Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 12

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 12
12 EIN ING lóðin mynduð. Það voru ekki einungis Einingarfélagar, sem þetta þrekvirki unnu, heldur einnig sjálfboðaliðar úr hinum stúkunum, þótt hinar stúkurnar, sem slíkar, eða sem heild, vildu ekki, að svo stöddu, eiga þama hlutdeild í. Mönnum finnst það nú næstum óskiljanlegt, að menn skyldu vilja leggja þetta á sig þá. Slíkt er þó engan vegin eins dæmi, að minnsta kosti ekki meðal Templara, eða þar sem eldur hugsjón- arinnar er aflgjafinn. Nákvæmlega hið sama skeði að Jaðri fyrir nokkrum ár- um, er menn báru grjót og mold á handbörum milli sín og mokuðu með skóflum grunnstæðið fyrir nýbygging- unum þar. Slík fórnarlund ber mál- staðnum ætíð hið fegursta vitni. Húsið átti upphaflega að vera tilbúið 1. ágúst og farið var að grafa fyrir grunninum í hinu nýmyndaða þurlendi, þegar ísa leysti um vorið, og í fögru veðri hinn 12. júlí var byrjað að reisa grindina. Smiðir voru aðeins tveir og var gert ráð fyrir, að þeir mundu geta lokið verkinu að mestu á tveimur dög- um. En viti menn, um kvöldið söfnuð- ust þangað svo margir menn, sem vildu leggja hönd á plóginn, að grindin stóð fullreist rúmlega einni stundu eftir mið- nætti. í nágrenni vinnustaðarins mátti mest alt kvöldið sjá mannfjölda sem fylgdist með framvindu verksins af for- vitni, virðingu og aðdáun. Þá báru Reykvíkingar virðingu fyrir Templurum. Eg hef heyrt gamla Reyk- víkinga róma þenna eftirminnilega dag. Sjálfboðaliðarnir við að reisa grind- ina þetta fagra kvöld í júlí 1887 voru alt að einu félagar hinna stúknanna, jafnvel menn utan Reglunnar. Svo mikilli samhyggð mætti fyrirtækið, seg- ir í 25 ára minningarriti Einingarinnar. Nú urðu þær æ háværari raddirnar í hinum stúkunum, sem óskuðu sameign- ar í húsinu, og leiddu til þess, að slíkur sameignarsamningur var fullgerður hinn 29. júlí og samþykktur næstu daga í öllum þrem stúkunum. Á aukafundi í Einingunni (ódagsettum) seint í júlí, kom Jón Ólafsson (sem enn var Stór- templar) með tillögu um: ,,að St. Ein- ingin kjósi þriggja manna nefnd til sam- vinnu við þær jbegar kosnu nefndir úr stúkunum. Verðandi og Framtíðinni til að hugleiða og gera tillögur um sam eign í húsi því, sem Einingin er að byggja“. Var þessi tillaga samþykkt og nefndin kosin. Sýnir þetta, að áhugi hefur þá verið orðinn svo mikill í hin- um fyrir sameigninni, að þær hafa ver- ið fyrri til en Einingin að kjósa nefnd í málið að þessu sinni, sem og reyndar eðlilegt var, þar eð þær höfðu áður, um veturinn, hafnað sameignartilboði Einingarinnar. Á þessum sama fundi í Einingunni samþykkir stúkan að láta fernisera gólfið í næstu viku á sinn kostnað. 31. júlí koma tillögurnar fyrir fund í Einingunni, segir í fundargerðarbók- inni, bornar fram af þeim Jóni Ólafs- syni, Indriða Einarssyni, Áma Gísla- syni, Ólafi Rósinkranz, Erlendi Magnús- syni, Guðlaugi Guðmundssyni, Sigurði Jónssyni og Konráð Maurer. Undir samningsfrumvarpið höfðu rit- að, f. h. stúknanna þriggja, þeir Indriði Einarsson, Guðlaugur Guðmundsson og Ólafur Rósinkranz. Samningurinn var í 5 köflum, 11 greinum og hljóðar 1. gr. svo: ,,Hús það, suður af slökkvitólahúsi bæjarins, sem stúkan Einingin nr. 14 hefur látið reisa, skal vera óslítanleg sameign G.T. stúknanna, er nú eru í Reykjavík, Verð- andi nr. 9, Framtíðarinnar nr. 13 og Einingarinnar nr. 14, með öllu því er húsi þessu tilheyrir, lóð grunni og öllu múr- jarð- og naglföstu.