Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 3
EINING 3 - <-4> íslenzkir ungtemp í ritstjórnarnefnd þessarar blaSsíöu eru: X <X JL d JL SigurSur Jörgensson, séra Árelíus Níelsson og Einar Hannesson. Jólavers Komin eru jólin, sem ég hef lengi þrá<5, ég skal vera glaSur og lofa Drottins náð, allt er hreint og fágað og fögrum Ijósum skreytt flúið burtu myrkrið og sorg í gleði breytt. Komin eru jólin, sem Jesús fœddist á, ég hef heyrt og lesið, hann elski börnin smá. Ég skal alltaf reyna að lifa líkt og hann, lýsa hverri sálu, og hryggja ei nokkurn mann. Á. N. Jólaumbúðir Það er miklu meira gaman að gefa og þiggja jólagjafir í fallegum og smekklegum umbúðum. Hér er bent á nokkrar aðferðir til að útbúa skemmtilega pakka. 1. Ljósapakki nefnist böggull, sem gæti verið lítill og ferkanntaður, kross- bundinn með stórri slaufu, en í henni er komið fyrir ,,sellofan“-pappír með skrautlegu kerti, sem brætt er fast í slaufuna. 2. Sokka, vesti, peysur og aðra handavinnu, er ágætt að setja lauslega í sellofanumbúðir, sem teknar eru sam- an líkt og skjóða, bundið fyrir með borða, en út úr slaufunni gægist brúðu- höfuð klippt úr pappa, en í staðinn fyr- ir hár er stráð í pappann glanskorn- um, sem fest eru með lími. 3. Litlar gjafir er skemmtilegast að gefa í stórum umbúðum skreyttum pappírsblómum og skrauti, sem klippt er út úr silkipappír, og glansandi stjörnum. 4. Stórir pakkar fara bezt í umbúð- um úr þunnum pappír með slaufum úr gull- eða silfurpappír með alls konar skrauti. Séu notuð mjó bönd, fer bezt að blanda mörgum litum saman. 5. Langir pakkar verða fallegastir í umbúðum skreyttum stjörnum, slaufum og grenigreinum. 6. Vandasamast er að útbúa stóra pakka, en það má gera þá glæsilega með pappírsrósum, marglitum böndum í öðrum lit en umbúðapappírinn sjálfur, t. d. ljósblár pappír, hvítar, litlar diska- servíettur festar á hliðarnar og hárauð bönd. 7. Sívalir pakkar fara bezt í pappa- umbúðum, sem vafðar eru marglitum pappír ýmislega skreyttum, utan um allt er svo vafið marglitum böndum frá enda til enda og hnýtt í slaufu á öðrum endanum og fest með grenigrein eða límbandi. Á. N. Fréttir af starfi ungmenna- stúknanna Þann 26. október stofnaði stórtemplar, Benedikt Bjarklind, ungmennastúku á Norð- firði og hlaut hún nafnið Norðfirðingur nr. 7. Stofnfélagar voru 40 talsins og er sóknarpresturinn, séra Ingi Jónsson, um- boðsmaður stórtemplars, en æðstitemplar er Lárus Sveinsson. Þessir nýju félagar eru hér með boðnir hjartanlega velkomnir. * Ungmennastúkurnar, Hálogaland og Fram- tíðin, í Beykjavík hafa nú byrjað vetrar- starfið. Á fyrsta fundinum í Hálogalandi FÖNDURÞÁTTUR UNGLINGA Kartöfluprent Eitt af mörgu, sem þú getur haft ánægju af, er kartöfluprent. Má t. d. nota það, ef þig langar til þess að útbúa sjálfur jóla- kort til þess að senda kunningjum þínum. Hér að ofan sérðu sýnishorn af mismun- andi myndum, sem gerðar hafa verið eftir myndamótum úr kartöflum. Eins og þú tek- ur eftir, eru þessar myndir grófar og ein- faldar, en þannig eru myndir oftast úr kartöfluprenti, þar sem kartöflur eru laus- ar í sér og erfitt er því að fá fínar og smá- gerðar myndir. Veldu þér góða og stóra kartöflu, lítinn liníf eða rakvélahlað, hlýant, vatnsliti eða hlekpúða (stimpilpúða). Þvoðu kartöfluna vel og skerðu hana því næsl í tvennt. Úr hvorum helming færðu eitt myndamót. Næsta skrefið er að teikna þá mynd, sein þú vilt fá, á skurðflötinn (sjá mynd 1) og þar næst skerðu með hnífnum hurtu þá hluti, sem ekki á að prenta eflir (sjá mynd 2). Nú er myndamótið tilbúið og þá kemur að skemmtilegasta verkinu, en það er þeg- ar þú prentar myndina í fyrsta skipti. Þú þrýstir myndamótinu á hlekpúða og þar á eftir á pappír. Auðvelt er að búa til blek- púða. Það er t. d. gert á þann hátt, að þerri- pappír er gegnvættur í bleki. Ennfremur er hægt að nota filt eða annað Iíkt efni í staðinn fyrir þcrripappír. Vatnsliti eða olíu- lili má líka nota, þegar svo er gert, er notaður pensill til þess að hera á mynda- mótið (Sjá mynd 3). Skemmtilegt er að nota fleiri en einn lit. Þegar slíkt er gert, hentar hezt að húa til jafnmörg mynda- mót og litirnir eru. gengu inn 57 nýir félagar og séu þeir vel- komnir lil starfs. * Ungmennastúkan Vordís á ísafirði hafði ekki, sökum inflúensufaraldurs, hafið vetr- arstarfið, er jsessar línur voru skrifaðar, en vonir stóðu til að svo yrði bláðlega. * Á vegum þingstúkunnar í Hafnarfirði hefur verið skipuð ncfnd til að vinna að stofnun ungmennastúku og er undinbún- ingur svo langt kominn, að stofnfundurinn verður haldinn öðru livoru megin við ára- mótin.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.