Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 8

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 8
8 E I NING E I N I N G MánaHarblaZ um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Pétur SigurZsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi. Sími blaðsins er 5956. Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak. Eining 15 ára EINING er að komast á fullorðinsárin. Hún varð 15 ára 13. þ. m. Fyrsta tölublað hennar kom út 13. nóvember 1942, aðeins 1000 eintök, til reynslu. Óráðið var hvort blaðið yrði gefið út framvegis, og eitt er víst, að ekki hafði ritstjóri þess ætlað sér það verk. Slíkt var aðeins einhver slysni. Þakklátur má hann þó vera fyrir þau kynni, er hann hefur haft af ágæt- um mönnum, konum og körlum, í sambandi við blaðið þessi 15 ár. I vörzlu þess eru t. d. um 100 mjög sérstök og upp- örfandi bréf og eru sum þeirra frá þjóðkunnum ágætismönn- um. Bréf þessi eru úrval úr öðrum góðum. Fá skammabréf hafa borizt og kann það að vera að þakka vorkunnsemi kaup- endanna. Skyldi einhver vilja senda blaðinu afmælisgjöf, þá væri sú kærkomnasta nýr eða nýir kaupendur. Ein afmælisgöf barst blaðinu fyrr á árinu, en þeirrar gjafar var þá minnst ásamt öðrum peningagjöfum. Allir munu skilja, að blaðið hefur ágirnd á nýjum kaupendum. Ástæða er nú til að flytja kaupendum blaðsins alúðar þakkir fyrir tryggð og góð viðskipti þessi 15 ár. Allmikil eftirspurn hefur verið eftir fyrstu tölublöðunum, en þau eru nú ekki til og ekki heldur fyrstu árgangarnir 3 eða 4. Fyrsta bindindisblaðið, sem út kom hér á landi mun vera Bindmdistíðindi. Þar næst hinn íslenzki Good-Templar, en æviferill hans var frá október 1886 til 1. desember 1893. í ritstjórn blaðsins voru skáldin Jón Ólafsson, Indriði Einars- son og Guðlaugur Guðmundsson, síðar sýslum. Fyrsta árið var Þórhallur Bjamason, síðar biskup, í ritstjórn, en ekki Indriði. Síðar voru svo í ritstjórn Bjarni Jónsson, kenn- ari og Björn Jónsson, ritstj. Isafoldar. Stórstúka íslands gaf blaðið út. Svo kom til sögunnar HeimilisblaSið. Bjöm Jónsson gaf það út með stuðningi stórstúkunnar og kennarafélagsins, en ritstjórn önnuðust þeir Björn Jónsson og Jón Þórarinsson, síðar fræðslumálastjóri. Það lifði aðeins rúm tvö ár. Árið 1904 hefur stórstúkan svo útgáfu blaðsins Templar. Árgang- ar þess urðu tæpir 43. Á vantaði aðeins 3 tölublöð. Ritstjór- ar Templars höfðu verið þessir: Pétur Zophóníasson, Jón Amason, Pétur Halldórsson, Gísli Jónasson og Brynleifur Tobiasson. Sumir þessara oftar en einu sinni í senn. Vísast hér til bókar Brynleifs: Bindindishreyfingin á Islandi, bls. 150. Sókn gaf stórstúkan út frá 15. október 1931 til desember 1935. Ritstjórar höfðu þeir verið, Felix Guðmundsson og Friðrik Á. Brekkan. Ýms smáblöð um bindindismál hafa komið út, svo sem Muninn, Baldur, Reginn og fl. Sum þeirra vélrituð. Barnablaðið Æskan gnæfir yfir öll þessi blöð, hvað lang- lífi og stærð upplagsins áhrærir. Upplagið mánaðarlega hef- ur verið mest 10.000. Blaðið er líka sniðið fremur við barna og unglinga hæfi en sem bindindisboðunar blað. Æskan kom fyrst út 5. okt. 1898 og lifir enn góðu