Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 13

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 13
E I NI NG 13 teikningar voru gerðar. Kaup á húsum við Austurstræti voru til umræðu. En samkomulagið vantaði. Því tóku nokkr- ir reglufélagar sig til og keyptu Frí- kirkjuveg 11, hús Thor Jensens, sem var eitt allra vandaðasta og glæsileg- asta timburhús landsins, er það var byggt. Reglan gekk síðar inn í þessi kaup og á húsið nú eins og allir vita. Þar var svo gerður fundarsalur í kjall- ara hússins, sem ýmsar af stúkunum hafa síðan notað fyrir starfsemi sína. Ráðagerðir voru og uppi um nýbygg- ingu við Indriðatorg og síðar við Snorra- braut, og nú eru á döfinni, og hafa reyndar verið um nokkurra ára skeið, fyrirætlanir um nýbyggingu á Skóla- vörðuhæð, en þar hefur Reykjavíkur- bær lagt reglunni til glæsilega lóð und- ir hið væntanlega regluheimili höfuð- borgarinnar, sem vonandi fær að rísa þar á næstu árum. Merkasta átakið í húsmálum regl- unnar, næst á eftir byggingu Góðtempl- arahússins 1887, voru þó kaupin á Hótel íslandi árið 1906, fyrir 120.000,00 kr. En það var alræmt áfengisbæli, er Templarar hugðust upp- ræta með kaupum þessum, og gerðu vissulega, á meðan þeir áttu húsið. Ekki er allt talið enn, sem ánnáls- vert má telja við þetta hjartkæra gamla hús. Hér hafa margir hinna eldri félags- málaforingja þjóðarinnar gengið í skóla beint eða óbeint á stúkufundum og haft þaðan með sér veganesti út í lífið. Þetta hús hefur því verið einn af uppeldis- skólum þjóðarinnar. Svo efast ég um, að nokkurt það hús sé til hér á landi, sem jafnmargir hafi elskað, og jafninni- lega sem þetta hús, er fjöldi manna, lífs og liðinna, hafa litið á sem sitt ann- að heimili, sumir jafnvel sem sitt eina raunverulega heimili. Um tíma voru haldnar hér guðsþjón- ustur, er voru undanfari stofnunar Frí- kirkjunnar, og frá fyrstu tíð hafa hér, annað slagið, verið haldnar guðsþjón- ustur í stúkunum. Þeir eru líka nú hreint ekki svo fáir, sem hafa fengið þá ósk sína uppfylta, að fá að koma hér við, stutta stund, síðasta áfangann á meðal vor. Samverjinn, sem miðlaði mörgum þurfandi bæjarbúa á þrengingarstund, átti hér uppruna sinn og bækistöð um hríð. Sjúkrasamlag Reykjavíkur átti hér nokkrar af uppsprettum sínum. Elliheimilið Grund fékk upphafsmenn sína héðan. Dýraverndunarfélag Islands getur einnig rakið spor sín hingað. íþróttahreyfingin getur einnig rakið spor sín hingað. Hingað sótti Ung- mannafélagsskapurinn næringu og fyr- irmynd. íslenzk leiklist og leikstarfsemi sótti sína brautryðjendur hingað. Hér hélt Bæjarstjórn Reykjavíkur fundi sína frá 1903 til 1932, — (hinn söguríka 9. nóvember.) í önnur 30 ár hafa yngri og eldri notið hér ánægju- og gleðistunda, eink- anlega um helgar, við spil, dans og hljóðfæraleik, saklausar skemmtanir, óáreittir af áfengisspillingu sumra hinna skemmtistaðanna í Reykjavík. Það sem hér hefur verið nefnt, er að- eins sýnishorn, en margt er ótalið, þar á meðal alt hið eiginlega starf hinna ýmsu stúkna, er búið hafa í húsinu und- anfarin 70 ár. Þótt 70 ára sé, heldur þetta hús furðanlega velli og ber vel merki þeirr- ar framsýni, er skóp það á sínum tíma. í dag notar Sinfoníuhljómsveit Islands salinn hér fyrir æfingar sínar, og hér hafa farið fram eftirtektaverðar upptök- ur tónlistar, er talin leit að öðru hæf- ara húsi hér til þessara hluta, vegna byggingarkosta hússins. Enn finnst unga fólkinu þetta gólf bezta dansgólf Reykjavíkur, og svo mætti lengi telja. Það er rétt, að Góðtemplarahúsið okkar hefur þegar runnið á enda sitt 70 ára starfsskeið, en staðið