Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Eining - 01.12.1957, Blaðsíða 6
6 E I NING um kunna leikiðjuhöldi, Eddie Dowling, orðið. Hann segir: „Þið hafið samið verk, sem kemst nær því að sýna, hvernig leysa má öll þau vandamál, sem nú herja í þjóðfélag- inu, en allt annað, er eg hef séð á þess- um árum . . . Eg tel ykkur fremsta þeirra afreksmanna, er verið hafa á leiksviði þessarar aldar, en eg hef æft flesta þeirra. Eg hef verið í samstarfi við hina miklu leikritahöfunda síðasta mannsaldurs, en enginn þeirra hefur sagt neitt Iífvænlegra né máttugra en þið, sem komnir eruð frá Afríku . . . Þetta er hámark leiklistar. Hér leikið þið fyrir hinum hótfyndnustu, óvægustu og kröfuhörðustu leikhúsgestum, sem hugsast getur í allri sögu mannkynsins. Og þessir leikhúsgestir hneigja sig fyrir einfaldleik ykkar í meðferð hins einfalda og látlausa sannleika. Eg þekki vel, hvers konar fólk þetta er, áður en það gengur inn í leikhúsið og einnig er það kemur út úr því. Þetta var stórkostlegt (magnificent). Þetta þarf að sýna í öll- um iðnaðarhverfum Ameríku eins fljótt og auðið er, svo að vinnandi lýður lands- ins fái að kynnast þessari stórkostlegu túlkun sannleikans.“ I hinu langa erindi sínu, sem hefði mátt vera styttra, rakti þessi reyndi leikiðjuhöldur að nokkru ævisögu sína. Hann var einn af 17 börnum bláfátækra foreldra. Hann minntist þeirrar ham- ingju, er hann naut sem drengur, er hann gat Iagt í kjöltu móður sinnar fyrstu aurana, sem hann innvannsér. Svo vék hann að frama sínum og velgengni á lífsbrautinni, en hvað það allt einber- an hégóma, samanborið við það siðbót- arvc|rk, sem MRA-hreyfingin væri að vinna. Sannleikurinn, sem hún boðaði, væri mergur málsins, öllu öðru mikil- vægara. Áreiðanlega mun vitnisburður þessa manns vekja mikla athygli í Ameríku og sjálfsagt víðar. Því verður ekki neit- að, að á samkomunum í Machinac, hlustuðum við oft á undursamlegan vitnisburð, þótt allt væri ekki jafngott. Til dæmis töluðu þar tveir menn, sem verða minnisstæðir. Annar var frá Englandi og hafði verið verkalýðsfor- maður kommunista næstum 16 ár. Eg ætla ekki að blanda neinni flokkapólitík hér í þetta mál, en aðeins geta þess, er hinn maðurinn sagði. Hann var frá Ruhr héraðinu og hafði verið þar foringi í kommunista samtökum yfir 20 ár. Hann gat þess, að er hann hefði kynnst MRA-hreyfingunni, hefði sér orðið það Ijóst, að sú hugsjón var róttækari og sig- urvænlegri um langa framtíð en komm- unisminn, því að hún næði alla leið að rót meinsins með því að leggja aðalkapp- ið á að breyta manninum til batnaðar, en ekki aðeins skipulaginu. Sér hefði þá einnig orðið það ljóst, að öll þau ár, sem hann hafði barizt fyrir bættum kjörum manna, frelsi og auknum réttindum, hefði hann samt verið harðstjóri á sínu eigin heimili og þannig kúgað fjölskyld- una. Hann fann nú, hvar skórinn kreppti, hjá honum sjálfum varð að verða hugarfarsbetrun. Þetta gerðist og nú rann upp sól hamingjunnar á heim- ilinu. — Skyldi ekki margur kunna eitt- hvað svipaða sögu. Peter Howard, enákur hlaðamaður og frægur rithöfundur, sem skrifað hef- ur margar bækur og mörg leikrit hreyf- ingarinnar, sagði, að hugsjón hennar hefði alla yfirburði yfir aðrar byltinga- stefnur, því að hún „breytti mönnum, jafnt úr austri sem vestri, jafnt úr hægri sem vinstri flokkum, hvort heldur menn væru kommunistar eða ekki kommun- istar“. Full ástæða væri til að fjölyrða hér meira um ræður þessara manna, en því verður þó að sleppa. Árangurinn. Hreyfing þessi hefur farið á 2—3 ára- tugum um mestan hluta heimsins með fádæma hraða. Hún hefur breytt til hins betra hugsunarhætti og breytni mikills fjölda manna í mörgum löndum. Hún hefur leyst alvarleg vandamál milli þjóða og komið í veg fyrir önnur. Hún hefur leyst hatrömm verkföll hér og þar og bætt víða sambúð vinnandi stétta, og víða hefur hún unnið hið mesta furðuverk. ~ Við munum