Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 16

Eining - 01.11.1957, Blaðsíða 16
16 E I NING Ölvun sftofnar flug- vélum í voða Félag flugstjóra — Airlines Pilots’ Association — í Bandaríkjunum leggur til, að öll áfengisneyzla verði bönnuð um borð í flugvélum. Félagið hefur sent þingi Bandaríkjanna tillögu þess og með henni þær upplýsingar, að á tveim síð- ustu árum hafi drukknir farþegar stefnt 23 flugvélum í hættu. Sem dæmi er sagt, að þrír farþegar hafi haft skotvopn á lofti í vélinni og gengið berserksgang. Fjórum sinnum hafi þeir reynt að kveikja bál á gólfi flugvélarinnar. Fjórum sinn- um hafi ölvaðir menn reynt að taka stjórnina af áhöfninni. Og svo er enn- fremur minnst á ósæmilega framkomu ölvaðra manna við flugfreyjur. Félagið bendir á, að Ioftbreytingin geti gert ölvaða menn hálfvitlausa, sem annars væru ef til vill skikkanlegir. Hið eina rétta er því talið algert bann við áfengisneyzlu í flugförunum. — Blaðið Folket. P. S. Prestur nokkur, sem einnig er kennari og útvarpsfyrirlesari, hefur stofnað trygginga- félag í borginni Oklahoma. Félagið heitir Abstainers Nalional Insurance Co. Aðeins ökumenn, sem eru bindindismenn, fá tryggt þar. Allir, sem einhvern hlut eiga í trygg- ingafélagi þessu eða vinna við það á ein- hvern hátt, verða að vera bindindismenn. ------000-------- Sagt er, að eftir síðustu heimsstyrjöld hafi sjálfsmorðum í Þýzkalandi fjölgað um 14%. Um eitt þúsund manna tekur þar lífið af sér í hverjum mánuði, en það er ekki aðeins í Þýzkalandi, sem sjálfsmorð eru tíð. Sálir manna bugast víða, en orsakir kunna að vera margvíslegar. Meistarinn sagði, að þeir tímar mundu koma, er menn mundu „gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina“, en hann bœtti við : „Gefið gætur, að þér skelfizt ekki“. ------000-------- í riti, sem biskupakirkjan í Ameriku gef- ur út, segir að í söfnuðum mótmælenda kirknanna í Ameríku séu 84 milljónir manna, en prestsekla ríkir þar. Vantar hvorki meira né minna en 25 þúsund presta. 15 þúsund söfnuðir eru prestlausir -------------------ooOoo------ Meðlimafjöldi hinna sameinuðu Lútersku kirkna í Ameriku var 2,332,433 árið 1956 og er það 61,731 fleira en árið áður. Hinir 4443 söfnuðir þessarar kirkjudeildar lögðu fram á árinu nokkuð yfir 90 milljónir doll- ara, 7 milljónum meira en 1955. Horf þú ekki á vínið, hversu rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. — Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. í Bandaríkjunum fórust 40,000 manna í umferðarslysum árið 1956, en 2,368,000 slös- uðust. Dauðsfallatalan er 6% hærri og slysa- talan 10% en árið 1955. Mest af slysunum áttu sér staði í björtu og góðu veðri. Mann- drápum þessum veldur að mestu leyti kæru- leysi, hraðaæðið, glannaskapur og ölvun. Ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur TIIUBLRVERZLLIM VÖLUNDUR h.f. Reykjavík ★ Kaupið timbur og ýmsar aðrar byggingavörur hjá stærstu timburverzlun landsins Búnaðarbanki Islands Stofnaður með lögum 14. júní 1929. Bankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs auk eigna bankans sjálfs. Bankinn annast öll innlend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu í sparisjóði, hlaupareikningi og viðtökuskírteinum. Greiðir hæstu innlánsvexti. Aðalaðsetur t Reykjavík: Austurstrœti 9. Otibú á Akureyri. Til kaupenda blaðsins í dreifbýlinu Nú hafa póstkröfurnar verið sendar út. Gleymið ekki að sinna þeim. Það sparar auka kostnað og fyrir- höfn. Góð skil eru mikils virði. Tilkynnið svo, ef einhver vanskil hafa orðið á blaðinu. Slíkt þarf afgreiðslan nauðsynlega að vita. Gott samstarf er öllum ánœgjuauki.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.