sig með prýði. Þegar opinberir starfsmenn hafa náð 70 ára aldri, verða þeir að víkja að fullu fyrir hinum ungu, en þá fá þeir líka eftirlaun. Hér er þó ekki aðeins um 70 ára aldur að ræða, heldur samtímis 70 ára þjónustu. Sanngjarnt væri því, að eftir- launin yrðu í samræmi við það. Og þar sem þetta hús er nú tvímæla- laust í fremstu röð söguríkra merkis- húsa í bænum, er þess að vænta, að ríkisstjórn sjái um, að það verði flutt á viðeigandi veglegan stað, þar sem það fengi að eyða elliárunum í friði, þegar að þeim degi kemur, að það verður að víkja af verði sínum hér við tjöm- ina, þar sem fyrir 70 árum reglufélag- ar skópu gmnn þess með því að breyta forar-vilpu í þurt, verðmætt land. Freymóður Jóhannsson. --------ooOoo-------- Hin þráláta ánauð Sá, sem gnæfir hátt við himinn, hnígur einatt lágt. Margan dranga mjúkhent alda mulið hefur smátt. P. S. --------ooO oo------- Eftirhermur Reikar villtur sálnasvermur sínar leiðir enn. Ösjálfstæðar eftirhermur eru flestir menn. P. S. Áfengisvandamálin í REGINN, blaði templara í Siglufirði eru nokkrir kaflar, sem lieita: Raddir æsku- manna. Einn þeirra fer hér á eftir: Eitt af stærstu vandamálum líðandi stundar eru áfengismálin og drykkju- skapur þjóðarinnar. Um langan aldur hafa íslendingar verið ölkærir menn og hneigðir til drykkju. Hin síðari ár hefur þó drykkjuskapurinn keyrt úr hófi fram, þannig, að áfengisbölið er orðið að þjóð- armeini, sem vont er að lækna. Sá þyk- ir nú ekki lengur maður með mönnum, sem ekki þiggur ,,snaps“, og svo herma unglingarnir eftir þeim fullorðnu. Kven- fólkinu þykir einnig gott að apa þetta eftir karlmönnunum. — Ástandið í dag er því þannig, að ölvað fólk setur meira og minna svip sinn á hið daglega líf. Á dansleikjum verða oft ryskingar og ill- indi af völdum ölvaðra manna. Þó það sé ömurleg sjón að sjá karlmenn ofur- ölvi, er það þó enn hörmulegra að sjá kvenfólk í slíku ástandi. Hinir tíðu bif- reiðaárekstrar og umferðarslys eru í flest- um tilfellum vegna ölvunar mannsins við stýrið. Fjarvera opinberra embættis- og launamanna frá vinnu dag og dag er oft vegna ,,timburmanna“ viðkomandi aðila. Erfiðleikar margra verkamanna- heimila stafa oft af því, að fyrirvinnan fer með síðasta pening heimilisins í áfengi. — Þannig mætti halda áfram lýsingu á því böli, sem neyzla áfengis veldur í þjóðfélaginu. Öllum má því vera ljóst, að hérverður eitthvað að gera, svo meinið haldi ekki áfram að vaxa, þar til það verður ólæknandi. En þetta lækn- ingastarf verður ekki leyst af hendi af einum. Hér þarf að starfa hönd við hönd: heimilin, skólarnir, kirkjan og almenn- ingur. Heimilin og skólarnir eru þeir aðilar, sem lengst fylgjast með þroska- braut okkar unglinganna. Það þarf með fræðandi fyrirlestrum í kennslutímum að benda okkur á háskann af neyzlu áfeng- is. Helzt þyrftu kennarar að vera bind- indismenn, því nemandi, sem líkar vel við kennara sinn, getur orðið fyrir mikl- um vonbrigðum að mæta honum drukknum og miður sín og gæti á svip- stundu misst alla trú á kennarahæfileik- um hans og á honum sem sönnum manni. Skylda heimilanna er þó mest. Heimilunum ber að hafa vakandi auga á uppeldi okkar og sérstaklega vara okkur við og halda okkur frá neyzlu áfengra drykkja. Þess vegna ættum við öll að reyna að styðja hvern þann félags- skap, sem berst gegn neyzlu áfengis. Það ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Okkur unglingunum ber skylda að vera bindindissöm og vinna að því að aðrir séu það líka og á þann hátt draga úr áfengisneyzlu. Helga Möller.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.