þá daga, er stöðugt var sagt í útvarpsfréttum frá hryðjuverkum Mau Mau hreyfingarinnar í Afríku. Allt í einu hættu þessar fréttir að berast. Það var þegar MRA-hreyfingin kom til Afríku og vann hugi og hjörtu margra þessara uppreisnarmanna, og annarra, sem verið höfðu andstæðingar þeirra. Þetta er söguleg staðreynd, þótt mörg- um sé dulin, og svo mætti lengi telja. Einn daginn sat eg til borðs í Machinac við hliðina á ungri dömu. Hún er blaðamaður og kærasti hennar ritstjóri. Hún er frá Toronto í Canada. Hún var ræðin og skýr. Eg komst að því, að faðir hennar var, eða hafði verið bakari, og þá spurði eg hana, hvort hún væri dóttir bakarans, sem í þjónustu ríkisstjórnar Canada á styrjaldarárun- um gat komið því til vegar, að brauð í landinu hækkuðu aldrei í verði um einn eyrir. Jú, það var rétt, hún var dóttir þess manns. Það var einmitt með hugar- fari MRA manna, eða hins sannkristna manns, skulum við segja, að hann gat látið fólkinu í Canada í té þessa þjón- ustu. Enskur socíalistaþingmaður, John McGovern, komst svo að orði eitt sinn á þinginu í Machinac: „Við (Englend- ingar) höfum gert margt vel í röngum tilgangi, en við höfum aldrei verið nógu lítillátir til þess að viðurkenna misgerð- ir okkar. Ef við gætum auðmýkt okkur til þess að viðurkenna misgerðirnar, þá gætum við ræktað þann anda, sem leyst getur vandamál mannkynsins. Eg hef afráðið að verja getu minni til þess að flytja heiminum slíka hugsjón“. — I þeim erindum hefur þessi maður ferð- ast með liðsveitum MRA 100,000 ensk- ar mílur síðustu tvö árin. ÞingstaSurinn og aSbúSin. Machinac-eyja er yndislegur staður, og á þingstaðnum er mikill og vegleg- ur húsakostur. Byggingastíllinn er ein- stakur. Hinn mikli fundarsalur, er rúm- ar töluvert á annað þúsund manns, er þannig gerður, að valin og geysimikil tré, á að gizka um 20 metra há, eru reist upp, ýmist frá grunni eða vegghæð og koma öll saman efst í hvirfingu. Neðst eru trén sver, sennilega allt að feðm- ingur. Trén eru svo víða tengd saman með grennri trjám og verður grind húss- ins þannig mikilfengleg. Þama var ævin- lega loftgott og algerlega laust við berg- mál. Þar sem eg lærði smíðar á mínum ungu árum, gaf eg þessu öllu nokkurn gaum. Allt var vandað og fyrsta flokks. Eg lenti á herbergi 368 í mikilli og glæsilegri byggingu. Þar var baðklefi og öll þægindi. Viðurgerningur allur var hinn prýðilegasti. Ekki verður annað sagt, en að öll umgengni bæri vitni hreinleik og göfgi. Margar fórnfúsar sálir hljóta að hafa lagt fram margvís- lega krafta til þess að koma upp þess- ari einstöku miðstöð MRA hreyfingar- innar í Ameríku. Á heimleiS, er við nálguðumst landið, fekk eg lán- aðan hátalarann í vélarúmi flugvélar- innar, þakkaði áhöfninni fyrir ljúf- mennsku og góða meðferð á okkur far- þegunum, og flutti svo samferðafólkinu beztu þakkir fyrir ánægjulega samveru. Eg taldi það m.a. vinning við förina, að hafa fengið tækifæri til þess að kynn- ast þessum hópi samferðamanna, og engu síður unga fólkinu. Eg minnti á, að við værum að koma heim úr rannsóknarför og skyldum við nú hafa hugfast forna heilræðið: „Rannsakið allt og haldið því, sem gott er“. Vissu- lega væri siðbótar þörf á íslandi, engu síður en í öðrum löndum, og þótt gott væri að leita til annarra þjóða og læra af þeim, þyrfti guðstrú og heiðarleiki ekki nauðsynlega að vera innflutt vara, slíkt gæti allt eins vel verið heimaunnið. Allur heimurinn bíður eftir rétta svarinu og lausn vandamálanna miklu. Svarið er auðvitað fyrst og fremst aðeins eitt: Hver einasta mannssál leidd af Guði í allann sannleika. Aðeins slíkir menn geta stofnað bræðralag allra þjóða og friðarríki á jörðu. Þetta er kenning MRA hreyfingarinnar og hefur verið kenning kristninnar frá fyrstu tíð. Við þurfum aðeins að breyta eftir henni í daglegu lífi. Styðjum og styrkjum hver annan til þess.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.