“ Þetta var mikið gæfuspor, og nú var hægt að ljúka smíði hússins hindrunar- laust, og 2. okt. — í dag fyrir 70 árum — var það vígt með hátíðlegri við- höfn eins og fyrr segir. Húsið var að sjálfsögðu ekki á litinn eins og nú, hvorki að utan né innan, ekki klætt innan með striga og álímd- um pappír, ekki með parketgólfi ekki raflýst, ekki með miðstöðvarhitun, og því síður hitaveitu. í norðvesturhorni var kolaofn. Gangurinn og allur vest- urhluti hússins nú, var þá ekki til, og gengið var inn um hliðar þess bæði að sunnan og norðan. Samt var þetta þá veglegasti og mesti samkomusalur landsins og um leið varð það aðalsamkomuhús Reykvíkinga, fyrir utan Dómkirkjuna og sjálft Alþing- ishúsið, sem þá var orðið 6 ára gamalt. Þessari stöðu hélt Góðtemplarahúsið þar til Iðn,ó, sem síðar var nefnd svo, var byggð rétt fyrir aldamótin. Byggingarkostnaður var að fullu greiddur eftir 16 ár, eða 1893. Aftur kom byggingarnefnd Reykja- víkur saman hinn 16. dag júlí-mánað- ar 1891 og tók fyrir beiðni frá hús- nefnd Góðtemplarastúknanna Einingar og Verðandi um útmælingu undir við- bót eða lengingu á húsi stúknanna við tjörnina, um 12 álnir vestureftir. Fyrir hönd beiðendanna var Sigurður Jóns- son fangavörður viðstaddur og forseti neðri deildar Alþingis, Þórarinn prófast- ur Böðvarsson, til að gæta réttar þing- hússins. Ekki áleit hann það geta vald- ið neinum óþægindum eða baga fyrir þinghúsið eða afnot þess, þó að beiðni þessi fengi framgang, en hins vegar lýsti hann því yfir, að hann gæti ekki fallið frá skilyrði því, er sett hefði verið við hina upphaflegu lóðarútvísun handa Góðtemplarahúsinu, að það yrði flutt burtu þaðan, sem það nú stendur, er landsstj'órnin krefðist þess þinghússins vegna. Samkvæmt þessu var hin um- beðna útmæling veitt og skal hin fyrir- hugaða viðbót vera jafnbreið og Góð- templarahúsið, segir í bókuninni. Þessi viðbót, sem þá var heimiluð og síðan framkvæmd, er núverandi vestur- hluti hússins, gangurinn, fatageymslan, skrifstofan og hreinlætisherbergin niðri, og litli salurinn og eldhúsið uppi. 1924, 10. ágúst sækir þáverandi hússtjórn um leyfi til að reisa viðbótar- byggingu úr steinsteypu norðan við hús- ið, út á Ióðarmörk. Byggingarnefnd og bæjarstjóm veittu leyfi fyrir slíkri bráða- birgðabyggingu, 135 fermetra stórri, ,,á meðan gamla Góðtetmplarahúsið stæði“. En forsetar Alþingis skárust í leikinn og kröfðust þess, að byggingar- leyfið yrði úr gildi fellt, sem og stjórn- arráðið gerði með bréfi 13. sept. 1924. Þegar byggja átti nýju símstöðina í Reykjavik voru uppi samningaumleit- anir milli Templara og ríkisstjórnarinn- ar um að kaupa Góðtemplarahúsið, svo símstöðin yrði reist þar. En forsetar Alþingis komu einnig í veg fyrir það og neituðu, að stórhýsi eins og símstöðin yrði reist á þessum stað. Eignarhaldi stúknanna í Reykjavík á Góðtemplara- húsinu, — en þær höfðu smám saman eignast húsið allar í sameiningu, — lauk svo með því að ríkissjóður keypti húsið 1935, eins og kunnugt er, og á það nú, en þeir, sem lögðu ást sína og erfiði í að koma því upp fyrir 70 árum og hafa gert það að einu merkasta og söguríkasta húsi landsins, búa þar að- eins í náð eigendanna, og þó takmark- aðri náð. Ekki aðeins Verðandi og Einingin; og Framtíðin nr. 13, á meðan hún starfaði, hafa haldið fundi sína lengst af í þessu húsi, heldur hafa, að því er ég bezt veit, allar þær stúkur, er starf- að hafa hér í höfuðborginni, haldið fundi sína í húsinu um skemmri eða lengri tíma, að undanskildum nokkrum barnastúkum, og breitt þaðan blessun út um þenna bæ, til hjálpar ótöldum fjölda einstaklinga og heimila, sem áfengis nautn hefur leikið grátt eða hefði annars leikið grátt. Stundum hefur þó slíkur vöxtur hlaupið í sumar stúkurnar, að Góð- templarahúsið hefur ekki rúmað fund- arsóknina. Hefur þá á stundum orðið að leita í önnur stærri salarkynni s. s. Listamannaskálann, eða Gamla-bíó-sal- inn í Bröttugötu, en í hinum síðarnefnda héldu Einingin og Verðandi fundi sína á árunum 1927 til ‘32. Síðan húsið var selt 1935 hafa að heita má látlaust verið á döfinni fyrir- ætlanir um nýbyggingu í stað hins aldna timburhúss við tjörnina. Eitt sinn stóð Kolalóðin svo kallaða reglunni til boða sem byggingarlóð, og

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.