Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 5

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 5
EINING 5 Nokkrir vesturfararnir. mála-, viðskipta-, og allt samlíf manna, einnig hér á Islandi, ekki verða heilla- vænlegra, ef við gerðum þetta allir? Mundi ekki verða einhvers staðar hreinsun til heilla fyrir sjálfstæði og hag þjóðarinnar? Rannsaki nú hver og einn sjálfan sig og svari svo þessum spurn- ingum í leyni. MRA flytur ekki miklar prédikanir, en þeir vitna um þörfina á hugarfars- betrun, og vitna um þá betrun. Þér skuluð vera mín vitni, sagði Kristur við lærisveina sína. Sjálfsagt hef eg heyrt einhverjar fánýtar játningar og óvið- kunnanlegan vitnisburð þessa 8 daga sem eg sat allar samkomur þingsins, en hinar stórmerku frásagnir annarra þar gera þó slíkt að engu. Þær verða minnisstæðar, en því miður er of lítið rúm í blaðagreinum til þess að gera þeim veruleg skil, aðeins skal hér drep- ið lítilsháttar á irásagnirnar Til dæmis kom fram á þessu þingi leiðtogi þjóðernishreyfingar í Túnis, Mohamed Karma að nafni. Hafði hann fyrir skömmu setið samveldisráðstefnu í London. Hann bar fram á þinginu í Machinac kveðju forseta Túnis, kveðju til þingsins og sérstaldega dr. Buch- mans, og þá orðsendingu forsetans, að stjórn hans væri algerlega sammála stefnu og starfi MRA-hreyfingarinnar, og það sem gerst hefði í Túnis og Marokkó gæti einnig gerst í Algeríu. ,,Við erum komnir hingað sannfærðir um að geta sameiginlega fundið hér lausn á vandamáli nágranna okkar í Algeríu“. Öldruð frakknesk frú, Irene Laure (Láru köllum við hana) stjórnaði fundi og bauð fulltrúana frá Túnis velkomna á alþjóðaþingið. Frú þessi á merka sögu, og skal brátt vikið að því. í nafni þjóðar sinnar bað hún Túnismenn fyrir- gefningar á rangindum Frakka gagn- vart þeim. ,,Það var einmitt andi sið- bótarhreyfingar MRA“, sagði frúin, ,,sem skapaði þá góðvild og þann skiln- ing, er leiddi til lausnar vandamálsins og fullveldis til handa Túnisbúum“. Hún minnti á stjórnmálahæfileika Mohammed Masmoudis, sem mjög var riðinn við þjóðernishreyfinguna í Túnis, að 1953 hefði hann kynnst starfsemi MRA, og „nýjum ásetningi manna frá Frakklandi. Þetta vakti hjá honum nýja von og veitti honum sigur yfir hatri og fordómum. I samningsgerðinni við Frakka viðhafði hann fullkominn heið- arleik og einlægni og það leysti vand- ann, sem hvað eftir annað hafði reynst óleysanlegur.“ Frú Lára vitnaði enn í orð þessa manns, sem nú er í París sem ambassa- dor Túnis: ,,Það er MRA-siðbótarhreyf- ingunni að þakka“, segir hann, ,,að Túnisbúar þurftu ekki að eiga framveg- is í grimmilegri styrjöld“. Sögu frú Láru er ekki unnt að af- greiða með kæruleysisbrosi. Frúin er mikil og merk kona. Hún naut þeirrar frægðar að vera kjörin á þing í Frakk- landi með meira atkvæðamagni en þekkst hafði í sögu þjóðarinnar, og í verkalýðsbaráttunni var hún leiðtogi milljóna kvenna í landinu. Hún tók öflugan þátt í andstöðuhreyfingunni á stríðsárunum og sá Þjóðverja kvelja son hennar til dauða. Dauðlegt hatur til Þjóðverja logaði því í brjósti hennar, en þegar hún kom til þinga MRA í Sviss og kynntist hinni fögru hugsjón um al- þjóðafrið á grundvelli mannkærleikans og bræðralagsins, sigraði sú hgusjón hatrið í brjósti hennar. En þá varð henni einnig ljóst, að ekki var unnt að endur- reisa Evrópu til slíkrar vonar, án Þýzka- lands. Þá stóð hún upp á mjög fjöl- mennu alþjóðaþingi, rétti fram hönd sína til Þjóðverja og bað þá fyrirgefn- ingar á hatri því, er hún hafði borið til þeirra. Enginn kann nú frá því að skýra, hve miklum vandræðum í sambúð Frakka og Þjóðverja MRA-siðbótar- hreyfingin hefur afstýrt og hve miklu góðu komið þar til Ieiðar, en það er enginn hégómi ef vel er athugað. Leikritin. Eins og áður var sagt, er kenning þessarar siðbótarhreyfingar ekki ný, en starfsaðferðin er að mörgu leyti ný. Til dæmis notar hreyfingin mikið leiklistina. Flest öll kvöld, er við dvöldum í Machinac, sáum við leiksýningar. Sér- staklega þótti mér þrjár þeirra glæsi- legar og tvær þeirra leiknar af miklum krafti og fjöri. Niðurstaða þeirra var alltaf ein og hin sama, að túlka, hvernig leysa megi vandamál manna á friðsam- an og ánægjulegan hátt. Á þinginu flutti leikari tvö löng er- indi. Sagt var að hann væri riðinn við 700 leikhús og kvikmyndahús eða réði yfir þeim. Maður þessi heitir Eddie Dowling. Hann var að koma frá New York, en þar hafði þá eitt af leikritum MRA fyllt leikhús á Broadway kvöld eftir kvöld í þrjár vikur. Leikritið höfðu samið þingmenn hins nýja sjálfstæða ríkis Ghana í Afríku, og aðrir Afríkumenn, og menn frá mörgum þjóðum í Afríku voru leikendurnir. Og nú gefum við hin- Leikhús MRA í Machinac.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.