögðum við af stað þrem vikum síðar, öll fimm á SS Baltic „í hið yndislegasta (allerskönneste) og markverðasta ferða- lag, er við nokkru sinni höfum farið. Er nægilegt að nefna aðeins Þingvöll, Al- mannagjá, hraunin, Bessastaði, gamla hirðstjórasetrið, sem nú er forsetaslot- ið, lengst úti í víðáttunni. Sá sem hefur ekki komið á þessa staði, getur ekki skilið hvers virði það var mér. Og nú hefur manninum enn verið boðið til íslands, en hann hefur afþakk- að og segir: Hafi maður eitt sinn séð hið fegursta í heimi, er ekki hyggilegt að snúa þangað aftur. Það yrðu alltaf vonbrigði“. Larsen-Ledet er nú 76 ára. Heilsan er enn góð. Spákonan lofaði honum 100 árum og ekki er langt síðan lækn- irinn taldi skrokkinn jafngóðan og á tvítugum. En Larsen-Ledet hefur verið óskaplegur vinnujálkur alla ævi. Mikil ferðalög, mikil átök, mikill spenningur, vinnudagurinn oftast 16 stundir og margar vökunætur á ferðalögum. Og nú hefur hann lokið við sína 10 binda ævisögu. Hún hefur kostað mikla vinnu, en hann segist hafa nægilegt efni í 25 bindi, en ekki þorað að leggja meira á lesarann en þessí 10 bindi. Einhver ritstjóri sagði um hann, að hann gengi að skrifborðinu eins og að veizluborði. Hinn vitri Salómon hefur sagt, að ekkert sé betra undir sólinni en það, að maðurinn sé glaður við verk sitt, og það hefur Larsen-Ledet sannarlega verið. Pétur Sigurðsson. Eldsvoðarnir. Árið sem leið urðu 3000 brunar í Noregi og er tjónið metið 37 milljónir norskra króna. Hve margra milljóna tjóni af þessu skyldi sígarettan liafa valdið? Hún er einn versti brennuvargur nútímans. Brunar hafa verið óvenjulega tíðir hin síðari árin á íslandi, en mjög sjaldan er greint frá eldsupptökum. Stundum kemur eldurinn þó upp á hinum ótrúlegustu stöðum. Tóbaksreykingarnar eru vissulega, bæði hvað manninn sjálfan áhrærir og umhverfi lians, liinn eyðandi eldur.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.