lífi. Ritstjórar hennar hafa verið: Sigurður Júl. Jóhannesson, læknir, árin 1897—1899, Ólafía Jóhannesdóttir, 1899—1900, Hjálmar Sigurðsson, kennari> 1900—1904, Séra Friðrik Friðriksson, 1904—1908, Aðal- björn Stefánsson, prentari og Sigurjón Jónsson, skrifstofum., 1910—1922, Sigurjón Jónsson (einn) 1922—-1928, Margrét Jónsdóttir, kennari og skáld, og Guðmundur Gísla- son, skólastj., 1928—1930, Margrét Jónsdóttir (ein) 1931—1942, Guðjón Guðjónsson, skólastjóri, 1942—1955. Árið 1956 önnuðust ritstjórn þeir Ólafur Haukur Árnason, skólastjóri, Grímur Engilbertsson, prentari og Helgi Tryggva- son, kennari, en á þessu ári er það aðallega Grímur, er sér um ritstjiórn og með honum Heimir Hannesson. Frá því er Eining sá fyrst dagsins ljós, eru margir hinna traustu og þrautreyndu í sveit bindindismanna horfnir yTir landamæri lífs og dauða. Það mannfall hefur einnig snert Einingu. Úr þessu þarf yngri kynslóðin að bæta, en margur ber nú að dyrum hjá henni, sem hefur ginnilegra mál að flytja en Eining og verður hún því að líta vonarauga til kynslóðarinnar þarna á milli. Eflum samstarfið sem bezt og vinnum þjóðinni allt það gagn, sem við erum hæf til og fáum yngstu kynslóðinni gott hlutverk í hendur. P. S. „í átfthagana andinn leiftar/y Bvo heitir bókin, sem kom út á Bókaforlagi Odds Björns- sonar, Akureyri, til heiðurs dr. Richard Beck á sex- tugsafmæli hans. Þetta er mikil, sjáleg og eiguleg bók. Hún er gefin út í 500 tölusettum eintökum og er undirskrift höfundar á hverju ein- taki. Framan við sjálft efni bókarinnar er prentaður nafna- listi þeirra manna, er með útgáfu bókarinnar heiðruðu höf- undinn á þenna sérstaka hátt. Nafnalisti þessi fyllir 20 blað- síður. Allir þessir menn, og eru þar ekki fáir þjóðkunnir mennta- og forystumenn, hafa sett nöfn sín undir svohljóð- andi ávarp: DR. RICHARD BECK prófessor sextugum, flytjum vér hugheilar árnaSaróskir og þakkir fyrir störf hans í þágu íslenzkrar menningar og þjóSernis. Fyrstur skrifar undir forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son. Sennilega hefði dr. Beck ekki getað fengið kærkomnari afmælisgjöf né kveðjur en þetta látlausa ávarp, undirritað af slíkum fjölda velunnara hans. Bókin er því allavega sögulegt merkisplagg, sem eiga mun sinn drjúga þátt í að halda minn- ingunni um dr. Beck og hans mikla og göfga starf hátt á lofti meðal komandi kynslóða. Lesmál bókarinnar hefst svo á stuttu æviágripi höfundar. Það hefur skráð séra Benjamín Kristjánsson, en ekki þarf annað en nefna nafn þess ritsnjalla manns til þess, að gera mönnum Ijóst, hversu þar er á máli haldið. Æviágripið end- ar séra Benjamín á stefi úr íslandsminni eftir dr. Beck: „GóSir hugir hafiS brúa, heim er jafnan gott aS snúa. Island, þú átt þennan dag, þúsundraddaS ástarlag berst þér hljótt um bláan geim, bleerinn skilar kveSjum heim“. Séra Benjamín Kristjánsson líkur svo máli sínu í þessum setningum: ,,Margar eru þær hljóðu kveðjur, sem Islandi og íslend- ingum hafa borizt með vestanblænum frá þessum trölltrygga vini lands og þjóðar. En á sama hátt munu fjöldamargir

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.